Feykir


Feykir - 01.06.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 01.06.1994, Blaðsíða 5
21/1994 FEYKIR5 Rey kj a v í ku rva I d i ð Af því ég er oróinn hundgamall man ég eitt og annað sem geriðst fyrir 60 til 70 árum. Ég man aó oft var talað um Reykjavíkur-vald í svo köldum tón að það vald hlaut að vera af hinu vonda. Umræðan var rökstudd. Gildir bændur seldu jarðir og búfé og fluttu suður með fólk sitt og fjármuni og komu ekki aftur. Ekkert kom í staðinn. Alstaðar á landinu var sagt að fara suður. Meir að segja sagðist fólk á Suðurlandsundirlendi fara suður tíl Reykjavíkur, sem er beint í vestur. Hversvegna suður suður? Það er vegna þess, að suður er í átt til sólar á norðurhveli jarðar. Ég veit um einn mann sem fékk meira hól en sólin þegar hann orti. Það var Oli-Tjamar. Séra Hall- grímur í Glaumbæ gaf vottorð þar um meó þessum orðum: Efat hann alls er gáður yrkir hann svá at Tyrkinn hlustar afhrifning lostinn, hólfcer hann meira en sólin. Séra Hallgrímur var mikill lær- dómsmaður, kunni latínu og frönsku auk annarra tungumála. Steindór „svindlari" Þaó er svo undarlegt að það má enginn græða, jafnvel ekki innan ramma laga. Þá æpir almúgafólk og kallar þá svindlara, sem hafa brjóstvit og dug til að græða. Glöggt dæmi um þetta man ég firá þeim tíma þegar ég fór fyrst tíl Reykjavíkur. Þá var raulað á götum borgar- innar: Allir með Stærtó, allir með Strætó, enginn með Steindóri, því hann er svo mikill svindlari. Steindór Einarsson var mikill athafnamaður, keypti strætisvagn og rak þá um langt árabil í sam- keppni við Strætisvagna Reykja- víkur. Það var enginn munur á Stætó og Steindórsvögnum, góð sæti, góð þjónusta og komið á rétt- um tíma á þá staði sem stansað var ef ekki var snjór, en það snjóar eig- inlega aldrei fyrir sunnan. Steindór var grunaður um að græða og það mátti hann ekki. Flík upp á milljón Loksins er Renesansinn kom- inn til Reykjavíkur. Það er búió að borga undir Jón Baldvin austur tíl Kína til þess hann geti komist í snertingu við heimsmenninguna og lært að borða hrisgrjón á réttan hátt. Það fer ekki á milli mála, að menning hefur risið hátt í Austur- löndum fjær alla heilu Ieiðina frá dögum Búdda. Ég er ekki skartmaður í klæða- burði, hef alla tíð gengið í þessum venjulegu sveitamannafötum, sem eru hlý en ekki fin. Þessvegna bregður mér í brún þegar ég sé sér- staklega fín klæði. Það var nú ný- lega að hér í forsal hékk loóskinn- skápa svo fögur flík að hún hlýtur aö vera upp á milljón. Slíka ger- semi er ekki hægt að búa til hér á landi, enda er konan sem leit hér inn og á þessa kápu, sigld. Hún hefur fariö suður og austur um Evrópulönd vítt og breitt. Ég lít alltaf upp til vinar míns Bjöms á Mælifellsá fyrir það að hann er sigldur. Hann hefur séð konungshöllina í Kaupmannahöfh. Ég er ekki sigldur og þó. Ég hef ekki komið til Vestmannaeyja, en ég hef farið sjóleiðina tíl Málmcy- ar á Skagafirði. Þessi leið liggur meðfram Þórðarhöfða. Ekki sáum við dýrleg veisluborð í Höfðanum eins og sagnir eru um að áður hafi verið þar. Málmey er flöt og grasi gróin. Það er mildur faðmur náttúr- unnar í fullkomnu samræmi. „Allt hold er gras“. Það breytíst margt þegar tíminn líður, allt frá því cr Grikkir fundu upp hreyfmguna. Oll tilveran breytist hægt og hægL Musteri Rómar og Reykjavíkur Hér í Skagafirði hefur orðiö sú breyting að virðulegur mótmæl- endaklerkur er farinn suður til Róms að snerta klæðafald Páfa. Ekki held ég að hann hafi farið gangandi eins og venja var. Hvort klerkur þessi fær að snerta faldinn vitum viö ekki fyrr en síóar, en skulum vona að svo verði. „Vonin hjartans hlýjar tún“, kvað Gísli Olafsson. Mótmælendur hafa alla tíð verið páfa erfiðir. Mér heyrist enginn maður tala um Reykjavíkur-vald í kuldalegum tón og verði einhverjum það slys á tungu, er það í orði en ekki á borði. Óllum íslendingum þykir vænt um Reykjavíkurborg og hafa þaö á vitundinni að hún hefur „sess og sæti“ við hlið höfúðborga tugmillj- óna þjóða. Og það er gagnkvæmL Ibúar Reykjavíkur styðja það, að sérviturt fólk geti hafst við í af- skekktum fjallaskörðum ef það vill. í Reykjavík er Háskóli íslands í fallegu húsi og skrifað á húsiö: „Vísindi efla alla dáð“. Þar í skól- anum eru