Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 7
25/1994 FEYKIR7 Einn fjögurra ilokka Eilífsbúa á mótinu. Efri röð frá vinstri: Valdimar Pétursson, Emil Dan Brynjólfsson og Þórdís Braga- dóttir. Neðri röð: Guðný Erla Steingrímsdóttir, Fríður Finna Sig- urðardóttir og Elísabet Kjartansdóttir. Eilífsbúar á skáta- móti við Úlfljóstvatn í tilefni af 50 ára afmæli lýð- veldis íslands var haldið skáta- mót á Úlfljótsvatni dagana 22.- 26. júní sl. á vegum Skátasam- bands Reykjavíkur, undir yfir- skriftinni „Vertu með". Alls voru um 500 þátttakendur á mótinu en talið er að um 700 manns hafí verið á svæðinu á laugardeginum, en þá var opinn heimsóknardagur, sem endaði með grillveislu og kvöldvöku með varðeldi. Frá Skátafélaginu Eilífsbúum á Sauðárkróki fóru alls 33 þátttak- endur á aldrinum 11-15 ára. Þótti það mjög góð þátttaka miðað við stærð félagsins, en í því eru skráð- ir um 70 félagar. Var þeim skipt í fjóra flokka, sem unnu saman að undirbúningi mótsins og skilaði sá undirbúningur sér vel, þar sem allir flokkamir fengu viðurkenn- ingu fyrir þátttöku í dagskrárlið- um mótsins. Einn af þeim liðum var svokallað „Hike", sem er fimm tíma gönguferð og í þeirri ferð átti að leysa ýmiss verkefni sem öll tengjast náttúmnni og notkun korta og ártavita. Hópurinn vann mjög vel sam- an í heild sinni, sem sannast best á því að Eilífsbúar fengu hin eftir- sóttu verðlaun frá mótsstjóm fyr- ir bestu tjaldbúð mótsins. Fararstjórar era mjög ánægðir með frammistöðu Eilífsbúa og alla framkvæmd mótsins og vilj- um við þakka skátunum og for- eldrum þeirra fyrir mjög góða samvinnu. Má geta þess hér að foreldrar unnu mjög vel með fé- laginu að hátíðahöldum á 17. júní sl. til fjáröflunar fyrir þetta mót og annað mót sem 12 skátar frá Sauöárkróki fara á í Danmörku 15.júlínk. Fararstjórar. Eilífsbúar fengu hin eftirsóttu verðlaun frá mótsstjórn fyrir bestu tjaldbúð mótsins. Hér er heiðursfélagi Eilífsbúa, Frank Mikkelsen við fordyri tjaldbúðanna, Hegranesþings. Ökeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þús. km, mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Heimilishjálp! Vantar þig heimilishjálp? 18 ára stúlku er stundar nám við Fjölbrautaskólann vantar hús- næði næsta skólaár. Vill gjaman vinna fyrir leigunni með heimilishjálp. Er vön barna- pössun og almennum heimilis- störfum. Reyki ekki. Upplýs- ingar í síma 95-27125 (Mæja). Súgþurrkunarblásari! Súgþurrkunarblásari óskast. Upplýsingar í síma 35225. íbúð óskast! Systur, 16 og 17 ára, óska eftir lítilli íbúð eða stóm herbergi með eldunaraðstöðu til leigu næsta Stærsti laxinn úr Blöndu í 20 ár , Jú þetta var mikið högg þeg- ar fiskurinn tók og hann byrj- aði mótspyrnuna með allmiklu viðbragði. Maður var óneitan- lega orðinn þónokkuð þreytt- ur þegar hann hafðist á land, enda þurfti ég að hlaupa upp í brekkuna nokkrum sinnum til að koma í veg fyrir að honum tækist að skorða sig bak við steina neðan við flúðirnar í ánni. Það gera þeir stundum til að reyna að losa sig", sagði Gunnar Pétursson bæjarverk- stjóri á Króknum sem nýlega fékk nærststærsta laxinn er komið hefur upp úr Blöndu, en samkvæmt upplýsingum Feykis veiddist 25 punda fisk- ur í ánni fyrir rúmum 20 árum. Fiskurinn sem Gunnar fékk á toby-spún var 24 pund að stærð, gríðarlegt ferlíki. Klukkan var átta að kvöldi mióvikudagsins 15. júní þegar sá stóri beit á og það tók Gunnar 15-20 mínútur að landa fiskinum. „Þetta var á Breiðunni að norðanverðu rétt fyrir neðan flúðimar í ánni. Ég þurfti náttúrlega að marggefa lín- una út til að þreyt'ann, en þetta gekk ágætlega. Þetta er sá langstærsti fiskur sem ég hef nokkurn tíma fengið í Blöndu. Þeir stærstu hingað til hafa verið svona um 15 pund", sagði Gunn- ar, sem fékk tvo fiska þennan dag í Blöndu, hinn var 11 punda. Veiöi í Blöndu hefur verið mjög góð og lofar góðu fyrir sumarið. Um helgina höfðu veiðst 222 fiskar sem er liðlega helmingur veiðinnar í fyrra. verur. Skilvísum greiðslum og reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 22785. Vitni óskast! Þriðjudaginn 21. júní sl. milli kl. 16 og 17 var ekið eða bakkað aftan á Subaru station MS 381, á bifreiðastæði við Skagfirðinga- búð. Vinsamlegast hafíð samband í síma 35753. Barnagæsla! Halló! Stelpur á aldrinum 18-24 ára, hafið þið gaman af börnum? Langar ykkur að losna úr snjónum og kuldanum í verur? Níu mánaöa stelpu og tveggja ára strák vantar bamapíu frá semtembermánuði nk. Ef þið hafi áhuga, skrifið þá til: RHH C/O FLORES PEASEO DE LOS SAVCES 14 CHALET 21 URB-MONTERPINCIPE BOADILLA DEL MONTE 28668 MADRID ESPANIA Seglbrettakennsla! Verðum með seglbrettakennslu á Sauðárkróki á næstunni ef næg þátttaka fæst. Skráning í síma 95- 24528. Erum á Eddu-hótelinu á Húnavöllum. Aðalfundur Feykis hf Aóalfundur Feykis hf veröur haldinn í Safnaöarheimilinu á Sauóárkróki miövikudaginn 13. júlí nk. kl. 17,00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Bændur! Bændur! I Fyrir- liggjandi fóðursíló, 6 rm. að stærð, úr trefja- plasti. ©VÉLAVAL 560 Varmahlíð, sími 38118

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.