Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 25/1994 Listamennimír ungu Sverrir Bergmann Magnússon og Pálmi Jónsson við listaverkið sem þeir mál- uðu á Skjaldarhúsið. Eins og sjá má er þetta mjög gáskafullt og líflegt verk, og handbragðið hlýtur að teljast fagmannlegL Þessi mynda á eftir að gleðja augu hamarverkamanna um ókomin ár. Aðstandendur Sumarsæluvikunnar: Telja aðsóknina sýna að hátíðin hafi heppnast vel Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið Sumarsæluvik- unni hagstæðir telja aðstand- endur hátíðarinnar að aðsókn á einstaka dagskrárliði hafi verið góð, og nokkuð vel hafi tekist til, þótt alltaf megi gera betur, og ýmsan Iærdóm sé hægt að draga af framkvæmd hátíðar- innar að þessu sinni, sem kemur sér sjálfsagt vel þegar sú næsta verður undirbúin. „Og þrátt fyrir að ekki viðraði betur var maður var við þónokkurn fjölda aðkomufólks í bænum og út- lendingarnir létu líka sjá sig. Ég held að aðsóknin á hina ýmsu dagkrárliði sýni að við megum vel við una", segir María Björk Ingvadóttir sem sætí áttí í und- irbúningsnefnd Sumaræluvik- unnar. Aðsókn á sýninguna með verkum Sölva og Bólu-Hjálmars í Safhahúsinu hefur verið frábær. Á mánudag voru um 900 manns búnir að sjá sýninguna en hún hefur verið framlengd um óákveð- inn tíma. Aðsókn var góð á fortíð- arkvöld þar sem fjallað var um þessa tvo snillinga, sem og á klassískt tónlistarkvöld í íþrótta- húsinu. Einnig var vel látið af sýningu Leikfélags Sauðárkróks, Við eigum minningar. Nokkuð fjölmennt var á bryggjuhátíð á fimmtudagskvöld- inu. Þar var m.a afhjúpað lista- verk sem tveir ungir listamenn höfðu málað utan á Skjaldarhúsið og tengjast fiskinum og því sem skagfirskt er. Ahafnir Drangeyjar og Hegraness sem komið höfðu heim nóttina áður úr ævintýralegri veiðiferð á Svalbarðasvæðinu fengu afhent heiðurskjöl frá Starfsmannafélagi Fiskiðjunnar, í tilefni hetjulegrar baráttu á Sval- barðasvæðinu í þágu íslendinga. Stúlkur dönsuðu upp á sitfhvorum olíutankanum við höfnina og fé- lagar úr Björgunarsveitinni Skag- firðingasveit settu á sviö Flóabar- daga. Óvænt atriði voru einnig á dagskrá á bryggjuhátíðinni og einnig var boðið upp á sjávarrétta- súpu. Fjöldi dansara í bæinn Það var engu líkara en geð- vonska veóurguðanna færðist enn frekar í aukanna þegar 150 dans- ara héðan og þaðan af landinu mættu til bæjarins á fimmtudags- kvöld og allan föstudaginn helli- rigndi og hitastig var lágt. Fyrir fáklædda dansara var ekkert gam- anmál að ferðast milli bæjarhluta en krakkamir létu það ekkert á sig fá. Stunduðu æfingar að kappi all- an föstudaginn og um kvöldið var Varðeldur í dagskrá við sólstöður í Víðidal. Mynd/ EA. Bjartar nætur drógu að fjölda fólks „Þátttakan var bara mjög góð. Það voru 3-400 manns sem komu á hvern stað, ekki bara heimafólk heldur þónokkuð af aðkomufólki, þannig að ég held við getum ekki verið ann- að en ánægð. Þetta slapp líka ótrúlega vel með veðrið. Það var ekki nema einn dag sem veðrið var virkilega slæmt og við þurftum að flytja dag- skrána inn. Það var á föstu- deginum í Miðfirðinum. Þá þurfti að flytja dagskráratrið- in inn í félagsheimilið Ás- byrgi", sagði Sigríður Gróa Þórarinsdóttir ferðamálafull- trúi og starfsmaður Hagfélags- ins á Hvammstanga um hátíð- ina Bjartar nætur sem er nýaf- staðin. Sigríður sagói að þrátt fyrir að stílað hefði verið á öll dagskrár- atriöi utanhúss, hefði verið gert ráð fyrir að hægt væri að flytja þau inn ef veður brigðist. Það þýddi ekkert annað en viðhafa slík vinnubrögð á þessu landi. „En viö vorum svo heppin með að yfirleitt var úrkomulaust þar sem hátíóin var haldin í hér- aðinu. Þannig var það t.d. á Vats- nesinu á mánudagskvöldið og í Víðidalnum á þriðjudeginum", sagði Sigríður Gróa. Hún sagðist ekki geta gert upp á milli hvar hefði heppnast best með hátíðarhöldin. En það var t.d. mikið fjölmennin á Vamsnesinu og þar var snætt af hlaðborði í Hamarsbúð. Búið var að koma fyrir við réttina stóru tjaldi sem ungmennafélagið Kormákur á og var tjaldið notað sem matstofa fyrir þá sem það vildu. Dagskráin í Víðidal_ á þriöjudag endaði á Stóru-Ás- geirsá, þar sem var grillveisla, tónlist, leikir, glens og gaman. Héraðshátíðin Bjartar nætur stóð alla síðustu viku og fóm dag- skráratriðin fram um allt héraðið. sýning í íþróttahúsinu. Varhún á- gætlega sótt og vel heppnuð að mati þeirra er að Danlist '94 stóðu. Þama tóku þátt tveir hópar frá Sauðárkróki, auk dansara frá Húsavík, Höfn í Homafirði. en flestirkomu af höfuðborgarsvæð- inu, frá Listdansskóla ríkisins, Djassballettskóla Báru, Dansstúd- íói Sóleyjar, Kramhúsinu og Danshópi Ónnu Rfkharðsdóttur. Sumarsæluvikunni á Sauðár- króki lauk með Galakvöldi á Hót- el Áningu og skemmtun og dans- leik í íþróttahúsinu. Upphaflega átti galakvöldið einnig að vera í í- þróttahúsinu, en vegna þess hvað fólk var seint að taka við sér var horfið til þess að færa það í Hótel Áningu. Matargestir urðu samt tæplega 100, en á fimmta hundrað manns er talið hafa verið á dans- leik í íþróttaliúsinu um nóttina. A íþróttavellinum fóru fram á laugardag þrír leikir í Norðurlandamótí stúlkna í knattspyrnu. Hér eigast Danir og Finnar við. Hér kemur lið Kolbeins unga að landi eftir frækilegan sigur í Flóabardaganum. Þeir sögðust hafa haft nægt grjót í bátnum, en grænmetisbirgðirnar hefðu dugað betur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.