Feykir


Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 1
13. júlí 1994, 27. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Ungmennin vínna að uppbyggingu gamallar sjóbúðar að Reykjum á Reykjaströnd. Unglingar íVestnorden varðveita náttúru- og sögulegra minja Undanfarna daga hafa dvalið í Skagafirði 15 unglingar frá Fær- eyjum, Grænlandi og íslandi, og unnið að svokölluðu Vest- norden-verkefni sem beinist að varðveislu náttúru og sögulegra minja. Unnið er að slíku verk- efni til skiptís í löndunum þrem- ur, á næsta ári verður Ld. starf- að í Færeyjum og þarnæst á Grænlandi. Verkefnisstjóri að þessu sinni var Sigurður Jóns- son (Björnssonar frá Nesi) sem margir Skagfirðingar þekkja eða kannast við. Astæða þess að Skagafjörður varð fyrir valinu að þessu sinni má rekja til þeirra sögulegra minja sem héraðið geymir og einnig að í sumar er unnið að úrbótum nátt- úru- og söguminja í héraðinu, s.s. hjá Jóni Eiríkssyni Drang- eyjarjarli í Drangey og á Reykj- um, en báðir tengjast þessir staðir sterklega Grettissögu. Að sögn Sigurðar verkefnis- stjóra var auglýst eftir þátttöku unglinga í þessu verkefhi, og voru þau valin með tilliti til áhugasviðs og þeirrar menntunar er þau stunda. I hópnum eru t.d. ungling- ar sem nema sögu og stunda nám tengdu starfi í ferðamálum og ferðaþjónustu. Sjálfur starfar Sig- urður að ferðamálum og er m.a. starfsmaður nefndar er vinnur að úrbótum á áningastöðum ferða- manna. Vinnuhópurinn kom til Skaga- fjarðar þriðjudaginn 5. júlí og hóf þegar störf við grisjun í lundi Bólu-Hjálmars að Bólu. Á fimmtudag og föstudag var hóp- urinn að störfum út við Reykja- disk á Reykjaströnd og í Drangey. Á Reykjum aðstoðuðu ungling- amir grjót- og torfhleðslumenn við uppbyggingu gamallar sjó- búðar, sem þar fer fram þessa dagana, og í Drangey var unnið að lagfæringu uppgöngunnar í eyna, en hún hefur látið nokkuð á sjá síðustu árin. Föstudagskvöldsins naut hóp- urinn á Borgarsandi við göngu og í útreiðartúar. A laugardagsmorg- un var haldið til Hóla og staöur- inn skoðaður. Eftir hádegið var hópurinn viðstaddur afhjúpun minnisvarða um Guðríði Þor- bjamardóttur við Glaumbæ og seinna um daginn var fylgst með sýningu á sögu íslenska hestsins á Vindheimamelum, sem Hesta- sport gengst fyrir. A sunnudags- morgun yfirgaf hópurinn Skaga- fjörð og hélt til Akureyrar og Mý- vatnssveitar. Á mánudagsmorgun var síðan haldið með fyrstu vél til Reykjavíkur og Grænlendingarn- ir flugu heim þá um daginn og Færeyingamir daginn eftír. Að sögn Sigurðar Jónssonar þekktu Færeyingarnir í hópnum vel til sögu Grettis og Gísla sögu Súrssonar, útlaganna tveggja, og Grænlendingarnir voru vitaskuld með sögu Eiríks rauða á hreinu. Sex íslendingar voru í hópnum: þrír frá Akureyri, tveir frá Reykja- vík og ein frá Sauöárkróki, fimm Færeyingar og fjórir Grænlend- ingar. Greinilegt var aó ungling- amir sýndu viðfagnsefhi sínu mikinn áhuga og voru afköst þeirra undraverð þessa fáu daga í Skagafirði. Gott atvinnuástand á Skagaströnd Atvinnuástand hefur stórbatn- að á Skagaströnd síðustu vik- urnar. Er einkum tvennt sem veldur því að nú eru fáir án at- vinnu á Ströndinni. Fyrir um hálfum mánuði var farið að vinna kola í Hólanesi og starfa 25 manns við þá vinnuslu. Þá var um helgina byrjað að vinna á vöktum í Rækjuvinnslu Hóla- ness, en mikið magn af góðri rækju hefur borist á land nú að undanförnu. Á atvinnuleysiskrá í síðustu viku voru 17, og höfðu nokkrir af þeim vinnu hálfan daginn. Búist var við að þessi listi styttist enn- frekar nú eftir helgina þegar vakt- imar væru komnar á í rækju- vinnslunni. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 70 manns voru á atvinnuleysisskrá í vetur þegar mest var og yfirleitt voru 50-60 manns atvinnulausir. Fimm einstaklingar stofhuðu fyrir nokkru fyrirtækið Norður- strönd og stendur það á bak við kolavinnsluna í Hólanesi. Tveir bátar stunda kolaveiðamar, Helga Björg og Auðbjörgin. Mjög stutt er á miðin, eða héma rétt út af Höfðanum og bæjunum, eins og Vilhjálmur Skaftason hafharvörð- ur sagði í samtali við Feyki. Bát- amir hafa verið að fá upp í þrjú tonn yfir daginn en kolinn er frek- arsmár. Mikil vinna hefur verið í rækj- unni að undanfömu og var t.d. unnið bæði á laugardag og sunnu- dag í Hólanesi. Skúli ráðinn bæjar- stjon a „Mér líst bærilega á þetta og það er ljóst að um spennandi verkemi er að ræða. Blönduós er vaxandi bær og ég sé fyrir mér að með virkri samvinnu við nágrannasveitarfélög eru sóknarfæri í sjónmáli í atvinnu- málum", segir Skúli Þórðarson, sem í síðustu viku var ráðinn bæjarstjóri á Blönduósi úr hópi 19 umsækjenda. Skúli, sem er frá Hvammstanga, tekur við starfinu í ágústbyrjun. Hann hefur í rúmt ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra, og hafði þar áður unnið með hlé- um hjá felagsmálaráðuneyti að ýmsum verkefhum. Nú er haft á orói aó fjárhags- staða Blönduóss sé mjög erfið í dag, eftir miklar framkvæmdir á síðustu áram og samdrátt í at- vinnumálum á sama tíma? Jú því er ekki að neita að staða sveitarfélagsins er þröng um þessar mundir, en með markviss- um aðgerðum er hægt að laga hana. Líkur eru til að grípa þurfi til aðhaldsaðgerða af einhverju tagi, og menn gera sér það ljóst að verklegar framkvæmdir verða í lágmarki á þessu kjörtímabili, í ljósi þessarar þröngu stöðu. En eins og ég segi þá em líka sóknar- færi í sjónmáli og lykillinn að því er virk samvinna í héraði og með því móti er ljóst að unnt verði aö bæta hag allra héraðsbúa", segir Skúli, en þvertekur fyrir að þessi orð sín þýði að hann muni sem bæjarstjóri á Blönduósi beita sér fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. „Hér eftir sem hingað til verð- ur fmmkvæðið í þeim málum að koma frá sveitarstjómunum sjálf- um", sagði Skúli Þórðarson. HCTcm??»» ftiDI— Aöalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æl bílaverkstæði síml: 95-35141 Sæmundargata 1b550SauSárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgeröir • Hjólbarðaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.