margvísleg vísindi efld og aukin ár og síð. Og nú þurfa Is- lendingar ekkert að sækja til erki- biskupa í öðrum löndum. Yfirbisk- upinn er í Reykjavík og bendir mönnum leiðina upp til guðs og reynir að fara hana sjálfúr. Birtingarholtsættin hefur ekki brugðist að þessu. Helgi í Birting- arholtí var svo mikið góðmenni, að þegar rignt hafði ofan í þurra töðu á heimatúni hans lét hann fólk sitt fara á aöra bæi og taka saman, þar sem ekki hafði rignL Mesta og besta gleðin Reikningslist er svo fullkomin í Háskóla íslands að þeir geta reikn- að út krabbamein upp á næstu öld og jafn vel geta þeir reiknað út böm í konur. Ekki gleymi ég því aó mála- fylgja er kennd í Háskólanum. Málafýlgja er íþrótt sem felst í því hvenær á að segja hálfan sannleika og hvenær eitthvaó meira. Um aldir hefur verið yfirstétt hér á landi, prestar og sýslumenn, og almúgafólk hefúr kunnað að skilgreina yfirmenn kónga og keis- ara. Fyrir löngu var þessi vísa kveð- in í Skagafirði. Mússó rómar svarta sól sinn á Stalín Moskvafríð. 1 Berlín Hitlers gellur gól Gorta býr í Varmahlíð. Mér hefur verið sagt að ég sé alveg óþolandi fyrir það að ég geti aldrei þagað. Þetta er ekki ná- kvæmlega rétt. Ég get þagað en tek það nærri mér. Málgleði er sú mesta og besta gleði sem fyrir finnst á byggðu bóli. Vald Reykjavíkur lengi lifi. Björn Egilsson. Fundur Héraðsskjala- varða á Sauðárkróki Dagana 24. og 25. maí fund- uðu héraðsskjalaverðir og starfs- fólk Þjóðskjalasafns á Sauðár- króki, alls 25 manns. Hafa slíkir fundir verið haldnir árlega á ýms- um stöðum á landinu, síðustu árin á Selfossi, í Borgamesi og Reykja- vík. Þar koma saman skjalaverðir hinna ýmsu héraðsskjalasafna víðsvegar að af landinu ásamt starfsfólki þjóðskjalasafnsins til að bera saman bækur sínar og efla kynni sín á milli. Jafnan er tekið eitthvert ákveðið málefni tíl um- fjöllunar á þessum fundum og að þessu sinni var rætt um grisjun í skjalasöfnum. A tímum hins yfir- gengilega pappírsflóðs verður að marka einhverja ákveðna stefnu um hvað beri að varðveita og hveiju megi fleygja Ld. í pappímm og skjölum sem tíl falla hjá sveit- arfélögum eða stórum fyrirtækj- um. Síðdegis á þriðjudag var farið í skoðunarferð upp í Hóla í boði Héraðsskjalasafnsins á Sauðár- króki undir leiðsögn Hjalta Páls- sonar skjalavarðar. Þar tók séra Bolli vígslubiskup á móti hópnum í kirkjunni og veitti fræðslu um hana. Er komið var til baka frá Hólum var farið í dælustöð hita- veitunnar, þar sem Páll Pálsson hitaveitustjóri og Halldór Jónsson verkstjóri tóku á móti hópnum og gáfu að smakka heitt vatn úr holu 13,aðvísueitthvaðblandað. Róm- uðu gestimir mjög gæði heita vatnsins á Króknum og öfunduöu bæjarbúa, að geta jafnvel baðað sig úr þessu dýrindisvatni. Bjöm Pálsson skjalavörður á Selfossi orðaði þetta þannig: Til Hólastaðar héldum vér og hittum Bolla teitan. En miklu betur bragðast mér blessuð hitaveitan. Gestimir borðuðu og gistu í heimavist Fjölbrautaskólans, en þar var sem óðast verið að ræsta og undiibúa afhendingu hússins tíl Hótels Aningar, sem byijaði starf- semi sína þar um helgina. Fundi var framhaldið næsta morgun og lauk um tvöleytið. Var þá farið í heimsókn í héraðsskjalasafnið, þar sem Hjalti Pálsson skjalavörður og séra Gunnar Gíslason formað- ur safnstjómar tóku á mótí gestum og veitingar vom fram bomar í boði safnsins. Vom fundargestir hinir ánægðustu með dvölina á Króknum og viötökur allar og Bjöm á Selfossi kvaddi með þess- um orðum: Á Sauðárkróki sýnist okkur sœtt að vera. Þar má allan andskotann úr engu gera. INNRITUN A HAUSTÖNN 1994 LÝKUR 6. JÚNÍ NK. Þeir sem óska eftir að búa á heimavist eru sérstaklega hvattir til aó sækja um sem fyrst, þar sem heimavistarrými er takmarkað. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans, sími 36400, bréfsími 37694. NAMSFRAMBOÐ Styttri námsbrautir: Atvinnulífsbraut 1. Sjúkraliðabraut Uppeldisbraut Viðskiptabraut Vélstjómarbraut 1. stigs, -vélavaróabraut Iðnfræðslubrautir: Grunndeild málmiöna Grunndeild rafíðna Samningsbundió iónnám Stúdentsprófsbrautir: Eólisfræðibraut Félagsfræöibraut Hagfræóibraut Náttúrufræðibraut Nýmálmabraut íþróttabraut Tæknibraut Skólameistari.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.