Feykir


Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykirhf. Skrifstofa: Aðalgata2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Siguróur Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með viröisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttabiaða. Skipshöfn Skafta fær viðurkenningu Við pallborið: Finnbogi Hermannsson stjórnandi umræðnanna, Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra, Jón F. Hjartarson skólameistari, Herdís Sæmundardóttir kennari og fyrrv. bæjar- fulltrúi, Valgarður Hilmarsson formaður héraðsneíndar Austur-Húnvetninga og Stefán Guð- mundsson alþingismaður. Menntamálaráðherra tilbúinn að beita sér fyrir gerð samnings um uppbyggingu heimavistar FNV Slysavarnarfélag Islands heiðr- ar árlega skipshöfn sem þótt hefúr leggja hvað mesta áherslu á góðan öryggis- og björgunar- búnað um borð í skipi sínu. Að þessu sinni var það skipshöfn Skafta sem hreppti farandgrip er fylgir þessari viðurkenningu. Kristján Helgason skipstjóri veitti viðurkenningunni móttöku á sjómannadeginum í Reykjavík fýrr í sumar. Unnið hcfur verið að því í Rekstrartap á Skagfirðingi og Skildi Santeining Skagfirðings og Skjaldar var samþykkt á aðalfundum félaganna sl. föstudag. Fram kom á fund- unum að tap varð á rekstri beggja félaganna í fyrra, 23,3 milljónir hjá Skagfirðingi og 9,7 milljónir hjá Skildi. Skagfirðingur og Skjöldur hafa nú verió sameinuðu í al- menningshlutafélag undir nafni Skagfirðings. Hlutafé félagsins er um 340 milljónir. Astæður taps félaganna á síðasta ári eru aðallega raktar til gengisbreytinga og skerðinga á aflaheimildum. Rekstraráætlun fyrir þetta ár miðar að því að ör- lítill hagnaður verði af rekstr- inum og standa góðar vonir til að svo verði, að sögn forráða- manna Skagfirðings. Sala hlutabréfa í Skagfirð- ingi hefur gengið vel, m.a. hafa sveitarfélög í héraðinu sýnt kaup- unum áhuga, enda fólk víða úr héraðinu í vinnu hjá FISK. talsverðam tíma að bæta öryggis- og björgunarbúnað um borð í Skafta. A liðnum vetri var haldið öryggis- og björgunamámskeið um borð í Skafta, er stóð í fjóra daga. Um leið var gerð úttekt á skipinu gagnvart öryggis- og björgunarmálum, og í kjölfar þess gerðar þær lagfæringar sem gera þurfti. Feykir í sumarfrí! Vegna sumarleyfa kemur næsta blað Feykis ekki út fyrr en 24. ágúst. „Ég er sérstaklega ánægður með þá yfirlýsingu menntamálaráð- herra á þcssum fúndi að hann er tilbúinn að beita sér tyrir að gerður verði samningur um áframhaldandi uppbyggingu heimavistarhúsnæðis, sem mjög er brýnt að ráðist verði í“, seg- ir Þorbjörn Arnason formaður skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Skólamál voru talsvert til umræðu í pallborðsumræðum sem fram fóru á Sauðárkróki sl. sunndag og var útvarpað beint í Ríkisútvarpinu. A fundinum var fjallað um hin ýmsu máleíni. Skólamálin vom í brennidepli, enda sat mennta- málaráðherra Ólafur G. Einarsson fyrir svömm. Talsvert kom til um- ræðu uppbygging skólans og ekki síst uppbygging verkmenntunar. Fram kom að í athugun og undir- búningi cr m.a. nám í matvæla- iðnaði, og sagði Jón F. Hjartarson skólameistari að unnið hafi verið að þcim málum af hálfu skólans í nokkur ár. Einnig bar á góma hversu fjárveitingavaldið er tregt á fjárveitingar til verkmennta og benti skólameistari m.a. á baráttu sína fyrir fræsivél á málmiðnaðar- braut skólans sem staðið hefur í nokkur ár án árangurs. Af öðmm málum er til tals komu á fundinum má neífia veið- ar skagfirskra togarara á út- hafsveiðisvæðum og deilur okkar við Norðmenn vegna veiða ís- lcnskra skipa á umdeildum haf- svæðum. Fundurinn þótti hinn gágnlcgasti og ífamganga mennta- málaráðherra, sem og annarra fundarmanna með ágætum. Spyrjendur á fundinum vom auk Þorbjöms Amasonar, As- gerður Pálsdóttir bóndi á Geita- skarði, Ásrún Ólafsdóttir hótel- stýra á Blönduósi, séra Hjálmar Jónsson, Einar Svansson fram- kvæmdastjóri Skagfírðings, Vigíús Vigfússon framkvæmdastjóri Án- ingar og Þórey Jónsdóttir hús- freyja í Keflavík Hákarlsbrjósk þykir gott gegn krabba Þegar Siglfirðingar komu að ná í síldarnótina í síðustu viku höfðu þeir meðferðis nokkra hákarlshausa og bægsli, til Kristjáns Helgasonar skip- stjóra á Skafta. I>að var verið að grínast með að þarna ættu sér stað hrein vöruskipti milli Króksara og Siglfirðinga, en ef öllu gamni er sleppt þá er það ansi merkilegur hlutur sem Kristján gerir með því að hirða hákarlshausana og bægslin. „Þetta byrjaði þannig að ég frétti af konu í Hafnarfirði sem borðaði duft úr hákarlsbrjóski. Konan þjáist af krabbameini og hún og margir flciri krabba- mcinssjúklingar trúa á að duftið geri sér gott, en maður hefur heyrt að það vinni með ónæmis- kerfi líkamans. Það em tæp tvö ár síðan ég heyrði að fólk tryði á lækningarmátt duftsins og það var mér alveg nóg. Mér fannst sjálfsagt að aðstoða fólk við aó nálgast þetta, þar sem það er til- tölulega auðvelt fyrir mig. Eg fór að hirða hausana og bægslin af hákörlunum sem við fengum í trollið. Stákamir gerðu þaó fyrir mig. Eg sker síóan brjóskin úr þessu og hakkaði þau nióur. Þurrka þau síðan og mala að síð- ustu niður í duft“, sagði Kristján þegar liann var spurður út í þessa „lyfjaframleiðslu" sína. Kristján segir nokkra aðila hafa fengist við það um árin að hirða brjóskin úr hákarlinum og nýta þau á þennan hátt. Kristján Helgason skipstjóri á Skafta hefur hirt brjósk úr haus og bægslum hákarls í tæp tvö ár. Hann hakkar þau, þurrkar og malar í duft. Krabbameinssjúklingarhafa trú á að þetta duft geri þeim gott.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.