Feykir


Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 1
úst 1994, 29. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Unnið að jarðvegsskiptum í Gilstúni. Jarðlög ótrygg í nýju íbúðarhverf i á Sauðárkróki: Framkvæmdir stöðvaðar og bærinn vill leysa til sín lóðir Byggingaframkvæmdir hafa verið stöðvaðar á fjórum bygg- ingarlóðum í Eyrartúni, sem er nýtt byggingasvæði í svoköll- uðu Laufblaði í syðra Túna- hverS á Sauðárkróki. Komið hefur í ljós að djúpt leirlag er undir þessum Ióðum og taka mun einhvern tíma að gera þær byggingarhæfar, en unniðer að frekari rannsóknum. Búið var að steypa upp sökkulveggi fyrir parhús á einni lóðinni og ganga frá grunnfyllingu ásamt lögn- um fyrir steypu á grunnplötu. Þetta mannvirki hefur hins veg- ar sigið um 6 sentimetra á tveim mánuðum frá því sökkulveggir voru steyptir. Það varð til þess að Sauðárkróksbær I íelii r boðist til að leysa til sín þennan grunn ásamt hinum þrem lóðunum sem framkvæmdir voru hafnar á og verða lóðarhöfum boðnar aðr- ar lóðir. Ljóst er að hér er um tímabundin fjárútlát fyrir bæj- arsjóð að ræða og mun dýrara verður að byggja á þessu svæði, þótt það þurfi ekki endilega að þýða að verð á lóðum hækki. Þrjár þessara lóða eru undir parhús og var farið út í að skipu- leggja parhúsabyggó í næstu götu fyrir ofan, svo unnt yrði að bjóða þessum óheppnu húsbyggjendum í Eyrartúni nýjar lóðir. Fram- kvæmdir við gerð götu og lagna í Gilstúni hófust fyrir helgina og hefur verið gengið rækilega úr skugga um að þessar lóðir séu bygginarhæfar, að sögn bygging- arfulltrúa Guðmundar Ragnars- sonar. Þá er einnig unnið að lausn fyrir eiganda fjórðu lóðarinnar í Eyrartúni sem var óbyggingar- hæf, en þar var um einbýlishúsa- lóð að ræða. Jarðfræðingur hefur að undan- förnu unnið að rannsókn bygg- ingarsvæðisins ásamt starfsmönn- um Sauðárkróksbæjar og hafa sýni verið send Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins til frekari greiningar. Gerðar hafa verið bor- anir, svæðið myndað með svo- kallaöri jarðsjá og grafnar hafa verið tæplega 20 tilraunaholur. „Það má þannski segja að um andvaraleysi sé að ræða hjá okk- ur. Fram til þessa hafa ekki verið vandræði með undirstöður fyrir hús á Sauðárkróki. Byggt hefur verið á malarlagi sem hefur verið talinn fastur botn. I einstaka tilell- um hafa menn rekist á leir, en aldrei til vandræða fyrr en nú á þessu svæði þar sem við komum beint niður á leirlagið. 13 lóðir við Eyrartún munu vera á þessu leir- lagi eða mörkum þess. Fyrirhug- að er að bærinn framkvæmi jaró- vegsskipti í áðurnefndum lóðum og fergi þær og framkalli þannig hugsanlegt sig í leimum strax, þannig að þær verði byggingar- hæfar innan skamms", segir Guð- mundur Ragnarsson. Graskögglaverksmiðjan Vallhólmi: Framleiðsla á fersk- grasi Afurðin selst vel á Norðurlöndum „Við erum vongóðir um að ná að tvöfalda útflutning á fersk- grasi til Norðurlandanna á þessu ári. Aðalmarkaðurinn fyrir þessa vöru virðist vera Norður-Evrópa, og þar eru verðin líka vel viðunandi. Við höfum einnig ástæðu til að ætla að markaður fyrir ferskgras og hey verði meiri á Norðurlönd; um á þessu ári en oft áður. I ljósi þess að gríðarlegir þurrk- ar hafa verið á þessu svæði í sumar, spretta léleg og hey- skapur því brostið víða", segir Einar Baldursson rekstrar- stjóri afurðasviðs KS. Kaupfélag Skagfirðinga stefn- ir að útflutningi á 700 tonnum af ferskgrasi á þessu ári sem er tvö- földun frá síðasta ári. Ferskgras er mjög vinsælt til fóórunar hrossa. Verksmiðjan í Vallhólmi hóf þennan útflutning í fyrra og var þá heyinu pakkað samkvæmt breskri aðferð, undir vörumerk- inu Horse-Hage sem verksmiðjan hefur á leigu. Útflutningsverð- mæti er um 16 krónur á kíló sem þýðir að ef 700 tonnin seljast skaparþað Vallhólmi 11 milljón- ir í tekjur á þessu ári. Einar Baldursson hjá KS seg- ir stefnt að því að verksmiðjan í Vallhólmi auki framleiðsluna á ferskgrasi, enda hafi markaður fyrir grasköggla, minnkað á síð- ustu árum. I dag eru framleidd um 7-900 tonn af graskögglum. Mikill meirihluti kögglanna er seldur í fóðurblöndur og eru þeir í harðri samkeppni við innflutt bygg. Gæði kögglanna eru engu að síður mikil enda stílað inn á að túnin séu snemmslegin til að ná hámarks fóðurgildi úr afurðinni. Tún í Vallhólmi hafa ekki verið nýtt til fullnustu síðustu árin, og þó slægjur hafi verið auknar í ár frá fyrra ári, er enn um fimmtung- ur þeirra túna sem Vallhólmi hef- ur yfir að ráða ekki nýttur. Að sögn Einars Baldurssonar er stefnt að því að fullnýta þessar slæjur og horfa menn þá til þess að markaður fyrir ferskgras auk- ist. Engu að síður hefur lítilshátt- ar af köglum verið selt til Noregs nú og kögglar frá Vallhólma veröa til sýnis á mikilli landbún- aðarsýningu sem verður haldin í Noregi í byrjun september og heitir Fólk og dýr. Vonir standa til að með auk- inni sölu á ferskgrasi nái verk- smiðjan í Vallhólmi að skila hagnaði, en erfiðlega hefur geng- ið að ná endum saman síðustu árin. Norðmenn taka við rekstri Miklalax Samkvæmtupplýsingum skipta- stjóra í þrotabúi Miklalax, Kristjáns Ólafssonar, hafa norskir aðilar keypt fiskinn í stöðinni af Búnaðarbanka íslands. Stofnað hefur verið hlutafélag um áframhaldandi rekstur stöðvarinnar semein- vörðungu er í eigu norska fyrir- tækisins sem er frá Lofoten. Viðræður standa enn yfir milli norsku aðilanna og Byggða- stofnunar um kaup eða leigu á húsnæði og aðstöðu Miklalax, en Byggðastofhun er veðhafi þessara eigna. Samkvæmt heimildum Feykis bendir flest til að þeir heimamenn sem unnu í Miklalaxi fái vinnu þar áfram. Norsku aðilamir hafa lýst áhuga sínum fyrir að koma upp þannig kerfi að heimamenn verði nokkurs konar verktakar fyrir rekstri stöóvar- innar. Norðmennirnir hyggjast ekki hafa fasta búsetu í Fljótum, en koma þangað annað slagið til eftirlits með rekstrinum. HCTch??M h$— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æl bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargala lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviógerðir • Hjólbaröaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.