Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 5
25/1994 FEYKIR5 Fjölmenni gerði sér ferð í stórveislu á Skagann Þeir voru margir sem lögðu leið sína út á Skagann sl. sunnudag, þar fór fram svokallaður Skaga- dagur su marsælu vikunnar. Um 250 manns komu í fiskihlað- borð í félagsheimilinu Skaga- seli, þar sem framreitt var fisk- meti er Skagabændur höfðu veitt og framleitt og það var meistarakokkurinn Rúnar Mar- vinsson sem hafði umsjón með hlaðborðinu. Stangveiðifélag Sauðárkróks hélt veiðidag fjöl- skyldunnar á Skaganum og komu margir til að veiða í vötn- iiiium á Skagamim, en boðin var óskeypis veiði í Ölvesvatni, Hörknárvatni, Kelduvíkur- vatni, Steinatjörn, Neðstavatni og Kolluvatni. Skagadagurinn hófst með messu. Til stóð að messa á Ketu- björgum, en vegna lágs hitastigs var messan flutt í kirkjuna í Hvammi. Um 100 manns sótti messuna, fjöldi sveitafólks og gesta, þar á meðal Drangeyjarkór- inn sem staddur var í héraðinu. Að lokinni messunni komu marg- Magnús Sigmundsson tónlistarmaður lék og söng nokkur lög fyrir matargesti, sem renndu kræsingunum af fiskihlaðborð- inu Ijúflega niður. Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson hafði Ingólf Sveinsson bónda í Lágmúla sér til aðstoðar við eldamennskuna. Hér er Rúnar með bakaðan saltfisk með suðrænni sveiflu á pönnunni. ir vió í Skagaseli og fengu sér há- degismat þar. Síðan var stöóug umferð allan daginn í fískihlað- borðið, en þar var m.a. boðið upp á skagfirska tindabikkju, heil- soðna bleikju úr Urðarselstjörn, saltfískþjöppu, kryddlegna ýsu, steikta grásleppu, bakaðan saltfisk með suðrænni sveiflu, smálúðu elegant, grafin silung úr Ölves- vatni og sitthvað fleira. Með Rúnari Marvinssyni var einnig á ferðinni Magnús Sig- mundssson tónlistarmaður og trú- bador. Magnús söng og lék nokk- ur lög, ísland er land þitt og fleiri ættjarðarlög ásamt lögum af nýjasta geisladisk sínum, og fékk að launum mikið klapp og lof gesta í Skagaseli. Skagadeginum lauk síðan með vorballi Búnaðar- félags Skeflunga í Skagaseli. Var það ágætlega sótt og skemmti fólk sér vel. Eins og sjá má var hlaðborðið hiðglæsilegasta Nýtt byggðamerki Torfalækjarhrepps Hreppsnefnd Torfalækjar- hrepps hefiir tekið upp byggða- merki fyrir hreppinn. I merk- inu eru þrjú tákn sem tengjast sveitinni: Reykjanibba sýnd með hvítri línu, gullsteinn í svörtum lit og stökkvandi lax í hvítum lit. Höfundur merkis- ins er Guðráður Jóhannsson á Beinakeldu, en oddvitinn Er- lendur Eysteinsson á Stóru- Giljá, hafði frumkvæði að gerð þess. I nýútkomnum Sveitarstjóm- armálum segir í frétt um merkið að hreppsnefndin hafi samþykkt það á síðasta ári, en beðið með að kynna það uns séð varð hvort af sameiningu hreppa í Austur - Húnavatnssýslu yrði á árinu. I samþykkt hreppsnefndar um merkið segir m.a: „Byggða- merki Torfulækjarhrepps skal vera skjöldur í hvítri og svartri umgjörð með fjórum innbyggó- um litum. Blái liturinn er litur himins, fjarlægðar og vatns, grænn litur táknar samfellda gróðurtorfu sveitarinnar, sem vísar til Kolkumýra sem nefnd- Guðráður á Beinakeldu er höfundur merkisins. ar voru eftir landnámsmannin- um Þorbirni Kolku. Eins og áður segir er í merk- inu Gullsteinn einn þriggja tákna í því er tengjast sveitinni. Við Gullstein tók Konráð bóndi á Stóru-Giljá fyrstur íslendinga kristna trú af syni sínum Þor- valdi víðförla og Friðriki biskupi afSaxlandiáróið981. g^áttk M M 1 m • *m ^* ***i ^ IL; k ^t^^u^mm^^wm\mm •^gt8T- ¦§$ S&t-lMf^ 1 ÞfÍfö T ''"^SÍ ¦^^ m r "T^-í^-i . i Þeir veiddu vænstu fiskana á veiðidegi fjölskyldunnar. Gunnar A. Gunnarsson t.v. veiddi þann stærsta, rúmlega tvö pund og hlaut að lau i n ii 11 fimm þúsund króna ávísun l'rá Stangveiðifélagi Sauð- árkróks. Ingimar Hannesson í miðið fékk þann næst stærsta og Gísli Kristjánsson kom næstur. Tveir stærstu fiskarnir veiddust í Hörknárvatni, en fiskur Gísla í Kolluvatni. Talið er að um 50 veiðimenn hafi tekið þátt í veiðidegi fjölskyldunnar á Skaganum. *£»S. Á SAUÐÁRKRÓK! Lausar stöður við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki Laus er til umsóknar 50% staða hjúkrunarfræóings til að kenna hjúkrunar- fræði á næsta skólaári. Þá er einnig auglýst eftir stundakennara til aó kenna myndmennt 4-8 stundir í viku. Umsóknarfrestur er fjórar vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Umsóknir sendist skólameistara sem veitir nánari upplýsingar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.