Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 3
25/1994 FEYKIR3 Af götunni Sláttur haf inn Ekki læddist sá grunur að tíö- indamönnum Feykis er blaðið kom út fyrir viku, að sláttur væri þá hafinn í héraðinu, enda hefur tíðarfarið undanfarið hreint ekki gefið tilefni til slíkra vangaveltna. Það mun engu að síður vera ár- visst að Stefán bóndi á Grænu- mýri í Blönduhlíð byrji helst ekki slátt seinna en kringum þjóð- hátíðardaginn og svo vareinnig að þessu sinni. Þeir er fóru hjá garði Stefáns sögðu grassprettu þar góða og því ekki of snemmsleggiö þar frekar cn endranær. Markús á Reykjarhóli hefur þær kenningar uppi að þessi mikla gróska hjá Stefáni eins og fleiri bændum stafi af mikilli notkun húsdýraáburðar. Þunn mykjan gangi vel ofan í túnin, og síðan sé einnig auðveldara fyrir þá sem einungis eru með mjólkurfram- leiðslu, að verja túnin ágangi búfjár. Kórar í upptökum Að undanförnu hafa bæði Heimir og Lóuþrælar verið að hljóðrita efni, sem væntanlega mun koma út á plötu eða geisla- diski áður en mjög langt um líður. Lóuþrælar hafa þegar lokið sér af, en upptökur hjá Heimi hófust um síðustu helgi og er búið að hljóð- rita um helming laganna. Heimismenn voru að syngja fyrir upptökur í Höfóaborg á Hofsósi sl. laugardag. Gárung- amir á Hofsósí sögðu að Þor- valdur á Sleitustöðum, formaður kórsins, hefði verið mættur snemma um morguninn til að reka burtu spóa, stelka og aðra háværa fugla, svo að þeir trufluðu ekki upptökuna, en það mun hafa borið við þegar Heimismenn hljóð- rituðu síðustu plötu sína í Argarði fyrir nokkrum árum, að söng- fuglar í nágrenninu létu í sér heyra og er Þorvaldur sagður hafa rekiö sama stelkinn í tvígang úr tún- fætinum. Þetta mun þó ekki vera ástæðan fyrir því að Heimismenn voru ekki við upptökur í Árgarði nú, heldur var sú ástæðan að félagsheimilið var frátekið vegna ættarmóts. Þá sögu háðfuglar á Hofsósi það einnig, að hrafn einn sem verpti í Staðarbjargarvíkinni mundi syngja bassann með þeim Hcimisfélögum. D f:im: Steinklumpar eiga t.d. að fara í uppfyllingu á Eyrinni. Slæm umgengni um safnhauga bæjarins Að sögn Helgu Gunnlaugsdótt- ur garðyrkjustjóra Sauðár- króksbæjar er illa gengið um safhhaugana skammt frá á- haldahúsinu, þar sem safhað er gróðurúrgangi. Nokkur brögð hafa verið að því að fólk hefur komið þangað með dót sem alls ekki má lenda þarna, svo sem steinklumpa, járnadrasl, plast og fleira. Það eru aðrir staðir í bænum sem henta betur fyrir þennan úrgang. Fólki skal bent á að steinklumpa og slíkt dót er best að fara með í haug út á eyrina norðan slátur- hússins þar sem það fcr undir fyll- ingu. Jámadót er best að fara með upp í krúsina fyrir ofan Steypu- stöðina þar sem safhhaugar eru fyrir bílhræ. Með safnhaugum fyrir gróður- úrgang er verið að leitast vió að framleiða lífræna gróðurmold. Að sögn Helgu garðyrkjustjóra ætti fyrsti haugurinn aö verða tilbúinn til notkunar næsta vor, cn ljóst er að hann verður ekki nýttur nema að hreinsa hann áður. Þar er nefni- lega i honum mikið af plastúr- gangi sem þarf að hreinsa burtu. Helga segir að mikið sé um að fólk komið meö mold í plastpok- um og losi ruslið ekki úr pokun- um heldur skilji þá eftir. Það sé ekki nóg, því plastið eyðist ekki. Það sé því nauðsynlegt að fólk losi pokana og fari með tómu pokana með sér. Vinabæjamót á Skagaströnd Þrjátíu norrænir gestir komnir til bæjarins Kominn er til Skagastrandar 30 manna hópur frá vinabæj- imum á Norðurlöndum, forset- ar bæjarstjóra í viðkomandi bæjum, bæjarstjórnarmenn og fulltrúar norrænu félaganna á- samt mökum. Á morgun hefst vinabæjamót á Skagaströnd og stendur það fram á föstudags- kvöld með viðamikilli dagskrá. Á laugardag munu forráða- menn á Skagaströnd síðan fylgja gestum sínum suður yflr Kjöl með viðkomu í Blöndu- virkjun, á Hveravöllum, Gull- fossi, Geysi og einnig verður farið um Þingvöll og þessir staðir skoðaðir. Vinabæir Skagastrandar á Norðurlöndunum eru bæir með 13-60 þúsund íbúa og Skaga- strönd því sveit eða smáþorp í samburði við þá. Vinabæirnir eru Aabenrá í Danmörku, Hönefors í Noregi, Váxhö í Svíþjóð og Lohja í Finnlandi. Dagskrá heimsóknar vinabæj- anna hefst í kvöld með boöi fyrir þá í Kántríbæ og þar verður m.a. hlýtt á Borgardætur. Á morgun (fímmtudag) veröur síðan form- leg mótsetning. Að henni lokinni verður boðið ril útsýnisferðar um nágrennið, farið fyrir Skaga, Steinullarverksmiðjan á Sauðár- króki skoðuð, einnig væntanlega Hitaveita Sauðárkróks, síðan verður haldið heim til Hóla og þaðan farið í Varmahlíð þar sem ferðalangarnir munu fá í svanginn og hlýða á söng Jóhanns Más Jó- hannssonar. Dagskráin á föstudag mun hefjast með skoðunarferð um Skagasrönd og síðan veróur um- ræðufundur um umhverfismál, þar sem að Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neyti mun hafa framsögu. Eftir hádegið verður svo efnt til svo- kallaðs útivistardags. Gefst þá gestunum m.a. kostur á að fara í golf, reiðtúr, siglingu á bátum eða í silungsveiði. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður þar sem vina- bæjarmótinu verður formlega slit- ið. Eins og sjá má á þessari upp- talningu er um glæsilega dagskrá að ræða og vonandi að veðurguð- irnir verði hliðhollir Skagstrend- ingum og gestum þeirra. Gripahúsaeignedur vilja afturfrest Gripahúsaeigendur hafa óskað eftir því að frestað verði gild- istöku banns viðskepnuhaldi á deiliskipulögðum svæðum í bænum, sem ganga á í gildi nú l.júlí. Þetta bann átti að ganga í gildi sl. sumar en gripahúsaeigendur fengu því þá frestað. Á fundi bæjarráðs nýlega var samþykkt að Björn Sigurbjömsson og Stefán Logi Haraldsson ræddu við eigendur gripahúsanna ásamt bæjarstjóra. Skagfírðingar! Föstudaginn 1. júlí n.k. höldum við upp á 30 ára afmæli útibús Búnaðarbankans á Sauðárkróki. í tilefni dagsins bjóðum við upp á kaffi og meðlæti. Ókeypis myndataka í debetkort allan daginn. Allir hjartanlega velkomnir. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS Útibúið á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.