Feykir


Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 7
26/1994 FEYKIR7 Hrútur finnst rekinn við Lundey Menn að veiðum í Lundey sl. sunnudag urðu þess varir um fjögur leytið um daginn að dauðan hrút rak með flóðinu upp að eynni. Er betur var að gáð kom í ljós að hrúturinn hafði áverka á höfði, var bólg- inn mjög og sokkið í honum annað augað. Reyndist þarna vera kominn einn þriggja hrúta Sigurðar Sigurðssonar yngri á Sleitustöðum er hann keypti í Reykhólahreppi á Barðaströnd á liðnu hausti. Rek hrútsins á þessum slóðum þykir nokkuð einkennilegt með tilliti til strauma frá ósi Kolkuár og þess að skammt var liðið frá því seinast sást til hans heima á túni á Sleitustöðum. „kiö var annaðhvort á fimmtu- dags eða föstudagsmorgun sem ég sá hrútana þrjá seinast saman héma á túninu. Þegar ég frétti af því að einn þeirra hafði fundist rekinn við Lundey, kom fyrst í hugann að þeir hefðu álpast út á Kolkubrúna og síðan hvekkst við bílaumferóina og stokkió í ána sem var í miklum vexti. En menn sem vit hafa á straumum frá ósuni Kolku segja að útilokað sé að hrútinn hafi rekið á svo skömm- um tíma að Lundey“, segir Sig- urður á Sleitustöðum sem hefur gert óhemjuleit að einum hrútanna þriggja og er sá ferhymtur. Sá þriðji er nú kominn í hóp kinda á túninu, í félagsskap sem hann hélt sig ekki í áður, en þremenning- amir héldu ætíð vel hópinn í ,^Átt- hagafélagi Barðstrendinga“. „Ég hef svo sem ekki vit á straumum hér í kring, en ef þú rekst á þann ferhymta máttu gjaman láta mig vita. Eg á nefni- lega eftir að homskella hann“, sagöi Sigurður á Sleitustöóum. Þeir sem spáð hafa í hvarf hrútanna gmnar jafnvel að ekið hafi verið á hrútinn sem fannst vió Lundey, og getgátur cm uppi um að honum hafi verið komið í sjó lengra frá Sleitustöðum, eða á þeim slóðum sem straumar liggja til Lundeyjar. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þús. km, mjög góöur bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu amerískur Ford Granada árgerð 1980, ekinn 145 þúsund km. Gott verð. Upplýsingar í síma 36034 (Eiríkur). Til sölu Subaru station árgerð 1986, ekinn 114 þús. km. Góður bíll í toppstandi. Ath! Skipti á ódýrari bíl eða staðgreiðsla. Upplýsingar í síma 36473 á kvöldin. Tapað-fundið! Gullfallegur grænn rúskinns mittisjakki, með bláum bekk, strauk að heiman til að skoða heiminn. Eigandinn leitar hans nú ákaft. Ef einhver hefur orðið jakkans var, vinsamlegast hringið í síma 35814. Foreldrar! Eg er reykvísk stúlka á 16. ári sem verð á Sauðárkróki í ágúst. Oska eftir að gæta bama í þeim mánuði. Hef reynslu af bamapössun og einnig farið á námskeið RKI. Upplýsingar í síma 91-23569 (Hólmfríður). Múgavél! Til sölu Kuhn Flex múgavél. Upplýsingar í síma 35529. Þrír á þrjá, götubolti Það var mikiö líf á körfuboltavellinum við Gagnfræðaskól- ann á Sauðárkróki sl. mánudagskvöld. Þar fór fram götuboltamótið „þrír á þrjá“, sem KKI stendur fyrir um allt land þessa dagana. Þátttaka var mjög góð á mótinu, hjá strákurm og stelpum á öllum aldri. Greinilegt er að áhuginn er mikill fyrir körfuboltanum, bæði sumar og vetur. Golfklúbbur Sauðárkróks: Meistaramótið nýafstaðið Tófa dröslar svani heim að greni Meistaramóti Golfklúbbs Sauð- árkróks er nýlokið. Leiknar voru 72 holur í öllum flokkum nema í byrjendaflokki barna, en þar voru leiknar 36 holur. Urslit urðu eftirfarandi: Byijendafl. bama 1. Ami Már Harðarson 248 högg. 2. Rökkvi Sigurlaugss. 