Feykir


Feykir - 29.06.1994, Page 2

Feykir - 29.06.1994, Page 2
2 FEYKIR 25/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Siguróur Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttabiaða. Einbýlishús til sölu! Einbýlisió nr. 1 við Birkihlíð á Sauöárkróki er til sölu ef vióunandi tilboð fæst. Skipti á minni eign koma vel til greina. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaóur í síma 35470 og 35670. Þorbjöm Ámason lögm. Raðhús til sölu! Til sölu er raóhúsið nr. 11 vió Raftahlíó á Sauóárkróki. Um er aó ræóa fjögurra herbergja raóhús á einni hæö ásamt viðfestum bílskúr. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 35670 og 35470. Þorbjöm Ámason lögm. Aðalfundur Skjaldar Aöalfundur Skjaldar h.f. veröur haldinn í kaffistofu félagsins föstudaginn 8. júlí kl. 16,00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf (Ekki kosningar). 2. Stofnefnahagsreikningur vegna sameiningar lagður fram til samþykktar. 3. Önnur mál. I beinu framhaldi af fundinum veröur haldinn aðalfundur Skagfirðings hf. Aðalfiindur Skagfirðings Aðalfundur Skagfiröings h.f. fyrir áriö 1993 veröur haldinn í kaffistofu Skjaldar föstu- daginn 8. júlí í beinu framhaldi af aöalfundi Skjaldar h.f. Mæting hluthafa er kl. 17,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Stofnefnahagsreikningur vegna sameiningar lagður fram til samþykktar. 3. Önnur mál. Stjórnln. Friðrik ingólfsson Laugarhvammi Sjötugur 26. júraí 1994 Einn minna góðu granna í Tungusveit varð sjötugur á sunnu- daginn og mig langar að biðja Feyki fyrir fáeinar línur og þakka honum gott samstarf og nágrenni árin mín í Steinsstaðabyggð. Friðriki og Siggu í Laugar- hvammi kynntist ég strax þegar ég hóf kennslu í Steinsstaðaskóla haustið 1970. Þau bjuggu þá við ylrækt, sumarblómaeldi og tals- verða rófurækt niður í Dalsplássi en auk þess mikinn gestagang bæói af nágrönnum og frændfólki og vinum sem oft komu langar leiðir. Friðrik er hagur cins og þeir frændur flestir og oft leitaði ég til hans, sérstaklega eftir að ég hóf byggingu íbúðarhúss við Lækjar- bakka sumarið 1975. Þeir Jói í Stapa áttu stóran hlut aö því hvemig sú framkvæmd greiddist þrátt íyrir lítinn höfuðstól og ófysi húsbyggjandans til aö stofna til stórskulda. En húsið reis og varð athvarf fjölda góðra stunda og þar andaði hlýju til góðra vina og ná- granna, sem lögðu hönd að fram- kvæmdum. Friðrik safnaði liði söngglaðra karla haustið 1974, réð mig aó æfa og þannig skapaðist líflegt söngfélag, sem stundum varkall- aður Arfakór eða Friörikskór, en flestir þátttakendur höfðu ekki tekió þátt í söng áður. Næsta haust komu konur í hópinn og næstu fjögur ár starfaði svokallaður Heilsubótarkór í Lýtingsstaða- hreppi en vísnagerð og sönggleði blómstraði meðal þátttakenda. I fórum mínum er þykkt um- slag með vísum frá þcssum árum, margar skrifaðar á símakvittanir frá Mælifellsstöðinni. Utan á um- slaginu er vísa eftir þá félaga Frið- rik og Jóa frá kóræfingu 7. nóv- ember 197B. Þegar kvöldin þykja löng, þögnin svo að bresti. J.G. Heilsubótar hejjum söng og hyllutn nýja gesti F.I. Vorið 1979 lauk starfsemi kórsins en Rökkurkórinn hóf sinn feril haustió 1979 með þátttöku margra af Heilsubótarkórfélögum. Minnisstæðir eru mér hríóar- dimmir góudagar, Friðrik niðri í gróðurhúsum að sýsla við sumar- blómauppeldi, kennarinn kemur röltandi utan úr Steinsstaóaskóla eftir kcnnslu og tíminn líður með örskotshraða við rabb og ráða- gerðir. Björt vorkvöld við sumar- blómasölu með ös allan daginn og fram á kvöld. Helst vildu allir hitta þau hjón að þiggja af þeim ráð um útplöntun og garðaskipu- lag. Lengur væri gaman að rifja upp minningar, en slá skal botn, blessunar óska afmælisbami og á- gætri frú hans. Ingi Heiðmar Jónsson. Frá aðalfundi MENOR á Siglufirði Aðalfundur Menningarsam- taka Norðlendinga, Menor, var haldinn að Hótel Læk Sigluílrði 11. júní sl. