Feykir


Feykir - 15.06.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 15.06.1994, Blaðsíða 1
15. júní 1994, 23. tölublað 14. árgangur. Óháö fréttablað á Norðurlandi vestra rafSjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Þýsku togararnir landa stöðugt Hegranes og Drangey í Smugunni l'ýski togarinn Bremen landaði í fyrradag 160 tonnum til vinnslu hjá Fiskiðjunni. Von er á Europa um helgina með hátt í svipað magn, en skipið var komið með um 50 tonn í gær. Þýskir togarar Ianda nú hrá- efni til vinnslu hjá Fiskiðjunni í hverri viku og hafa landað um 700 tonnum frá því í vor. Vonir standa til að viðskiptin við Þjóðverjana heldi áfram í næsta mánuði einnig. Að sögn Magnúsar Erlings- sonar hjá Fiskiðjunni/Skagfirð- ingi er þetta hráeíhi ekki dýrt í krónum talið, en hinsvegar hefur aðeins skort á gæðin. Er unnið að því að bæta þau og segir Magnús Þjóðverjana hafa tekið vel í það að koma upp tvöföldu þvottakerfi á aflanum, og eins að karavæða skipin, en þar er ísað í stíur upp á gamla móðinn, sem gerir það að verkum að fiskurinn verður aldrei eins gott hráefni eins og sá sem ís- aður er í kör, sem síðan er við löndun hægt að láta óhreyfð í frystigeymslur þar til vinnsla fer fram. Skagfirðingur og Skafti eru á karfaveiðum og eiga söludaga í Þýskalandi sitthvoru megin við mánaðamótin næstu. Drangey og Hegranes eru hinsvegar í Smug- unni. Gísli Svan Einarsson út- gerðarstjóri Skagfirðings vildi lít- ið um veiðar skipanna ræða. Sagði allt gott að frétta þaðan, en þess má geta að mörg skip era að veiðum í Smugunni og má því búast við að veiði þar sé góð. M ,——_—_ \-'vVn"'. _ 1 • '¦• ~: 1 , . **? v%S. J____^J5 1 wm H *9? ^0 KL M 0^ '-_____« . É__' ' ' m*~ ~; !j Eldi hlýsjávarfiska á Sauðárkróki gengur vel. Að sögn Guð- mundar Arnar Ingólfssonar framkvæmdastjóra Máka, hafa seiðin fimmfaldað þyngd sína, þann rúma mánuð sem þau hafa verið í eldi, og er það 20% betri árangur en reiknað var með. Guðmundur var með nokkur seiði í búri til sýnis á Land- búnaðarráðstefnunni sem haldin var á Króknum sl. laugardag og flutti einnig fróðlegt erindi um hlýsjávareldið á ráðstefnunni. Það var mikið að gerast á íþróttasvæðinu undir Nöfunum um helgina, en unnið var að þöku- lagningu á nýjum grasvelli sunnan aðalleikvangsins. Þessi nýi völlur er að stærð sem nemur einum og hálfum grasvelli, og er gerð hans nú að mestu lokið. Um 40 manns mætti í þökulagninguna á laugardeginum og fjöldi manns síðan eftir hádegi á sunnudag. Fyrir miðri mynd má m.a. sjá Stefán Guðmundsson alþingismann sem hér á árum áður var einn af fremstu íþróttamönnum Skaga- fjarðar. Nýi völlurinn og sú starfsemi sem þar fer fram á eflaust eftir að skapa aukið líf í bænum, og enn eykst glæsUeiki íþróttasvæðisins við innkeyrsluna í bæinn, sem þótti þó mikill fyrir. Sérstæð nauðgun á Króknum Hundur hvelpir labradortík í óþökk eigenda tíkurinnar „Ég hef hótað því að ef hund- urinn birtist hérna einu sinni enn verði hann fjarlægður fyr- ir fiillt og allL Þetta var í fjórða skiptið sem þessi rakki kom hérna sem þetta gerðist og hann er búinn að koma hérna einu sinni síðan", segir Þor- björg Snorradóttir hundaeig- andi á Sauðárkróki, en Þor- björg varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu nýlega að hundur úr næstu götu birtist inni á lóð hjá henni og hvelpti Iabrador- tík sem hún á. Dýralæknir var fenginn til að framkvæma fóst- ureyðingu, enda var búið að gera ráðstafanir til að tíkin fengi hjá öðrum „höfðingja" syðra. „Þetta er talsvert tjón fyrir okkur þar sem að við vorum búin að lofa hvolpum í lok júlí. Eg var lfka rosalega reið þegar þetta gerðist því lógin um hunda- hald eiga aö tryggja að svona hlutir geti ekki gerst", sagði Þor- björg. Aðspuró sagðist hún hafa leitað til lögreglu vegna ágengni og lausagöngu hundsins, en kvaðst ekki munu aðhafast frekar í mál- inu svo framarlega sem hundur- inn birtist ekki þama aftur. „Jú hundurinn nauðgaði vita- skuld tíkinni sem var í bandi á lóðinni, en annars finnst mér fólk héma gera of mikið grín að þessu og sjá ekki alvöruna sem að baki er. I sannleika sagt hef ég haft lít- inn frið meó tíkina fyrir öðrum hundum síðan við fluttum hing- aó fyrir tæpum tveim mánuóum. Hún virðist vera mjög eftirsótt af þeim. En málið er að meö hundaskattinum á fólk að búa við það öryggi að lógum um hundahald sé framfylgt, þar á meðal að hundar séu ekki lámir ganga lausir. Ég verð að scgja að fyrir sunnan cr þetta allt öðmvísi. Þar er mun fastar tekið á svona málum og maður er öruggari með sinn hund. Eigandi hundsins scm hvelpti tík Þorbjargar varó að greiða dýralækniskostaaö, en þess má geta að í hundaskattinum felst trygging þar sem sjálfsábyrgð hundaeiganda er 16.500 krónur valdi viðkomandi hundur tjóni. „Að óðru leyti líkar okkur mjög vel héma í bænum", segir Þorbjörg sem er nýlega tekin við framkvæmdastjóm í saumastof- unni Vöku. HCfc«??n hph- Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æ? bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata 1b550Sau5árkrókur Fax: 36140 Bílaviögerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.