Feykir


Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 1
7. september 1994, 30. tölublað 14. árgangur. Óháö fréttablaö á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Umferð hleypt á veginn um Ból- staðahlíðarbrekku Búið er að hleypa umferð á nýja veginn um Bólstaðahlíðar- brekkuna. I gærkveldi var lok- ið við að leggja bundið slitlag á veginn. Halldór Blöndal ráð- herra ók fyrstur um veginn klukkan sex í gærdagkveldi. Bólstaðahlíðarbrekkan var síð- asti spölurinn sem bundinn var varanlegu slitlagi á Þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavík- ur. I fyrradag voru opnuð tilboð í gerð vegar að nýju brúnnni yfir Vesturós Héraðsvatna, sem verð- ur tæplega tveeir kílómetrar að lengd. Sex fyrirtæki buðu í verk- ið og er tilboö Króksverks lægst, að upphæó 14,768 milljónireða 63,7% af kostnaöaráætlun. Fyll- ing átti næst lægsta tilboðið 70,6% af kostnaðaráætlun, Fjörö- ur sf var í 71,6%, Vinnuvélar Jóa og Bjama buðu 76,9%, Suður- verk 82,2% og Klæðning hf var með eina tilboðið yfírkostnaðar- áætlun, 109,6%. Áætlað er að gerð vegarins verði Iokið í desember og umferð verði þá hleypt á nýju brúna. Sjá nánari umfjöllun um brúargerðina á 4. síðu blaðsins í dag. Tími gangna og rétta er runninn upp. Fyrstu réttir í áttungnum voru í Hrútatungu sl. sunnudag. Vel viðraði á Hrútfirðinga og gesti þeirra á réttardaginn og þónokkurt slangur af fólki fylgdist með réttarstörfum. Fé var aftur á móti með minna móti, enda kann kvikfénaður vel við sig upp til fjalla eins og viðrað hefur undanfarið og er ekki fús til heimfarar. Mynd EA. Mikil frjósemi í kúnum á Skúfsstöðum í Hjaltadal: Ung kýr ber þrem kálfum, átti tvo í fyrra „Ég vissi að kýrin var komin fast að burði og það kom mér því ekki á óvart þegar ég kom út í morgun að sjá kálf með henni á túninu. Mér fannst káll'urinn reyndar vera í minna lagi og datt því í hug að ganga nið- ur á túnið og gá betur að, þá komu bara í ljós tveir kálfar í viðbót og annað greyið lá í skurðinum", sagði Sigurður Þorsteinsson bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal. I »ar á bæ bar það tfl tíðinda aðfaranótt mánudagsins að Huppa tveggja vetra kýr bar þremur kálfum. Það er afarsjaldgæft að kýr eign- ist þrjá kálfa, en Huppa er frjósöm og í fyrra þegar hún var kvíga bar hún tveim- ur kálfum. Kálfarnir lifðu allir þrír og eru ásamt móð- urinni vió bestu heilsu. Tveir kálfanna eru 18,5 kíló á þynd og sá stærsti 20 kíló, og þykja þetta mjög stórir kálfar miðað viö fjöl- bura. Það má með sanni segja að þær séu nokkuð frjósamar kýmar á Skúfsstöðum. I sumar bar fyrstakálfskvígan Branddís einnig tveimur kálfum. Sigurður bóndi á Skúfsstöðum sagði að þrátt fyrir að það sé ekki talið heppilegt gagn- Huppa var eðlilega dösuð eftir að hafa borið kálfunum þrem. vart nytinni að kýr beri tveimur kálfum, sér- stakleg ungar kýr, þá virtist það ekki hafa komið Huppu svo í koll því hún mjólkaði ríf- lega 6000 lítra í fyrra og er það vel yfir með- allag. Huppa var að vonum nokkuð dösuð eft- ir að hafa borió kálfunum þremur og lét hún fara makindalega um sig á básnum þegar blaðamaður leit við á Skúfsstöðum í fyrradag. Slátursamlagið: Gert upp með hagnaði Á aðalhindi Slátursamlags Skagfirðinga, sem haldinn var nýlega, kom fram að felagið var gert upp með hagnaði, en sá hagnaður segir þó lítið um út- komuna vegna hárra afskrifta viðskiptakrafha á síðasta árí, er námu um 60 milljónum króna, og eins hins að nauðasamning- ar sem félagið gerði við lána- drottna sína tóku ekki gildi IVrr en í upphafi þessa árs. Að sögn Smára Borgarssonar framkvæmdastjóra Slátursam- lagsins virðist reksturinn frekar upp á við en hitt og félaginu geng- ur þokkalega að standa í skilum með nauðasamninginn. „Menn voru á einu máli um það á fundin- um að halda áfram að slátra enda er þetta mjög þægileg eining. Gott að starta slátrun fyrir fáein lömb. Við slátruðum tæplega 600 fjár í ágústmánuði og ætlum að halda áfram slátrun eftir helgina", sagði Smári. HCTeH?íll K£h~ Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 ÆÞ bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargala Ib 550 Sauiárkrókur Fax: 36140 Bílaviögeröir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.