Feykir


Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 31/1994 Sá gróður sem náð hefiir hvað mestum vexti í þeirri miklu gróskutíð sem ríkt hefur í sumar, er vetrarrúgurinn sem Sverrir Magnússon bóndi í Efra-Ási sáði sl. vetur. Hann hefúr nú náð um tveggja metra hæð þar sem hann er hæstur. Rúgurinn er mjög snemmsprottirin og Sverrir byrjaði að beita kúnum á hann 1. júní í vor. Það er Stefán Ásgrímur sonur Sverris sem stendur í rúgakrinum. Punktar úr bæjarstjórn Bæjarábyrgð: Sauðárkrókskaupstaður hcfur ábyrgst lántöku Skagfirðings hf á skuldabréfamarkaði að upphæð 50 milljónunt króna til allt að 10 ára. Bæjarráð samþykkti að veita einfalda ábyrgð, enda verði lagðar fram fúllnægjandi tryggingar. Fundur með fjárlaganefúd: Lagt fram bréf frá fjár- laganefnd Alþingis, þar sem fram kemur að sveitarstjómamiönnum gefst kostur á fundum með nefndinni 26.-29. september nk. Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með nefndinni. Gripahús keypt: Bæjarráð samþykkti fram- lagðan kaupsamning við Guð- mund Ó. Guðmundsson og Sig- n'ði Þorsteinsdóttur um kaup á gripahúsi við Suðurgötu. Er kaupverð kr. 225 þúsund Ákvörðun um húsaleigubætur: í bréfi ffá fclagsmálaráðuneyt- inu kemur frani að lög um húsaleigubætur takagildi l.janúar á næsta ári. í bréfinu var lögð áhersla á að sveitarfélögin þurfi að ákveða fyrir 1. október nk. hvort þau greiði húsaleigubætur á næsta ári. Bið eftir félagsmálastjóra: Sökum þess að einhver bið verður á því að nýr félagsmála- stjóri verði ráðinn hjá Sauð- árkróksbæ, hefur verið bmgðið til jress ráðs að fá ritara og starfs- menn Stjómsýsluhússins, þær Lovísu Símonardóttur og Hildi Claussen, til að annast atvinnu- leysisskráningu og vinnumiðlun ffam að áramótum. Hjólandi og gangandi fólki gerð greiðari leið Séra Jón, bara venjulegur Jón Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Véstur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja-og héraðs- fréttablaða. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Undir Borginni Rúnar Kristjánsson á Eyrina og Nafirnar „Þú mættir gjaman vclta því upp í blaðinu hvcmig standi á því að lítið er um að fólk fari hjólandi eða gangandi út að höfúinni, lífæð bæjarins, til að fylgjast mcð því lífi scm þar er. Eins glæsilegt og hafnarsvæðið er orðið mundi á- byggilega mörgum finnast jafn- skemmtilegt að ganga út að höfn eins og niður á Borgarsand. Þctta er náttúrlcga fyrir það að göngu- og hjólaleiðir út að höfn em ekki aðlaðandi. Víða er hrjúft undir fæti á leiðinni að maður tali nú ekki um ef bloti er að þá sökkva menn í dmlluna. Það er því oft ekki nema um götuna að ræða til að ganga eða hjóla á og það cr nú ekki aðlaðandi fyrir fólk á afslöppunar- og hressingargöngu, að þurfa sífellt að hafa varann á hraðri umferð þama um“, sagði cinn lesandi blaðisins þegar hann leit inn á ritstjómina á dögunum. Alltof lítið er um að raddir les- enda blaðsins heyrist og því sjálf- sagt að koma þessari ábendingu á framfæri. Þessi maður bcnti á að það þyrfti ekki að leggja í mikinn kosmað til að gera þokkalcgan stíg fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur meðfram Eyrarveg- inum. Þá bcnti þessi sami maður cinnig á að skcmmtilcgt væri að fá greiðan gang eftir brún Naf- anna þannig að bæði Króksumm og gestum í bæinn gæfist kostur á gönguleið eftir Nöfunum. Greini- legt væri að ferðafólk hcfði mikla ánægju af því að skoða bæinn frá Nöfunum, og getur Feykir tekið undir þessi orð. Á kyrrum og