Feykir


Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 1
6. júlí 1994, 26. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra raísjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Á dögunum var í heimsókn á Sauðárkróki skólalúðrasveit og dansarar frá Kongsbergi vinabæ Sauðárkróks í Noregi. Hljómsveitin lék víða um bæinn sl. föstudag. Byrjaði göngu sína við Villa Nova nyrst í bænum og endaði suður við Skagfirðingabúð. Hér eru dansararnir og hljómsveitin á leið frá Bókabúð Brynjars að Búnaðarbankanum við Faxatorg, en útibúið átti 30 ára afmæli þannan dag eins og fram kemur í frétt á annarri síðu blaðsins í dag. Brimvarnagarðurinn á Blönduósi: Framkvæmdum seinkar Bilun á ræsi á Norðurlandsvegi við Stóru-Giljá hefur m.a. haft þær afieiðingar að framkvæmd- um við brimvarnargarðinn á Blönduósi hefur seinkað, vegna takmarkana á öxulþunga yfir stálbitabrúna, sem gerð var á gamla vegarstæðið til bráða- byrgða, hefur ekki reynst unnt að aka stærsta grjótinu úr námum í landi Uppsala og Hólabaks í Sveinsstaðahreppi, en þetta grjót fer í vörn utan á garðinn sjávarmegin á þann 50 metra bút sem eftir á að lengja garðinn í þá 300 metra sem hann verður endanlega. Gerö nýs ræsis við Gljúfurá er langt komin og cr því stutt í að unnt verði að aka kjarnagrjótinu frá Uppsölum. Þá seinkar fram- kvæmdum við brimvarnargarð- inn á Blönduósi einnig vegna þess að ákveðið liefur verið að hækka brimvamargarðinn lítil- lega og vegna landbrots verður komið fyrir stuttum vamargarði milli bryggjunnar og brimvamar- garðsins, en milli 1000 og 1500 rúmmetrar af efni hafa borist fram í fjöruna í vetur. Hafnar- málastjórn samþykkti þetta verk og styrkhæfni þess. Áætlaður kostnaður við að hefta landbrotið er um 1,5 milljónir króna. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæjarstjóra á Blönduósi, er þrátt fyrir þessa viðbót og tafir ekki gert ráð fyrir að verklokum við brimvarnargarðinn seinki nema um hálfan mánuð, að þeim ljúki 15. október í haust, og er þá mið- að við verkáæflun sem gerð var í vor. Samningur við verktakann, Viggó Brynjólfsson á Skaga- strönd, hljóðar upp á 114 milljón- ir, og er það 58% af kostnaðará- ætlun. Vegfylling við Gljúfurá: Viggó með lægsta tilboð I fyrradag voru opnuð tilboð í vegfyllingu við nýja ræsið á Norðurlandsvegi við Giljá. Verkið verður framkvæmt seinna í mánuðinum og er áætlað að það taki um 10 daga. Viggó Brynjólfsson á Skagaströnd reyndist með lægsta tilboðið. Kostnaðaráætlun fyrir verkió var 2,4 milljónir. Viggó Brynj- ólfsson bauð 2,830 milljónir. Suðurverk bauð 2,916 millj., Steypustöð Blönduóss 3,193 millj., Fjörður sf 3,222 millj. og Króksverk 3,923 millj. Um lokað útboó var að ræða. Líklegt er talið að gengið veröi til samn- inga við lægstbjóðanda Viggó Brynjólfsson. Uppsveifla hjá Loðskinni: Hyggur á innf lutning skinna frá Ástralíu M ikil uppsveifia er í sölu mokka- skinna og selst framleiðsla sút- unarverksmiðjunnar Loðskinns svo til jafhóðum. Eru mörg ár síðan slíkrar grósku hefur gætt á skinnamarkaðnum. Ákveðið hefur verið að verksmiðjunni verði ekki lokað í sumar vegna sumarleyfa starfsfólks eins og jafnan hefur verið. Þá eru í undirbúningi kaup á 5-10 þús- und gærum frá Astralíu þar sem að fyrirséð er að íslensku gærurnar munu ekki endast fram að slámrtíð í haust. Að sögn Birgis Bjarnasonar framkvæmdastjóra Loóskinns er salan mjög góð á mörkuðum víða, bæði í Evrópu, í Bandaríkj- unum og á Asíumarkaði, sem byrjaó var að selja inn á í fyrra, til Kóreu og Indlands. „Við höfum reynt að dreifa sölunni, ekki treyst á fáa markaði eóa veriö að eltast við bestu verð- in. Við höldum því l'ram aó með því aö hafa viðskipasamböndin sem víðast sé rekstrargrundvelli verksmiðjunnar best borgið, enda hefur þetta komið ágætlega út síð- ustu misserin", segir Birgir Bjamason framkvæmdastjóri Loð- skinns. Nýlega fékk Loðskinn til- raunasendingu af sauðfjárgærum frá Ástralíu. Birgir segir þessar gærur vera töluvert öðruvísi en íslensku gærurnar en skinnin hafi samt komið ágætlega út í vinnslu. I ráði er að kaupa 5-10 þúsund gærur frá Ástralíu. Með því næst að brúa bilið fram að sláturtíðinni, og ef áströlsku skinnin falla aó smekk kaupenda, verður trúlega flutt meira inn af þeim í fram- tíðinni, enda er ljóst að hráefhis- markaður sútunarverksmiðjanna í landinu er of lítill þegar eftirspum er jafnmikil og hún hefur verið undanfarna mánuði. Nánar er vikið að Loðskinni og 25 ára afmæli verksmiðjunnar í opnu blaósins í dag. Varanlegur vegur milli sýslnanna fyrir Skagann , Já, það er verið að gera veg hérna milli bæjanna. Hingað til hefur þetta ekki verið nema götuslóði. Þetta hefur verið eins og einskis manns Iand hingað til. I ófærð yfir veturinn hefur þetta verið mjög bagalegt, því það er mikill samgangur hérna 111 ill i bæjanna, Víkna og Hrauns. Strákarnir gera l.d. saman út á grásleppuna á vorin og oft hafa menn þurft að brjótast hérna á milli á dráttarvélum", segir Lilja Karlsdóttir húsmóðir í Víkum á Skaga. Undanfarið hefur veriö unnið að gerö uppbyggðs vegar yfir sýslumörk Skagafjaróarog Húna- vatnssýslu, Skagamegin, en fram til þessa hefur þama einungis ver- ið vegslóði, niðurgrafnar malar- og moldargötur. Um miðjan mánuðinn er gert ráð fyrir að nýi vegurinn milli Hrauns og Víkna, fimm kílómetra vegkafli, verói tekinn í nofkun. Síðasta haust var gengið frá hinum óuppbyggða vegkaflanum á Skagavegi, tveggja kílómetra stubb við Hafnir, frá Hafnaá að Digramúla. Það er verktakinn Viggó Bryn- jólfssson á Skagaströnd sem ann- ast vegageröina fyrir Skagann. Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargato lb 550 SauÖárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.