Feykir


Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 08.06.1994, Blaðsíða 3
22/1994 FEYKIR3 Krakkarnir Iétu sig ekki vanta þegar þeim var boðið upp á að taka þátt í leikjum á sjómanna- deginum á Króknum. Góð þátttaka í hátíðahöldunum Séra Kristján Björnsson messar frá skipsborði. Honum á hægri hönd eru björgunarsveitarmennirnir Guðmundur Jó- hannesson, Hilmar Hjartarson og Agúst Sigurðsson. Sjómannadagurinn á Hvammstanga: Sjómannamessan undir berum himni Dagskrá sjómannadagsins á Sauðárkróki var viðameiri að þessu sinni en oftast áður og var þátttaka í hátíðarhöldun- um góð. Veður var að vísu ekki upp á það besta á laugardegin- um, þegar kappróðurinn fór fram og íþróttakeppnin við höfnina. A sunnudag var kom- ið mjög gott veður og fjöl- menntu bæjarbúar í hópsigl- ingu með bátunum út á Qörð- inn. Útgerðarfélagið Skagfirð- ingur hélt árshátíð sína á laug- ardagskvöld og lauk henni með sjómannadansleik. Nefnd sem sá um sjómanna- daginn að þessu sinni ákvað að vanda til dagskrár og gera meira úr sjómannadeginum en verið hefur. Virtust sjómenn, verkafólk við sjóinn og bæjarbúar almennt kunna að meta þetta framtak og er nokkuð Ijóst að vel hefúr tekist til. Stelpurnar á seinni vaktinni í Fiskiðjunni sigruðu í kapp- róðrinum hjá kvenfólkinu. Það var vel tekið á í reiptoginu. Hér eru sigurvegararnir skip- verjar á Skafta að leggja áhöfnina á Skagfirðingi, en það var Skagfirðingsmönnum sárabót að þeir sigruðu í kappróðrinum. Á laugardag var íþróttakeppni við höfnina, sem hófst með kapp- róóri, þá var á dagskrá björgunar- sýning, þar sem sýnt var er sjó- menn fara um borð í björgunar- bát. Efht var til kappsunds í flot- búningum milli áhafna togaranna, karahlaups, belgjaslags og kararóðurs. Á sunnudagsmorgun var háðíðarmessa í Sauðárkróks- kiricju, þar sem að Vigfús Vigfús- son flutti hugvekju. Eftir hádegið var hópsigling dekkbáta og smærri báta og fór fjöldi fólk í siglinguna. Að henni lokinni var haldið upp á íþróttavöll þar sem farið var í ýmsa leiki og hátíðar- höldum sjómannadagsins lauk síðan með kaffisölu Björgunar- sveitarinnar í Bifföst. Hátíðahöld í tilefni sjómanna- dagsins voru að mestu með hefðbundnu sniði á Hvamms- tanga. Það sem helst var frá- brugðið nú var að útiguðsþjón- usta var á bryggjunni fyrir utan Meleyri hf kl. 10 um morguninn. Sr. Kristján Bjöms- son sá um guðsþjónustuna en félagar úr björgunarsveitinni Káraborg lásu ritningarvers og bænir. Kirkjukórinn sá um að leiða söng undir stjórn Helga S. Ólafssonar organista. Eftir guðsþjónustuna var flug- línuæfmg hjá björgunarsveitinni Káraborg. Eftir hádegið var farið með fólk í siglingu um fjörðinn. Þegar siglingin var yfirstaðin tóku við skemmtiatriði þar sem menn kepptu í róðrarkeppni í fiskikör- um, reyndu sig á sjóskíðum og fóru í koddaslag án kodda. Kaffisala var síðan í félags- heimilinu og þar á eftir söng Lillukórinn undir stjóm Ingibjarg- ar Pálsdóttur, en það er kvennakór sem æft hefúr söng í vetur og voru þær 23 konumar sem þar æfðu. Undirleikari var Einar Logi Einarsson, en hann var tónlistar- kennari viö Tónlistarskóla V,- Hún. fýrir allmörgum ámm. Dagskráin tókst í alla staði vel í heildina tekið og lék veðrið við staðarbúa þennan sjómannadag, en það hefúr nú ekki alltaf verið upp á marga fiska, og ekki leit það vel út daginn áður því þá var noióaustan stinningskaldi og rign- ing með köflum. EA. Til launþega og launagreiðenda á samningssviði Verkalýðsfélagsins Fram! Athygli er á því vakin, að um þessar mundir ber að greiða launþegum eftirfarandi: 1. Launabætur til þeirra sem höfóu að meðaltali undir 80.000, - í heildartekjur mánuðina febrúar, mars og apríl 1994. Miða ber við fast starfshlutfall af 40 stunda vinnuviku og starfstíma. 2. Orlofsuppbót kr. 8 000 miðað við fullt starf, í samræmi við úrskuró launa- nefndar. Um allar þessar greiðslur gilda nánari reglur sem hægt er að fá upplýsingar um á skrifstofu félagsins, sími 35433. Við bendum félagsmönnum okkar og öðrum launþegum á að fylgjast vel með að þessar greiðslur skili sér. Verkalýðsfélagið Fram.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.