Feykir


Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI SS selur íslenskum skinnaiðnaði hlut sinn í Loðskinni Loðskinn tapar við söluna helming hráefnismarkaðarins hér á landi „I>etta kom okkur ákaflega á óvart og við erum mjög undr- andi á þessum vinnubrögðum. Við vorum einmitt syðra í síð- ustu viku og vorum þá einmitt að ræða við sláturleyfishafa um bætta meðferð gæranna. Síðan fengum við að frétta þetta um hádegið í dag“, sagði Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri Loðskinns. í gær seldi SS 20% hlut sinn í Loðskinni til Islensks skinnaiðnaðar á Akureyri og mun selja allar gærur sem til falla á þessu hausti til vinnslu á Akureyri. Þetta cru alvarleg tíðindi fyrir forráðamenn Loðskinns, þar sem að gæmmar M SS hafa verið um helmingur af hráeíhismarkaði Loðskinns. yrst og fremst emm við undrandi, en við munum snúa okkur að því strax að athuga hvemig við getum bmgðist við þessu, það em ýmsir möguleikar í stöðunni. Meira er ekki hægt að segja í bili, en ég á ekki von á að þetta stoppi okkur af‘, sagði Birgir. Loðskinni barst seint í gær símbréf frá íslenskum skinna- iðnaði þar sem óskað var eftir vióræðum um samvinnu þessara fyrirtækja. Þorkelshólshreppur: Kannar fyrst sveitarfélaga ástand frárennslismála Þrettán ára drengur á Sauðárkróki: Gengst undir lengingaraðgerð Rökkvi Sigurlaugsson 13 ára Sauðkræking- ur, sem slasaðist mikið er hann varð fyrir skólabíl við barnaskólann fyrir tæpum fimm árum, mun á næstu dögum gangast undir lengingaraðgerð á fæti á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð. Annar fótur Rökkva brotnaði illa í slysinu og mjöðmin skaddaðist mikið, þannig að hann hefur átt erfitt með gang og hefur það farið versnandi í seinni tíö. Slasaði fóturinn, sem er 4,5 sentimetrum styttri í dag, veróur lengdur á sjúkrahúsinu í Lundi og er reiknað með að Rökkvi þurfi aö dvelja í tvo mánuði í Lundi. Sjúkrahúsið í Lundi er sérhæft í aðgerðum sem þessum og framkvæmdar eru margar slík- ar árlega. Fóturinn er lengdur með rússnesku aðferðinni svokölluðu. Smíðuð er járngrind með snittuðum teinum utan á fótinn. Beinið er tekið í sundur og síðan eru teinarnir skrúfaðir til þannig að daglega er teygt á fætinum og lát- ið gróa í bilið sem myndast milli beinendanna. Strekkt er um 1 millimetra á dag, og á þannig fullri lengd á fætinum að vera náð á sex vikum. Rökkvi gengst einnig undir tvær aðrar aðgerð- ir, hásinin verður lengd og fóturinn réttur af, en Rökkvi Sigurlaugsson. Rökkvi hefur gengið einvörðungu á utanverð- um fætinum síðustu misserin. Báðir foreldrar Rökkva dvelja hjá honum meðan á aógerðun- um stendur. Byggingarfyrirtækið Friðrik Jónsson sf: Sækir um lóð undir hótel Um þessar mundir gengst sveit- arstjórn I>orkeIshólshrepps í Vestur-Húnavatnssýslu í sam- vinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra fyrir könn- un á ástandi frárennslismála í hreppnum. Þorkelshólshrepp- ur er fyrst sveitarfélaga í áttungnum til að kanna ástand frárennslismála en Ijóst er að mikil áhersla verður lögð á þennan málaflokk á næstu árum. Dreifibréf hefur verið sent á alla bæi í hreppnunt þar sem ósk- að er cftir ákvcðnum upplýsing- um. Ætlunin er síðan að nota upp- lýsingamar til að finna út hentuga stærð af rotþróm fyrir bæina og fcrðaþjónustustaði í hreppnum. Þá er cinnig hugmyndin að gerð verði sameiginlcg innkaup á rot- þróm fyrir alla aðila í hreppnum og samið verði við verktaka urn að koma rotþrónum fyrir á full- nægjandi hátt. Byggingafyrirtækið Friðrik Jóns- son sf hcfur sótt um lóð undir hótel við Artorg á Sauðárkróki. Forráðamenn fyrirtækisins hafa skoðaðað nýlegar hótclbygging- ar og myndað sér hugmyndir um það hvernig heppilegast sé að standa að uppbyggingu hótels á Sauðárkróki. Verið er að útfæra hugmynd að hótelbyggingu við Ártorgið sem væntanlega verður Iögð fram á næstunni með end- urnýjaðri umsókn til bygginar- nefndar. Verið er að útfærða hugmynd að hótelbyggingu á tveim lóðum við Ártorgið. Friðrik Jónsson sf sótti um lóðina númer 6 sem er næsta lóð við Ábæ og einnig aðra lóð við Ártorgið. Þeir hjá Frióriki Jónssyni segja að ljóst sé að fyrirtækið byggi ekki hótelið eitt síns liðs, og vonandi reynist áhugi hjá fleiri aðilum að koma til samstarfs. Það þurfi að standa skynsamlega aó undirbún- ingi framkvæmda og vanda til þeirra á allan hátt. Vel sé hugsan- legt að byggja upp hótel og það þjónusturými sem því fylgir í áföngum. Ljóst er að heilsárshótel með gistiaðstöðu, sem svarar nútíma- kröfum, hefur skort á Sauðárkróki í fjölmörg ár. Margir hafa haft á orði að það sé til skammar fyrir jafnstórt sveitarfélag og Sauðár- krók að gestir til bæjarins þurli að leita í Varmahlíð eftir hótelgist- ingu. Umsókn Friðriks Jónssonar er önnur umsóknin sem berst um lóð undir hótel á allra síðustu misser- um. Áningarmenn á Sauðárkróki sendu inn fyrirspum um lóð undir hótel við Sauðána fyrir nokkrum missemm. Ekki hcfur meira frést af þeirri hugmynd. Gamli Arnar færir enn björg í bú Gamli Arnar er aftur farinn að færa Skagstrendingum björg í bú. Skip- ið er nú komið á íslenska skipaskrá að nýju og heitir Arnar II. I>að kom til Skagastrandar í fyrrakvöld með 260 kör af saltfiski, tæplega 100 tonn. Atvinnulausir á Skagaströnd eru nú komnir í vinnu við saltfiskinn og cinnig þeir skipverjar á Skagstrendingstorgurnum sem eru í fríi. Lögum um úreldingu fiskiskipa var breytt í vor. ,J>etta var seinagangur í kerfinu. Mönnum sást yfir það að betra væri að hafa íslensku skipin skráð hér á landi áfram þó þau hefðu ekki veiðiheimildif‘, sagði Sveinn Ingólfsson hjá Skagstrendingi. Það er sex vikur síðan Rex, eins og gamli Amar hét áður, var tckinn af skipaskrá í Limasol á Kýpurog skráðurá ný til sinnargömlu heima- hafnar. Skagstrendingar vonast nú til að Amar II dugi vel til að færa heim salt- aðan fisk úr Smugunni, og um leið afii þeirrar veiðreynslu sem væntanlega kæmi Islendingum til góóa í samningum við Norðmenn. —ICTeHflttl f»|DI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMl: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata I b 550 Sauðárkrókur Fax: 36J40 Bílaviðgeröir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.