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var framtíð samtak- anna til umræðu, livemig menn vilja sjá Mcnor í framtíðinni og hverju þurfi aó breyta til að sam- tökin verði virkari. Framsögu- maður var Kári Sigurðsson. Um þetta efni urðu talsverðar umræó- ur. Niðurstaða fundarins var aó tryggja þyrfti betur en nú er fjár- hagsgrundvöll samtakanna, en einnig væri orðið brýnt að sam- tökin eignuðust fastan samastað með skrifstofuaðstöðu og hefðu aðgang að starfsmanni, svo fram- arlega sem þau eigi að geta sinnt hlutverki sínu í framtíðinni, sem er að vera hvati og driffjöður menningar- og liststarfsemi á Norðurlandi. Horft er til samstarf við Gilsfélagið á Akureyri í því sambandi. Kynna þyrfti samtökin betur, m.a. fyrir nýkjömum sveit- arstjómum, og efla útgáfu- og upplýsingastarfsemi. Samtökin gefa út Menor-frétt- ir, sem koniu út skömmu fyrir að- alfund. Þar er reynt að gefa yfirlit yfir nokkuð af því helsta, sem efst var á baugi í menningarlífinu í fjórðungnum á liðnum vetri. Er blaðið prentað í Dagsprent og sent út annars vegar sem fylgirit Dags og hinsvegar sérprentaó til allra félaga í Menor, ýmissa samtaka, alþingismanna Norðurlands o.fi. Eftirfarandi ályktanir vora samþykktar á fundinum: „Aðalfundur Menor 1994 samþykkir að beina því til næstu stjómar samtakanna að leita eftir samstarfi við Gilsfélagið mcð hugsanleg afnot af skrifstofu og með sameiginlcgan starfsmann í huga. Verði stjóm Menor falið, ef til kemur, að móta í samvinnu viö stjóm Gilsfélagsins nánari tillög- ur um útfærslu þessa samstarfs, m.a. í livcrju þátttaka Menor verði fólgin, og liggi tillögumar fyrir í vetrarbyrjun. Aðalfundur Menor samþykkti einnig að fela stjóminni að gera nákvæma fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár, þar sem gert verði ráð fyrir útkomu fréttabréfs 2-4 sinnum á árinu og ráðningu starfs- manns í hlutastarf. A grandvelli þcssarar fjárhagsáætlunar verði lögð fram rökstudd beiðni um fjárframlag til þessara hluta til Ey- þings og SSNV. Stjóm Menors var endurkjörin og hana skipa: Ólafur Þ. Hallgrímsson Mæli- felli formaðurog aðrir í stjóm era Hlín Torfadóttir Dalvík, Ruth Hansen Akureyri, Kári Sigurðs- son Húsavík og Guörún Helga Bjamadóttir Hvammstanga. Sú breyting varð á varastjóm aó Margrét Jónsdóttir á Löngu- mýri kom inn í stað Sólveigar Amórsdóttur Dýjabekk, sem baðst undan endurkjöri. Aðrir í varastjóm eru: Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson Akureyri, Skarphéðinn Einarsson Blöndu- ósi, Emelía Baldursdóttir Eyja- fjarðarsvcit og Anna Helgadóttir Kópaskeri. Að lokinn sýningu var fundar- mönnum boðió á myndasýningu Örlygs Kristfinnssonar kennara og myndlistarmanns í húsi Síld- amiinjasafnins. Þar sýndi Örlygur myndir úr atvinnusögu bæjarins og rakti sögu síldaráranna á Siglu- firði. Einnig skoóuðu fúndarmenn svokallaða Roaldsbragga, þar sem verið er að koma upp sérstöku síldarminjasafhi, en stefnt er að opnun þess í næsta mánuði. Kl. 8,30 var kvöldvaka í Siglu- fjarðarkirkju með bönduöu efni í umsjón heimamanna. Þar söng kirkjukór Siglufjarðarkirkju nokk- ur lög undir stjóm organista síns, Antoníu Hevesi, sem einnig lék einleik á orgel kirkjunnar. Bjami Marínó Þorsteinsson las fram- samin ljóð, Anna J. Magnúsdótt- ir fiutti fróðlegt erindi um sr. Bjama Þorsteinsson og þátt hans í söngmennt og uppbyggingu bæj- arins. Kynnir var sr. Bragi J. Ingi- bergsson . Fundamienn áttu góð- an dag meðal Siglfirðinga, segir í tilkynningu frá Menor. Góðir áskrifendur! Vinsamlegast greióió gíróseðla fyrir áskriftargjöldum hió fyrsta. Enn eru nokkrir áskrifendur sem skulda eldri áskriftir. Þeim skal bent á aó haft þeir glataó gíróseðli geta þeir lagt upphæóina inn á reikning nr. 1660 í Búnaðarbankanum á Sauóárkróki, eða haft samband vió ritstjórn Feykis í síma 35757.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.