Feykir


Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 1
8. júní 1994, 22. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Krakkarnir í Vinnuskóla Sauðárkróks hafa undanfarna daga unnið að fegrun Kirkjutorgsins og er þar nú orðið blómaskrúð mikið. Öll eru þessi blóm, sem og önnur blóm sem gróðursett eru á vegum Sauðárkróksbæjar, ræktuð í gróðurhúsi bæjarins við Sauðármýri. Athafnasemi unga fólksins áberandi Nýr meiri- hluti á Tanganum Samstarf heftir tekist milli B- lista framsóknarmanna og Pakkhúslistans um meirihluta- samstarf í hreppsnefnd Hvammstanga á þessu kjör- límal >il i. Akveðið hefur verið að auglýsa stöðu sveitarstjóra, sem Bjarni Þór Einarsson gegndi á síðasta kjörtímabili. Þá hefur verið ákveðið að Valur Gunnarsson efsti maður b-lista verði oddviti hrepps- nefhdar og Ami Svanur Guð- jónsson varaoddviti. Bæði þessi framboð höfðu uppi stór orð varðandi atvinnumáí fyrir kosn- ingar og ef marka má þær yfirlýsingar meiga Hvamms- tangabúar búast við talsverðum aðgerðum í atvinnumálum á kjörtímabilinu. Fjöldi ungs fólks að störfum við hin ýmsu verkefni hjá Sauð- árkróksbæ setur svo sannar- lega svip sinn á bæinn þessa dag- ana og á eftir að gera í sumar. Þegar fólk eins og blaðamenn eru drattast í vinnuna upp úr átta á morgnana, er unga fólkið þegar komið að störfum, í hópum hingað og þangað um bæinn. Auk fjárveitinga frá bæjasjóði til fegrunar í bænum í sumar, fékkst úthlutun úr atvinnuleysis- tryggingarsjóði, sem kemur til með að veita þónokkrum hópi unglinga vinnu í sumar. Meðal þeirra er fengu vinnu í þessu verkefni em um fimm unglingar úr nágrannahreppum sem fluttu lögheimili sitt í Krókinn í þeirri von að eiga meiri möguleika á vinnu. Þrátt fyrir að þess væri ekki krafist af starfsmönnum bæjarins. Frábær byrjun í Blöndu Veiði byrjar mjög vel í hún- vetnsku áiiuiii, Blöndu og Laxá á Ásum. Veiði byrjaði í báðum þessum ám sl. sunnudag. Það er Blanda sem byrjar mun betur þetta árið. Upp úr ánni komu 17 laxar fyrsta daginn, en á fyrsta degi í fyrra komu fimm laxar úr ánni. Fyrsti laxinn kom á land um hálfátta leytið og um hádegið voru komnir 11 flskar á land. Nú veiðist vel á maðkinn í Blöndu, að sögn Brynjars Pálssonar bóksala á Króknum, sem löngumhefurunað sér vel með stöng í hönd á bökkum Blöndu. Sex laxar komu á land á fyrsta degi í Laxá á Asum. Var stærsti fiskurinn 15 pund og meðalþyngd upp úr ánni 11 pund. Þrátt fyrir að veiði hafi verið mun minni í Laxá þennan fyrsta dag en í Blöndu, eru Laxármenn bjartsýnir með veióina í sumar. Kári Valgarðsson með fyrsta laxinn úr Blöndu þetta áríð, 19 punda hæng. Mynd/Simmi. Ófeigur lætur af starf i bæjarstjóra Stefnir í áframhaldandi meirihluta H- og D-lista Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi mun Iáta af því starfl þegar ráðningarsamningur hans rennur út 30. júní nk. Talsverð- ar líkur eru taldar á því að Ófeigur muni taka við nýju staili framkvæmdastjórahér- aðsnefhdar Austur-Húnavatns- sýslu, en fyrir sveitarstjórnum sýslunnar liggur nú ályktun héraðsnefhdar um ráðningu starfsmanns. Ófeigur hefur verið bæjarstjóri á Blönduósi síðan 1988. Væntanlega verður auglýst eltir nýjuin bæjarstjóra á Blönduósi á næstunni. Nokkuð ljóst er að áframhald- andi samstarf verður milli H-lista og D-lista í meirihluta bæjar- stjómar Blönduóss. Viðræður þessara framboða hafa staðið yfir undanfarið. Sigurlaug Hermanns- dóttir oddviti Sjálfstæðisflokks var í samtali við Feyki bjartsýn á að samkomulag tækist en ekki hefur enn verið gengið frá mál- efhasamningi. Eitt af því sem sjálfstæðismenn lýstu yfir fyrir kosningar var að staða bæjarstjóra yrði auglýst og jafhframt yrðu gerðar breytingar á stjórnkerfi bæjarins. Ekki hefur heldur verið geng- ið frá skiptingu helstu embætta innan bæjarstjómarinnar. Líklegt er talið að Pétur Arnar Pétursson verði áfram forseti bæjarstórnar og Sigurlaug Hermannsdóttir for- maður bæjarráðs. Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍML 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 yimtM bílaverkstæði ÆTMJEM sími: 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauiárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.