Feykir


Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 27/1994 Siglufjörður sækir síldarminjar til Króksins Fyrir helgina afhenti Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps gjöf til Sjúkra- húss Skagfirðinga til minningar um Þorbjörgu Ólafsdóttur frá Mæli- fellsá. Er það listaverk málað af Áshildi Öfjörð, er sýnir Þorbjörgu sitja í söðli á hestbaki í sinni heimasveit, með Mælifcllshnjúkinn í baksýn. Meðal þeirra er viðstaddir voru afliendingu myndarinnar var Bjöm Hjálmarsson eftirlifandi maður ÞoriDjargar og dóttir þeirra Rósa Bjömsdóttir húsfreyja á Hvíteymm. Á myndinni, sem tckin var er listavcrkið var afhent, em frá vinstri talið: Birgir Gunnars- son framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga, Rósa Bjömsdótt- ir, María Reykdal stjómamiaður í kvenfélaginu, Bjöm Hjálmars- son, Kamilla Jónsdóttir deildarstjóri á Deild II, en þar dvaldi Þor- björg síðustu æviárin, og listakonan Áshildur Öfjörð. Nótin dregin ofan af loftinu. Það er Örlygur Kristfinnsson safn- vörður sem „græjar“ gersemina út um stafhgluggann Hendur verða fátnar standa fram úr ermum við síldarsöltun á Drafnarplani um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður með svipuðu nióti og undanfarin ár, en núna ætlum við að gera enn meira fyrir börnin en áður“, segir Theódór Júfíusson fram- kvæmdastjóri Síldarævintýris- ins sem haldið verður á Siglu- firði um versfunarmannahelg- ina. I>etta er í þriðja sinn sem þessi hátíð er haldin og hefúr hún heppnast ákaflega vel í fyrri skiptin, verið mjög fjölsótt og fólk skemmt sér hið besta. Sem fyrr verða þaðheimamenn sem sjá að langmestu leyti um skemmtiatriði. Síldarævintýrið hefst á fimmtudagskvöldi meó skemmt- unum á Hótel Læk og i Bíó Café. Á föstudag verður opnaó tívolí fyrir bömin og á leiksviðinu við Torgið veróur hljómsveitarkynn- ing, þar sem heimahljómsveitim- ar, Miðaldamenn og Gautar leika, ásamt KK-bandinu sem em einu aðfengnu skemmtikraftamir. Lfm kvöldið verður sjóstangaveiðimót sett á Drafnarplani, söltunarfólk stjómar fjöldasöng og harmon- ikkuleikarar verða á staðnum. Fílapenslar skemmta á Hótel Læk og á leiksviðinu við torgið verður slegið upp síldarballi þar sem harmonikkuhljómsveit Siglufjarð- ar leikur fyrir dansi. I Nýja bíói leikur KK á síldarballi og Gautar á Hótel Læk. Á laugardag verða íþrótta- keppnir og leikir við íþróttamið- stöðina á Hóli og eftir hádegið hefst samfelld skemmtidagskrá við leiksviðið á Torginu. Um miðjan daginn veróur ræst til síld- arsöltunar á Drafnarplaninu og hendur látnar standa fram úr erm- um við síldarsöltunina. Bama- skemmtun verður í Nýja bíói seinna um daginn. Um kvöldið verður síðan landleguhátíð í Mið- bænum sem stendur fram á rauða nótt, útidansleikur á Torginu þar sem Mióaldamenn leika fyrir dansi og Gautar skemmta á Hótel Læk. Á sunnudagsmorgun veróur síðan guðsþjónusta uppi í Hvann- eyrarskál, hestasýning á malar- vellinum eftir hádegið, tekið á móti sjóstangaveiðimönnum við togarabryggjuna, tónleikar á Torginu og böm frá Siglufirði setja á svið í tali og tónum hvem- ig lýðveldisárið 1944 gekk l'yrir sig í bænum. Um kvöldiö verður síðan lokahátíð í miðbænum, Síldarævintýrið verður dansað út bæði á Torginu og í danshúsum bæjarins. Fyrir nokkrum árum uppgötv- aðist það og rifjaðist upp úr gleymskunnar dái, að á háalofti gamla Barnaskólans á Krókn- um var geymd gömul síldarnót. Forráðamenn síldarminja- safhsins á Siglufirði fregnuðu af þessu og hugðu gott til glóðar- innar, þar sem að ekki hafði varðveist nein síldarnót firá gullöld síldaráranna í þeim mikla síldarbæ Siglufirði. Krókurinn taldist hinsvegar aldrei til meiri síldarplássa þótt þar væri söltuð sfld á tímabili. Það kemur því nokkuð spánskt fyrir sjónir að Sauðkrækingar hafi þarna komið færandi hendi í sfldarminjasafhið, en nótin var sótt á Ioftið í síðustu viku og flutt á sfldarminjasafn- ið á Siglufirði. Það voru Orlygur Kristfinnson forstöðumaður síldarminjasafns- ins og hans menn sem sóttu nót- ina á Krókinn sl. miðvikudags- kvöld. Dágóóan tíma tók að draga nótina af loftinu og inn á bílpall- inn, enda ekki um neitt smá veiö- arfæri að ræða þó svo að þessi gamla nót sé hreinasta kríli í sam- anburði við þær síldamætur sem brúkaðar eru í dag. Helmingur nótarinnar reyndist nokkuð heil- legur, en lítið var um blýteina á henni. Blýiö hefur greinilega ver- ið hirt á sínum tíma og brætt upp. Samkvæmt heimildum komn- um frá Friðriki Friðrikssyni mun dcssí nót hafa verið notuð á síld- Sfldamótinní af gamla Val verið komið fyrir á pallinum og hefur þar með lokið vist hennar á Króknum. Sturlaugur Kristjánsson t.v., Stefán Benediktsson og Örlygur Kristfinnsson forstöðu- maður Sfldarminjasafhsins á Siglufirði. og því þótti sjálfsagt að nýta loft- ið, enda þama nóg pláss og þurrk- ur líka“, sagði Friðrik Friðriksson. I um hálfa öld hefur nótin að auki gegnt göfugu hlutverki ein- angmnar á loftinu. Hætt er því við að leigjendur gamla Bamaskól- ans, Prentsmiðjan Sást og Feykir verði að fjárfesta í einangrun á loftið fyrir veturinn, en reyndar hefur í nokkum tíma staðið til að bæjarsjóður Sauðárkróks, sem er eigandi hússins, láti fara fram endurbætur á Gamla Bamaskól- anum og færi húsið til uppruna- legs horfs að utan. arbátnum Val frá Akranesi sem þeir bræður á Stöðinni, Pálmi, Sighvatur og Þórður Sighvats, gerðu út um árabil ásamt þremur öðrum, Þorsteini Andréssyni, Sig- urði Þorkelssyni og Sigurði P. Jónssyni í Drangey. Friðrik álítur að nótinni hafa verið komið fyrir endanlega á loftinu um 1945, en hún var sett þama upp að lokinni hverri vertíð. „Geymsluhúsnæði var af skomum skammti í bænum Enn eitt síldarævin- týrið í uppsiglingu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.