fallegum sumar- kvöldum má oft og iðulega sjá út- lendinga á vappi eftir Nafabrún- inni. Nafimar bjóða upp á þennan skemmtilega möguleika að hægt sé að skoða bæinn frá þessu sjón- arhomi og víst er að gönguleið þama um yrði nijög vinsæl og skemmtileg. Það em nokkrir girð- ingaendar sem þama þarf að fjar- lægja og þegar leið yrði greið þama um, mætti hugsa sér í fram- tíðinni að gcra tengingu milli Naf- anna og væntanlegs skrúðgarðs bæjarins í Skógarhlíð. Með öllum þessum gönguleiðum yrði þetta oróinn mjög frambærilegur fólk- vangur sem Sauðárkrókur hefói upp á að bjóða. Fyrir nokkru varð ég áheyr- andi að viðræðum tveggja aldr- aðra kvcnna, sem vom að ræða kirkjuleg málefni út frá þeini at- burðuni sem gerðust nýlega á Scltjamamessókn. Það er ckki svo að skilja að ég hafi legið á hleri eða neitt í þeini dúr, held- ur átti umræðan sér stað þar scm fleiri hlutu að heyra til, enda var ekki talað á lágum nótum. Eg heyrði fyrst að önnur kon- an mælti ákveóin í bragði: „I niínu ungdæmi var borin virð- ing fyrir prestunum, en það cr eitthvað annað núna“, og blessuð konan dæsti af vandlæt- ingu. Hin konan skaut því að hvort það væri bara ekki þcini sjálfum að kenna að miklu lcyti. „Jú það er nú það, andvarp- aði sú cr fyrst hafði talað, áður horfði fólk upp til prestanna og virti þá sem þjóna guðs og þeir höfðu andlega fomstu í málum og töldu sig vcrða að vera sauð- um sínum góð fyrimiynd scm sannir hiróar. En nú keppast þeir um það að lýsa því yfir að þeir séu bara nicnn og hafi því fullt lcyfi til að velta sér upp úr synd- inni eins og hver annar. Ja, því- líkt og annað eins.“ „Þetta er nú kannski fullmik- ið sagt, andmælti hin og virtist vilja draga úr málum þcgar hér var komið“. „Nei alls ekki“, sagði sú fyrri og gerðist herská mjög, „ég hefði nú haldið að sá sem prédikar Guðsótta og góða siði fyrir öðmm, verði að sýna þá breytni sjálfur. Annars trúir cnginn orðum hans. Þcgar verk- in tala á móti orðunum, hvað er þá að marka það sem sagt er“. Eg heyrði að þessi rök kæfðu öll andmæli og stuttu seinna hurfu konumar af vettvangi. Eg fór að hugsa um það að sennilega færi svipuð umræða fram um allt land og þótti mér flest benda til þess að viðkom- andi mál væri lítt til þess fallið að hefja kirkjuna og þá sérdeilis kirkjunnar mcnn í áliti. En hversvegna ættu þcir svo sem að njóta álits? Þeir eru jú bara menn, eins og þeir sjálfir segja, ekki hótinu skárri en við hinir. Það er sem sagt komin upp sú staóa á Fróni, að séra Jón er, þcgar öllu cr á botninn hvolft, bara venjulegur Jón.... Þaó er sannarlega dásamlegt að upplifa yfirlýsingar um slíkan jöfnuð í mannfélaginu og það jafnvel frá biskupnum sjálfum. Það liggur líka á borðinu, að menn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því þó að þeir bregðist trausti annarra eða því sem þeim er til trúað. Menn ciga bara að biðjast fyrirgefningar og þá er allt í himnalagi. Mikið verða nú mannleg samskipti einföld og góð eftir þessa merkilegu Sel- tjamamessreynslu. Það cr aðcins einn skuggi yfir allri þcssari blessun.... Þó að kærleikurinn ráði í sínu æðsta veldi úti á nesinu litla og lága, þá virðist mannvonskan hafa búið sér öflugt vígi upp í Grcns- ási. Það er sannarlega ekki nógu gott fyrir okkar elskaða þjóðfé- lag. „I Grensási ráku þeir Gylfa á brott, þar grimmdinni tókst ekki að varna. En á Seltjarnarnesi er siðferðið gott í söfnuði kœrleikans barna. Rúnar Kristjánsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.