Feykir


Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 3
31/1994 FEYKIR3 Verslun ferðamanna: Gott sumar að baki „Við erum ágætlega sáttir við sumarið. Ferðamannastraum- urinn var dræmur framan af sumri, júní var lélegur, en síðan voru júlí og ágúst mjög góðir. Það er meira að segja ennþá nokkuð mikil umferð ferðafólks, en í fyrra datt hún alveg niður eftir verslunarmannahelgL Bens- ínsalan jókst mjög mikið frá liðnu sumri, en söluaukningin var ekki í sama hlutfalli í til- búnum mat og sælgæti, þannig að greinilegt er að fólk heldur meira að sér í neyslunni en áður“, segir Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri á Blönduósi um férðaman nastrau m in n í sumar. Greiðasöluaðilar og hótcl á Sauðárkróki greina frá sömu stað- reyndum. Júní hafi verið slakur eins og ávallt, en ræst úr undir lok mánaðarins og í heild hafi sumar- ið verið gott. Guðlaug Gunnars- dóttir á Ábæ segir umferðina hafa vcrið jafna og góða, en engir topp- ar eins og stundum hefur verið. Áhugi fyrir betri tengingu um Norðurland Vaxandi áhugi er meðal ferða- þjónustuaðila um að auka umferð ferðafólks um Noróurland og aó staðir á Norðurlandi vinni saman í þessum málum. I sumar kom fram tilllaga frá Ómari Braga Stefánssyni í ferðamálanefnd Sauðárkróks þess efnis að ncfnd- in standi fyrir átaki í því að auka ferðamannastraum fyrir Trölla- skagann. Fundur feróamálanefnd- arinnar samþykkti þá tillögu Ómars að í haust yrói komið á fundi með fenðamálanefndum Hofs- óss, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkur og jafnvel lleiri staða auk Sauðárkróks, enda heföu þessir staðir upp á margt að bjóða, sem tengja mætti saman og gera þessa leið spennandi fyrir ferða- menn, bæði innlenda og erlenda. Útbreiðsla lúpínu veldur áhyggjum Mikil útbreiðsla lúpínu í landi Sauðárkróks heftir valdið mönnum nokkrum áhyggjum og var málið rætt á fúndi umhverfis- og gróðuverndar- nefhdar bæjarins nýlega. Lúpínan hefur þótt breiða nokkuð hratt úr sér á einstökum svæðum í Nöfunum á síðustu ámm og er óttast að útbreiðsla hennar kunni að bitna á öðmm gróóri í Nöfunum. Þrátt fyrir þenna ugg var ákveðið á fundi umhverfis- og gróðurvemdar- nefndar aó setja málið í biðstööu, og bíða með aðgerðir gegn lúpínunni til næsta sumar. Samvinnubókin Eflum skagfirskt atvinnulíf! 4,3% nafnvextir 4,35% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92% Innlánsdeild Kaupfélags Skagýirðinga Bjartsýni hjá loðdýrabændum Á dögunum var á ferðinni í Skagafirði á vegum Sambands íslenskra loðdýrabænda dansk- ur fóðurráðunautur Vilhelm Weiss að nafni. Weiss ræddi við loðdýrabændur í Skagafirði um ýmislegt er lýtur að loð- dýraræktninni, einkum þó fóðrun og hirðingu dýranna og var þar farið ítarlega í samsetn- ingu fóðursins. Samkvæmt upplýsingum þeirra Reynis Bardal og Siguróar Hansen loðdýrabænda hafa orðið vemlegar framfarir í loðdýra- ræktninni hér á landi síðustu árin, og er ástæða þess einkum rakin til þess að gæði fóðursins hafa auk- ist. Tekin var upp sú stefna að kaupa dýrari hráefni meó meiri gæðum. Þetta liefur skilað sér í stærri og betri skinnum og tók danski sérfræðingurinn undir þessi sjónarmið loðdýrabænda. Weiss sagði þó ljóst að fóöurverð hér á landi væri 30% of hátt, en þetta háa fóðurverð stafar af smæð greinarinnar og að búin em dreifó, sem leióir til mikils flutn- ingskostnaðar á fóðrinu. