Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 25/1994 hagyrðingaþáttur 167 Heilir og sælir lesendur góöir. Það er Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sem byrjar þáttinn að þessu sinni. Eftir lestur síðasta þáttar yrkir hann svo. Oskar glettur góðar kann geðs með réttum hótum. Andans fléttur iðkar hann oft á léttum nótum. I mars sl. þegar borgarmálapólitíkin tók á sig nýjar myndir, orti Rúnar svo. Hœgri klíkan hrœslugjörn haldinfári mörgu, mœldi núll á Markús Örn móti Ingibjórgu. Og önnur kemur hér um sama efni og hefur Rúnar þar reynst sannspár. Markús Örnfrá völdum vék vildi fara í hvelli. Ihaldið þar leikinn lék sem leggurþað að velli. Síðan kemur „grindarsnúningsvísan" að hætti Sigurðar Hafstað. Hœlatinda húsdýr enn hylla syndarnúning. Tœla lyndis Ijúfa menn leika grindarsnúning. Þegar Bretar tóku togarann Rex (áður Arnar frá Skagaströnd) og færðu hann til hafnar urðu til eftirfarandi vísur hjá Rún- ari. Málin þyngjast, vandinn vex verðurflest að meini. Breskiflotinn rœndiRex reis á móti Sveini. Það mun honum þó til tjóns þetta skip að góma. En árœði hins enska Ijóns er því mjög til sóma. Þá langar mig að koma þeirri orðsend- ingu til Sigmundar Jónssonar bónda á Vestara-Hóli í Fljótum að hann verði svo vinsamlegur að senda mér nokkrar vísur fyrir næsta þátt. Ekki kann ég að nefna höfund að næstu vísu. Loks erþögn, hún allt skal erfa oftast jarðlífvarir skammt. Okkar bíður allra að hverfa áfram lífið heldur samt. Önnur vísa kemur hér í svipuðum dúr og mun höfundur hennar vera Skúli V. Guðjónsson. Þegar œvisól er sest segl og reiðifuin, held ég gröfin geymi best gömul bein og lúin. Þá má vel bæta einni við eftir Eirík Einarsson frá Hæli. Síguryfir heiminn húm herra náðargjarni. Ljáðu hentugt legurúm lífsins tökubarni. Næstu tvær vísur held ég að séu eftir Þormóð B. Pálsson frá Njálsstöðum. Fer að verða stutt ístans streymir tíminn hraður, stígur lífsins lokadans lúinn fórunmður. Þegar hrökkva heimsins bönd hvað semfólkið skrafar, get ég réttþér hlýja hönd hinum megin grafar. Talsvert hefur gengið á nú undanfarið hjá krötum eins og stundum áður. Má með sanni segja að vel sé við hæfí að rifja upp eftirfarandi vísu. Ekki er happaleiðin Ijós, linast apparatið, þó að kappar rauða rós reki íhnappagatið. Þaó mun hafa verið um svipað leyti og Jón Baldvin klofaði á milli kjördæma og spurði kjósendur hver ætti ísland?, sem ég heldaðBöðvarGuðlaugsson hafiortsvo. Nú er kátt í koti hjá krötum hér á Fróni. En œtliþeir lifi lengi á loftinu íhonumJóni. Fram kom hjá Óskari Sigurfinns í síð- asta þætti athugasemd vegna fyrirhugaðs banns á notkun á nef- og munntóbaki. Kristján H. Benediktsson lætur sitt álit í ljós með eftirfarandi vísu. Eg heldþað sé skoðun og hugsunin mín að hér myndi ei leysast neinn vandi, þótt banni þeir tóbak og brennivín bœði á sjó og landi. Næst kemur vísa sem ég held að sé eftir Gísla Stefánsson í Mikley. Tildrög hennar munu vera þau að einhverju sinni er ball var haldið á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð (Héðinsminni), var þar stadd- ur Pétur Jónsson þá nýkominn frá Amer- íku. Mun athygli samkomugesta hafa beinst nokkuð mikið að honum sem von- legt var og margir viljað ræða við hann. Hérna úti í eyjunum ég erfalinn gleymsku, meðan Pétur meyjunum miðlar vesturheimsku. Þá er gaman að heyra næst vísu eftir Kára frá Valadal. Kœtir lundu kveðið mál kosta erfundið gaman. Ég hefstundum öls við ál orðin bundið saman. Það er Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka sem yrkir svo um vormorg- un á Stóra-Vatnsskarði. Vakna hlýjar, helgar kendir hefjum lofog þakkargjörð, þegar geisla sína sendir sólin yfir Skagafjörð. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Af rakstur norðvestanliðanna slakur um helgina: Aðeins Hvöt sigraði Hvöt bar sigurorð af HSÞb í leik sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Önnur lið af svæðinu töpuðu sínum leikjum: Þrymur 2:4 gegn Geislanum á Hólmavík, Neisti 1:3 gegn SM á Hofsósi og KS 1:4 á móti Magna á Grenivík. Hvöt var mun betri aðilinn í leiknum gegn HSÞb, en Hvatar- mönnum tókst samt sem áður ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Það var síðan Sveinbjöm Ásgrímsson sem tók til sinna ráða og skoraði þrjú glæsileg mörk í seinni hálf- leiknum, áður en Þóri Þórissyni tókst aö minnka muninn fyrir Þingeyinga. Neisti fór flatt í leik sínum gegn SM. Neistamenn voru öllu sterkari aðilinn í leiknum en það dugði ekki til. Það sem gildir er víst að skora mörkin og það nýttu SM menn í þau fáu skipti sem þeir komust upp að marki Neista, en Hofsósingar voru ekki að sama skapi jafn glúrnir hinum megin. SM náði forustunni í fyrri hálfleik, en Magnús Jóhannesson jafhaði þegar um stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. SM-menn skoruöu síðan tvisvar á síðasta stundarfjórðungi leiksins og unnu öruggan sigur. Þrymsmenn voru sprækari að- ilinn í fyrri hálfleik á Hólmavík. Staðan í leikhléi var 2:2 og skror- aði Orri Hreinsson bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum. I seinni hálfleiknum náðu síðan Geisla- menn yfirhöndinni og skoruðu þá tvö mörk. Magnamenn byrjuðu vel gegn KS-ingum og það var fimm mín- útuna kafli seint í fyrri hálfleikn- um sem gerði útslagið. Þá skoruðu Magnamenn þrjú mörk og höfðu fyrr í hálfleiknum skorað eitt, þannig aö staðan í leikhléi var 4:0. Siglfírðingar fengu rönd við reist í seinni hálfleiknum og skorðu þá einu sinni, Steingrímur Om Eiös- son skoraði það mark. Staðan í Norðurlandsriðli 4. deildar er þá þannig, að Magni er efstur með 18 stig, KS og SM eru með 16, Hvöt með 15 stig, Kor- mákur 10, HSÞ b og Neisti með 6 stig hvort félag, Geilsinn með 4 stig og Þrymur 3 stig. KS er með örlítið betra markahlutfall en SM og er því í öðru sæti deildarinnar. Fysti sigur Tindastóls í höfn Dalvíkingar lagðir af velli 2:1 í norðannepjunni á föstudagskvöldið Tindastóll sótti þrjú dýrmæt stig til Dalvíkur á föstudags- kvöldið og hefur með þessum fyrsta sigri sínum í deildinni náð að lyfta sér aðeins á töfl- unni. Það var svo sem ekkert tilhlökkunarefni að leika knatt- spyrnu á föstudag, þegar hríð- aði niður í miðjar hlíðar á Norðurlandi, en Tindastóls- menn stóðust þessa karl- mennskuraun og héldu ánægð- ir heim að leik loknum. Þetta var annars leikur sem gat í rauninni farið á hvern veginn sem var og það var á elleftu stundu sem Tindastælingar innbyrtu stigin þrjú. Tindastólsmenn fengu óska- byrjun í leiknum þegar hom- spyma Grétars Karlssonar reynd- ist vísir að marki. Boltinn hrökk í þverslána neðanverða og Bjöm Sigtryggsson reyndist réttur mað- ur á réttum stað og ýtti boltanum inn fyrir línuna. Tindastóll var betra liðið í fyrri hálfleiknum og minnstu munaði að Króksurum tækist að bæta við öðru marki þegar Hilmar Hilmarsson átti skot í stöng seint í hálfleiknum. Dæmið snérist við í seinni hálfleiknum. Þá sóttu Dalvíkingar mun meira, en Tindastólsvömin stóð oftast fyrir sínu. Hún gaf þó heimamönnum dauðafæri um miðjan hálfleikinn og hreint ótrú- legt að þeir skyldu ekki nýta það. Mjólkurbikarinn 32-liða úrslit! Sauðárkróksvöllur í kvöld: Tindastóll - Þróttur R Komið og sjáiö spennandi leik og hvetjiö ykkar menn! Stjómin. Þegar um sjö mínútur voru til leiksloka náðu síðan Dalvíkingar að jafha og var megn rangstöðu- fnykur að því marki. Tindastóls- menn lögðu samt ekki árar í bát og voru ákveðnir í að knýja lram sigur. Það tókst fjórum mínútum síðar þegar Gunnar Gestsson skoraði með skoti af stuttu færi eftir að Peter Pisanjuk hafði skall- að í stöngina. Ámi Stefánsson þjálfari Tinda- stóls gerði þá breytingu á upp- styllingu liðsins, að færa Peter Pisanjúk í stöðu liðsstjómanda á miðjunni og Gunnar Gestsson í stöðu aftasta vamarmanns. Þetta virtist skila árangri þegar á heild- ina er litið. Næstu leikur Tindastóls er í kvöld gegn Þrótti Reykjavík í 32j liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ. I deildinni leikur Tindastóll næst gegn Hetti frá Egilsstöðum. Báð- ir þessir leikir fara fram á Krókn- um. Tindastóll er nú í 7. sæti ann- arrar deildar, skammt á eftir 2-3 liðum, með sex stig. Höttur er í 8. sæti meö 4 stig, en Dalvík og Haukar reka sem fyrr lestina með aðeins 1 stig.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.