Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 1
29. júní 1994, 25. tölublað 14. árgangur. fréttablaö á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Lágfóta færir út kvíarnar: Tíu greni verið unnið og leitum enn ólokið Merki um dýrbít fundist á þrem grenjanna „Það er greinilega mun meira um tófu núna en verið hefur, og er ástæða þess sú að segja má að miðhálendið hafí verið frið- að á síðustu árum, sökum þess að lítið hefur verið greitt fyrir útrýmingu tófu. Menn fara nú ekki að eltast við þetta að gamni sínu. Við höfum fundið dýrbít á þremur grenjanna sem við höfum unnið í vor", segir Birgir Hauksson grenja- skytta í Valagerði, en hann og Kári Gunnarsson hafa unnið sex greni á þessu vori og hafa ekki lokið leitum enn. Birgir og Kári, sem skutu fjölda dýra við æti í vetur, hafa unnið greinin í fjalllendi þriggja sveitarfélaga, Akrahrepps, Lýt- ingsstaðahrepps og Bólstaðahlíð- arhrepps. Þeim hefur tekist að ná öllum dýrunum á þessum grenjum. Grenjaskyttur í Hjaltadal hafa setið um tvö greni í Kolbeinsdal síðustu daga og voru langt komn- ir með að vinna þau bæði. Karl- dýr á öðru greninu var þó óunnið í gær. Aður höfðu þeir Erlingur Garðarsson og Pálmi Ragnarsson unnið tvö greni á nýjum stöðum, annað í Haganum svokallaöa skammt frá Hólum og hitt inn á Hofsdal. Karldýrin skiluðu sér ekki á þessum grenjum og er jafh- vel talið að þau hafi verið skotin seint í vetur, en á Hóla- og Við- víkursvæðinu voru skotin 12-14 tófur við æti í vetur. Þá vann Steinþór Tryggvason í Kýrholti greni við Kolkuós á dögunum. Sömu sögu var að segja um það, að karldýrið lét ekki sjá sig. Fjölmenni var samkomið við Staðarbjargarvíkina sl. laugardag til að hlýða á söng Karlakórsins Heimis. I lokin söng kórinn eitt lag í Básum þar sem stuðlabergið er hvað fegurst í víkinni og þar er þessi mynd tekin. Nánar um hátíðarhöldin á Hofsósi og söng Heimis á baksíðu blaðsins í dag. Ágreiningur um höfundarétt myndefnis við Skagfiska mannlífið: Myndbandið aðeins birst einu sinni „Þetta efhi var ekki heimilt að láta af hendi til þeirrar notkun- ar sem úr varð, og almenn Ekkert gefið eftir í deilunni um úthafsveiðarnar: Drangeyjan og Hegranes aftur í Smuguna Reiknað er með að bæði Drang- eyjan og Hegranes haldi tíl veiða í Smugunni á næstu dögum, en veiði hefur venjulega verið góð á þeim slóðum á þessum árs- tíma. Skipin komu til heima- hafhar af SvalbarðasvaxMnu að- faranótt fimmtudagsins síðasta, eftir ævintýralegan lciðangur. Leið skipanna í Smuguna ligg- ur um Svalbarðasvæðið og Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar sagðist reikna með að skipin mundu taka hol á leið- inni í og úr Smugunni. „Við verð- ur að reyna að skapa okkur samn- ingsstöðu og þrýsta á um samn- inga", sagði Éinar Svansson. Ljóst virðist að ekkert verði gefið eftir varðandi rétt íslendinga til veiöa á úthafssvæðum. Sumarleyfislokun í frystihúsunum: í fyrsta sinn í 10 ár hjá Fiskiðjunni í fyrsta skipti í líklega 10 ár stöðvast Sskvinnsla hjá Fisk- iðjunni vegna sumarleyfa starfs- fólks. Frystihúsið á Hofsósi verður lokað í fjórar vikur í júlí og frystihúsið á Sauðár- króki verður síðan lokað í fjór- ar vikur í ágúsL Að sögn Einars Svanssonar framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar stafar þetta af erfiðri kvótastöðu og ótryggri héraefhiöflun.,,Þeg- ar þess er gætt að við höfum tap- að tveim þriðju af þorskkvótan- um á síðustu fimm árum, þá þarf enginn að unda sig á þessu", seg- ir Einar Svansson. I Fiskiðjunni hefur verið unn- ið á tveim sex tíma vöktum í sumar. Staðan verður endurmet- in þegar lengra líður á sumarið. vinnuregla hjá sjónvarpinu um meðferð efnis var brotin. Við gerðum athugasemd við þetta og eigum ekki von á öðru en okkar myndefhi verði kippt út og ann- að sett í staðinn, ætli sjónvarpið að sýna þetta myndband", segir Þórarinn Ágústsson hjá Samver á Akureyri. Upp kom ágreining- ur vegna höfiindarréttar myiulef i íis í myndbandi sem gcrt var við sigurlagið í Dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðár- króks, Skagfirska mannlífið eft- ir Björn Hannesson frá Laugar- bakka. Lagið, sem var kynning- arlag Sumarsælunnar, hefur að- eins einu sinni til þessa verið lluli í sjónvarpi. Um er að ræða myndefni úr Drangeyjarmynd sem sjónvarpið lét framleiða fyrir nokkrum árum og það var Samver á Akureyri sem framkvæmdi myndatökur en Gísli Sigurgeirsson fréttamaður sjón- varpsins annaðist þátta gerðina. „Þaó er óheimilt að nota búta úr myndum án þess aó fá leyfi við- komandi höfundaréttaraðila. Eg býst við að við hefðum veitt leyfi ef vió okkur hefði verió rætt, en svo var ekki gert. Hinsvegar var auðvelt fyrir sjónvarpið að leysa þetta mál, þar sem að myndbandið var lagt inn sem uppfyllingarefni en ekki sem auglýsingarefhi. Stofh- unin hafói því engar skuldbinding- ar gagnvart eigendurn myndbands- ins", segir Þórarinn Ágústsson. Undirbúningsnefhd Sumar- sæluviku keypti þetta myndefhi af sjónvarpinu. Þorgeir Gunnarsson varadagskrárstjóri innlendrar dag- skrárdeildar telur að þeir hjá sjón- varpinu eigi sem framleiðendur Drangeyjarþáttarins fullan rétt á sölu þess efnis og það megi alveg reikna með að myndbandið birtist aftur á skjánum einhvemtíma þeg- ar eyða skapist í dagskránni. „Að best ég veit er það ekki vegna þess- ara athugasemda sem myndbandið hefur ekki birst aftur. Við notum til- fallandi myndbönd til uppfyllingar í dagskrá. Slíkar eyður hafa verið fáar að undanfömu, líklega vegna beinu útsendinganna frá HM", sagði Þorgeir. HCTe«?Í»l h\>— Aðalgötu 24 Sawðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 ÆÞ bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundorgafa Ib 550 Sou&árkrókur Fax: 36140 Bílaviögeröir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.