Feykir


Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 3
30/1994 FEYKIR3 Bóknámshúsið formlega tekið í notkun Stór stund rann upp í skólamál- um Norðurlands vestra sl. laug- ardag þegar bóknámshús Fjöl- brautaskólans var formlcga tek- ið í notkun með blessun biskups. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan farið var að ræða um byggingu bóknámshússins og margir hafa lagt því málcfni lið. Jón F. Hjartarson skólameistari hefúr verið þar lremstur í ílokki og fengið dyggan stuðning Ragn- ars Arnalds formanns bygging- arncfndar hússins og annarra ncfndarmanna, þingmenn kjör- dæmisins hafa lagt sitt að mörk- um, sveitarstjórnarmenn og fleiri aðilar. Nú eru tekin í notk- un 2500 fermetrar í fyrri áfanga byggingarinnar, sá seinni verður um 2000 fermetrar. Eftir er að Ijúka við rými í kjallara bygg- ingarinnar þar sem áformað er að tölvuver skólans verði til húsa, en það cr enn í verknáms- húsinu. Jafnframt blessun bóknáms- hússins fór fram skólasetning en þetta skólaár er það 15. í sögu skól- ans. 1 upphafi og lok athafnar flutti hið góðkunna tónlistarfólk Stein- unn Bima Ragnarsdóttir og Þor- steinn Gauti Sigurðsson klassísk tónverk og lcku fjórhent á flygil skólans. Ragnar Amalds formaður byggingamefndar rakti í stuttu máli sögu skólans og gat þess hvemig ræst heföi úr húsnæðis- málum hans frá því skólinn tók til starfa haustið 1979. Ragnar sagði uppbyggingu skólans merkilegt brautryðjendastarf í samvinnu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en héraðsnefndimar ásamt Siglu- fjaróarbæ standa að uppbyggingu skólamannvirkja ásamt ríkinu. Kosmaðarskiptingin rnilli heima- aóila er í hlutfalli við íbúatölu og nálægðar skólans við viðkomandi byggóarlög, þannig greióa Skag- firðingar hlutfallslega mest, enda byggðarlagió talió njóta hagræðis af staðsetningu skólans. Ragnar kvað kostnaó við byggingu bók- námshússins nema um 315 millj- ónum og áætlun gerði ráö fyrir að fullbúinn mundi þessi áfangi kosta 368 milljónir. Heimaaðilar greiða 49% kostnaðar á móti ríkinu, og kvað Ragnar hlut heimaaðila stærri vegna úreltra kosnaðamorma, en samkvæmt Iögum ber ríkinu að greiða 60% byggingarkostnaðar miðað við norm. Fram kom í máli Ragnars aó nú hefði verið byggður meginhluti af mannvirkjum við fjölbrautaskólann, og næsta skref veróur að byggja álmu fyrir 60 nemendur við heimavistina, þar sem að gera mætti ráó fyrir aó skólinn mundi vaxa enn frekar á næstu ámm, þar sem nú þegar er orðinn verulegur skortur á heima- vistarhúsnæði. Ragnar alhenti síð- an Jóni Hjartarsyni skólameistara masterslykil að bóknámshúsinu. Þá var komið aö vígslu hússins og blessun, sem þeir framkvæmdu séra Hjálmar Jónsson prófastur og Herra Ólafur Skúlason vígslubisk- up. Báðu þeir húsinu og öllu því starfi sem þar fer fram um ókomna tíð, Guðs blcssunar. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra llutti því næst ávarp og fagnaði hann þeirri uppbygg- ingu sem orðið hefðþ við fjöl- brautaskólann. Vakti Ólafur t.d. máls á því að skólinn beitti sér fyr- ir samvinnu vió aðila utan skólans um sérstakt kennslusvið sem ekki væn kennt annars staðar á landinu. Ólafur Óskarsson í Víðidals- tungu flutti ávarp fyrir hönd sveit- arstjóma á Noróurlandi vestra. Ólafur kvaðst hafa orðió þeirri ánægju aðnjótandi að hafa átt tæki- færi til að fylgjast með uppbygg- ingu skólans og það væri vissulega mikilsvert fyrir íbúa kjördæmisins að njóta þess starfs og þjónustu Ragnar Arnalds formaður byggingarnefndar hússins afhendir Jóni Hjartarsyni skólameistara masterslykilinn. Fjölmenni var viðstatt blessun bóknámshússins. sem skólinn veitti. Olafur færði fram óskir um að bóknámshúsið yrði skólanum mikil lyftistöng í starfi og þetta nýja hús mundi öðl- ast þá sál sem góðra húsa væri kostur. Því næst tók til máls Þorbjöm Amason formaður skólanefndar, einn þeirra manna sem lagt hafa uppbyggingu skólans mjög lið. Þorbjöm taldi samvinnu sveitarfé- laga um uppbyggingu skólans á seinni ámm hafa verið til fyrir- myndar og sagðist vænta þess að svo megi vera í framtíðinni. Þor- bjöm minnti á að í upphafi hafi það þótt gríðarleg vitleysa að setja á stofn skóla í kjördæminu sem út- skrifaði stúdenta. Nú væri löngu búió aó eyða þeim efasemda- og mótbáraröddum. Þá var komið að skólasetningu og ávarpi skólameistara Jóns F. Hjartarsonar. Jón vék aö skóla- starfmu og einnig aö góðum gjöf- um sem skólanum höfðu borist. KS og Fiskiðjan/Skagfirðingur gaf skólanum 250 þúsund krónur til tölvukaupa og þá höfðu skólanum borist bókagjafir, frá Sigurjóni Bjömssyni sálfræðingi, Geirlaugi Magnússyni kennara og hjónunum Jónasi Snæbjömssyni og Þórdísi Magnúsdóttur, en Þórdís er einnig kennari viö skólann. Að lokinni athöfhinni var gest- um boðið að skoða skólahúsið nýja og þiggja veitingar í mötuneyti skólans. Herra Ólafur Skúlason vígslu- biskup blessar húsið. AEG og Yestfrost frystikistur Haframjöl, rúgmjöl, kútar og balar. Góöar vörur á góðu verði! Þú færð allar skólavörurnar hjá okkur! velkomin í Skagfirðingabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.