Feykir


Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 29.06.1994, Blaðsíða 8
29. júní 1994,25. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláöu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími35353^4 isi«i* Banki allra landsmanna Áheyrendur hlýða á söng Heimis úr brekkunum við Staðarbjargarvík. Fjölmenni á Hofsósi um helgina Velheppnuð Sumarsæluvikuhelgi Handan Vatna Hestamenn úr Svaða riðu niður gilið fyrir ofan Pakkhúsið og á eftir þeim kom gamli mjólkur- billinn í hægðum sínum. Á brúsapalli hans stóð Drangeyj- arkórinn og söng lagið um Bjössa á mjólkurbílnum. Þannig hófst sumarsæluviku- helgin á Hofsósi á föstudags- kvöld. Gestkvæmt var á Hofsósi um helgina og var greinilegt að fólk skemmti sér mjög vel á pakkhúsloftinu. Þá kom fjöldi manns til að hlýða á karlakór- inn Heimi syngja í Staðarbjarg- arvíkinni. Sá viðburður vakti greinilega forvitni og áhuga fólks. Það var fjölmenni á Pakkhús- loftinu á föstudagskvöldið, nánast „pakkað". Fólk var yfir sig ánægt með þá skemmtun sem það varð þar aönjótandi. Drangeyjarkórinn söng undir stjóm Snæbjargar Snæbjamardóttur og því næst flutti Ami Tryggvason leikari draugasögu og gamanmál. Þá sungu og léku systkinin frá Artún- um. Að lokinni þessari dagskrá var efht til fjöldasöngs og var mjög almenn þátttaka í honum. Boðið var upp á fomar veitingar i Pakkhúsinu, hákarl og brennivín, og var hákarlinn látinn ganga ó- sparlega. Skemmtunin var síðan endurtekin á laugardagskvóldið og var þá hárt í það eins margt eins og kvöldið áður. Veðurguðimir voru tiltölulega mildir Handan varna á laugardags eftirmiðdag er Karlakórinn Heimir söng í Staðarbjargarvík. Fjöl- mennni var mætt til að fylgjast með og hlýða á sönginn, líklega vel á þriðja hundrað manns. Með- al annars var fólk á tveim bátum að hlýða á kórinn frá sjó. Kórinn söng nokkur af sínum þekktustu lögum og fékk mikið klapp fyrir. Það var gestkvæmna á Hofsósi um helgina en Nefndin Austan Vatna hafði þorað að vona og ljóst er að Hofsósingar og gestir þeirra mega vel við una sinn skerf af Sumarsæluviku. Nítján umsónir um bæjarstjórastöðuna Umsóknarfrestur um stöðu bæjarstjóra á Blönduósi, sem nýlega var auglýst, er runnin ÚL Nítján umsóknir bárust um star&ð. Umsóknimar voru kynntar bæjarfulltrúum á bæjarstjórnar- fundi í gær. Pétur Amar Pétursson forseti bæjarstjómar segir að mál- ið verði nú unnið áfram, en ó- mögulegt sé að segja til um hvenær nýr bæjarstjóri yrói ráöinn á Blönduósi. Þjófavarnakerfið virkaði vel í Vísi Aðfaranótt síðasthðins laugar- dags var brotist inn í verslunina Vísi á Blönduósi. Þjófavarnar- kerfi sem komið hafði verið fyrir í búðinni fyrir tæpum mánuði virkaði vel og er nánast einskis saknað úr búðinni. Þegar bjöllurnar fóru af stað, virðist sem að sá er innbrotið framdi, hafi ekki verið lengi að yfirgefa húsið, því þusundkrónur er geymdar vom í búðarkassa voru ósnertar. Aðeins hafði verið hróflað vió sælgæti í búðinni en lítils af því saknað. Lögreglan fann skömmu síðar mann er grunaður var um innbrotið. Maóurinn hefur hinsvegar neitað öllum sakargiftum. Hafnarnefnd: Kona kosin Á fundi Hafharnefhdar Sauð- árkróks bar það til tíðinda að kona var kosin í nefhdina. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona er kosin í hafnamefhd Sauðárkróks. Það var Herdís Sæm- undardóttir (B) er hlaut kosningu, en Herdís fylgdi því einmitt fast eftir á sínum tím að jafnrétt- isnefnd yrði komið á í bænum. Miklar breytingar í oddvitastöðum: Fimm nýir í Skagf irði og jafnmargir í Húnaþingi Miklar breytingar hafa orðið í stöðum oddvita í Skagafjarðar- sýslu í kjölfar hreppsnefndar- kosninga í vor. I SkagaSrði eru komnir nýir oddvar í fimm sveitahreppum af tíu. Minni breytingar eru á oddvitum í I liinavat i issýslum, í vestur sýsl- unni eru þrír nýir oddvitar og tveir í Austur-Húnavatnssýslu. Anna Steingrímsdóttir hús- freyja í Þúfum tekur við oddvita- starfi í Hofshreppi af Stefáni Gestssyni á Amarstöðum, Har- aldur Jóhannesson bóndi í Enni í Viðvíkurhreppi tekur við af Birgi Haraldssyni á Bakka, Valgeir Bjamason kennari á Hólum er nýr oddviti í Hólahreppi, tekur við af Trausta Pálssyni, Símon Traustason bóndi í Ketu í Rípur- hreppi leysir af hómi Ama Gísla- syni í Eyhildarholti og Ingibjörg Hafstað kennari og húsfreyja í Vík verður odddviti Staðarhrepps í stað Þorsteins Ásgrímssonar á Varmalandi. Þorsteinn var einnig oddviti héraðsnefhdar og er óljóst hver tekur við því starfi. Valur Gunnarsson er nýr odd- viti á Hvammstanga, tekur við af þeim Hilmari Hjartarsyni og Guðmundi Hauki Sigurðssyni. Þorsteinn Helgason á Fosshóli tekur við oddvitastarfi í Fremri- Torfustaðahreppi af Eggerti Páls- syni á Bjargshóli. I Ytri-Torfu- staðahreppi er einnig nýr oddviti. Stefán Böðvarsson á Mýmm leysir Jóhannes Bjömsson á Laugarbakka af hólmi, en Jó- hannes var síðastur í röð þriggja manna ergegndu þessu embætti á síöasta kjörtímabili. Adolf H. Bemdsen er nýr odd- viti á Skagaströnd, tekur við af Sveini Ingólfssyni. I Svínavatns- hreppi hættir Sigurjón Lámsson á Tindum og Jóhann Guðmunds- son í Holti tekur við. Frestað var oddvitakjöri í Torfalækjarhreppi á dögunum, en líklegt er talið að Erlendur Eysteinsson á Stóru- Giljá verði áfram oddviti í hreppnum. Oddvitinn Ég er ennþá fastur í sessi. Gæðaframköllun BKYITcJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.