Feykir


Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Unnið að jarðvegsskiptum í Gilstúni. Jarðlög ótrygg í nýju íbúðarhverfi á Sauðárkróki: Framkvæmdir stöðvaðar og bærinn vill leysa til sín lóðir Graskögglaverksmiðjan Vallhólmi: Framleiðsla á fersk grasi tvöfaldast Afurðin selst vel á Norðurlöndum Byggingaframkvæmdir hafa verið stöðvaðar á fjórum bygg- ingarlóðum í Eyrartúni, sem er nýtt byggingasvæði í svoköll- uðu Laufblaði í syðra Túna- hverfi á Sauðárkróki. Komið hefúr í Ijós að djúpt leirlag er undir þessum lóðum og taka mun einhvern tíma að gera þær byggingarhæfar, en unnið er að frekari rannsóknum. Búið var að steypa upp sökkulveggi fyrir parhús á einni lóðinni og ganga frá grunnfy llingu ásamt lögn- um fyrir steypu á grunnplötu. I>etta mannvirki hefúr hins veg- ar sigið um 6 sentimetra á tveim mánuðum frá því sökkulveggir voru steyptir. I»að varð til þess að Sauðárkróksbær hefúr boðist til að leysa til sín þennan grunn ásamt hinurn þrein lóðunum sem framkvæmdir voru hafúar á og verða lóðarhöfúm boðnar aðr- ar lóðir. Ljóst er að hér er um tímabundin fjárútlát fyrir bæj- arsjóð að ræða og mun dýrara verður að byggja á þessu svæði, þótt það þurfi ekki endilega að þýða að verð á lóðum hækki. Þrjár þessara lóða eru undir parhús og var farið út í að skipu- leggja parhúsabyggð í næstu götu fyrir ofan, svo unnt yrói að bjóða þessum óheppnu húsbyggjendum í Eyrartúni nýjar lóðir. Fram- kvæmdir við gerð götu og lagna í Gilstúni hófust fyrir helgina og hefur verið gengið rækilega úr skugga um að þessar lóðir séu bygginarhæfar, að sögn bygging- arfulltrúa Guðmundar Ragnars- sonar. Þá er einnig unnið að lausn fyrir eiganda fjórðu lóðarinnar í Eyrartúni sem var óbyggingar- hæf, en þar var um einbýlishúsa- lóð að ræða. Jarðfræðingur hefúr að undan- fömu unnið að rannsókn bygg- ingarsvæðisins ásamt starfsmönn- um Sauðárkróksbæjar og hafa sýni verið send Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins til frekari greiningar. Gerðar hafa verið bor- anir, svæðið myndað með svo- kallaðri jarðsjá og grafnar hafa verið tæplega 20 tilraunaholur. ,T>að má þannski segja að um andvaraleysi sé að ræða hjá okk- ur. Fram til þessa hafa ekki verið vandræði með undirstöður fyrir hús á Sauðárkróki. Byggt hefur verið á malarlagi sem hefur verið talinn fastur botn. I einstaka tilell- um hafa menn rekist á leir, en aldrei til vandræða fyrr en nú á þessu svæði þar sem við komum beint niður á leirlagið. 13 lóóir við Eyrartún munu vera á þessu leir- lagi eða mörkum þess. Fyrirhug- að er að bærinn framkvæmi jarð- vegsskipti í áðumefndum lóðum og fergi þær og framkalli þannig hugsanlegt sig í leimum strax, þannig að þær verði byggingar- hæfar innan skamms", segir Guð- mundur Ragnarsson. Samkvæmt upplýsingum skipta- stjóra í þrotabúi Miklalax, Kristjáns Olafssonar, hafa norskir aðilar keypt fiskinn í stöðinni af Búnaðarbanka Islands. Stofúað hefur verið hlutafélag um áframhaldandi rekstur stöðvarinnar sem ein- vörðungu er í eigu norska lýrir- „Við erum vongóðir um að ná að tvöfalda útflutning á fersk- grasi til Norðurlandanna á þessu ári. Aðalmarkaðurinn fyrir þessa vöru virðist vera Norður-Evrópa, og þar eru verðin líka vel viðunandi. Við höfúm einnig ástæðu til að ætla að markaður fyrir ferskgras og hey verði meiri á Norðurlönd; um á þessu ári en oft áður. I ljósi þess að gríðarlegir þurrk- ar hafa verið á þessu svæði í sumar, spretta léleg og hey- skapur því brostið víða“, segir Einar Baldursson rekstrar- stjóri afúrðasviðs KS. Kaupfélag Skagfirðinga stefn- ir að útfiutningi á 700 tonnum af ferskgrasi á þessu ári sem er tvö- földun ffá síðasta ári. Ferskgras er mjög vinsælt til fóðmnar hrossa. Verksmiðjan í Vallhólmi hóf þennan útfiutning í fyrra og var þá heyinu pakkað samkvæmt breskri aðferð, undir vömmerk- inu Horse-Hage sem verksmiðjan hefur á leigu. Utflutningsverð- mæti er um 16 krónur á kíló sem þýðir að ef 700 tonnin seljast skaparþað Vallhólmi 11 milljón- ir í tekjur á þessu ári. Einar Baldursson hjá KS seg- ir stefnt að því að verksmiðjan í Vallhólmi auki framleiðsluna á tækisins sem er ffá Lofoten. Viðræður standa enn yfir milli norsku aðilanna og Byggða- stofnunar um kaup eða leigu á húsnæði og aðstöðu Miklalax, en Byggðastofnun er veðhafi þessara eigna. Samkvæmt heimildum Feykis bendir flest til að þeir heimamenn sem unnu í Miklalaxi ferskgrasi, enda hafi markaður fyrir grasköggla, minnkað á síð- ustu ámm. I dag em framleidd um 7-900 tonn af graskögglum. Mikill meirihluti kögglanna er seldur í fóóurblöndur og em þeir í harðri samkeppni við innflutt bygg. Gæði kögglanna em engu að síður mikil enda stílað inn á að túnin séu snemmslegin til að ná hámarks fóðurgildi úr afurðinni. Tún í Vallhólmi hafa ekki verið nýtt til fullnustu síðustu árin, og þó slægjur hafi verið auknar í ár frá fyrra ári, er enn um fimmtung- ur þcirra túna sem Vallhólmi hef- ur yfir að ráða ekki nýttur. Að sögn Einars Baldurssonar er stefnt að því að fullnýta þessar slæjur og horfa menn þá til þess að markaður fyrir ferskgras auk- ist. Engu að síður hefur lítilshátt- ar af köglum verið selt til Noregs nú og kögglar frá Vallhólma verða til sýnis á mikilli landbún- aðarsýningu sem veröur haldin í Noregi í byrjun september og heitir Fólk og dýr. Vonir standa til að með auk- inni sölu á ferskgrasi nái verk- smiðjan í Vallhólmi að skila hagnaði, en erfiðlega hefur geng- ið að ná endum saman síðustu árin. fái vinnu þar áfram. Norsku aóilamir hafa lýst áhuga sínum fyrir að koma upp þannig kerfi að heimamenn verði nokkurs konar verktakar fyrir rekstri stöóvar- innar. Norðmennimir hyggjast ekki hafa fasta búsetu í Fljótum, en koma þangað annað slagið til eftirlits með rekstrinum. Norðmenn taka við rekstri Miklalax —ICTen?ill — Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æa bílaverkstæði simi: 95-35141 Sæmundargaia lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉITINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.