259 högg. 3. Helgi Rafn Viggósson 273 högg. 2. fokkur karla 1. Rcynir Bardal 378 högg 2. Friðrik J. Friöriksson 391 högg 3. Sigurgeir Þórarinss. 397 högg. 1. flokkur karla 1. Steinar Skarphéðinss. 345 högg 2. Einar Einarsson 358 högg. 3. Gestur Sigurjónsson 365 högg. Stúlknaflokkur 1. Halla B. Erlendsd. 245 högg 2. Eygló Óttarsdóttir 561 högg. 3. Sesselja Barðdal 566 högg. Drcngjaflokkur 1. Örvar Jónsson 327 högg. 2. Gunnl. Erlendss. 336 högg. 3. Sigurður G. Jónsson 345 högg. Kvennaflokkur 1. Ámý L. Amadóttir 337 högg. Meistarafl. karla 1. Guðm. Sverrisson 325 högg. 2. Halldór Halldórsson 330 högg. 3. Guðjón B. Gunnarss. 330 högg. Helgina 16.-17. júlí verður Opna Flugleiðamótið lialdið á Hlíóarendavelli á Sauðárkróki. Keppt verður í karla-, kvenna- og unglingaflokki. í öllum flokkum verður keppt bæói með og án for- gjafar. Verðlaun cm mjög glæsi- leg og em þar meðal annars tvær Evrópuferðirog 16 fiugferðir inn- an lands auk fjölda annarra glæsi- legra vinninga. Frá leik Tindastóls og Leifturs í 6b á Pollamótinu Birgir Hauksson refaskytta á Vatnsskarðssvæðinu skaut ný- Iega ref íyrir ofan bæinn Bergs- staði í Svartárdal, sá var með nýdautt lamb í kjaftinum og á greninu var einnig hræ af fúll- orðnum svani, sem rebbi hefúr dröslað heim að greninu, en svanir eru um helmingi þyngri og stærri en refir. Grenja- skytturnar á svæðinu í grennd Vatnskarðs, Birgir í Valadal og Kári Gunnarsson í Flata- tungu hafa unnið níu greni nú í vor og á þeim unnið samtals 55 dýr. Blaðió Tíminn skýrði frá þessu á dögunum sem og að þeir Birgir og Kári hafi einnig skotið 26 tófur við æti í vetur og hafa því unnið um 80 dýr á þessu ári. Greinilegt er að mun meira er um tófu á Norðurlandi vestra nú en undanfarin ár, en lágfóta hef- ur óumdeilanlega verið að færa út kvíamar seinni árin. Fregnir berast úr Hjaltadal og af Skaga að þar fari grenjum fjölgandi. Þá sagði Feykir frá því nýlega að dýrbýtur hefði fúndist á þrent- ur grenjum á Vatnsskarðssvæð- inu, þar af fundust átta lambshræ á einu grenjanna. Grenjaskyttur og bændur em óánægðir með að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á að útrýma tófu í landinu en gert er. Segja þessir aðilar greiðslur fyrir unnin dýr og grenjaleitir allt of lágar. 150 krakkar á pollamóti Pollamót íslands í 6. flokki fór fram á Sauðárkróki um helgina. Þar kepptu liðin af Norðurlandi um sæti í úr- slitakeppni sem fram fer á Akranesi seinna í sumar. Lið frá KA á Akureyri voru sig- ursæl á þessu móti, og sigr- uðu bæði í keppni a- og b- liða. Alls voru leiknir 42 leik- ir á mótinu sem stóð bæði á laugardag og sunnudag. I keppni a-lióa hlaut KA 16 stig, Leiftursmenn komu næst- ir með 13, þá Dalvík með 12, Þór hlaut 10 stig, Völsungur og KS fjögur stig hvort félag og Tindastóll eitt. í keppni b- liða hlaut KA 18 stig, Þór 15, Leiftur og Völsungur 9 stig hvort félag, Tindastóll og KS 6 stig og Dalvík ekkert stig. Þátttakendur á mótinu voru um 150 talsins. Auk fótboltans var farið í sund, að sjálfsögðu fylgst með HM í knattspyrnu á laugardagskvöldið og síðan grillað í hádeginu á sunnudag. Þá fóru samhliða mótinu fram nokkrir aukaleikir hjá c- liðum Tindastóls Völsunga og KS í 6. flokki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.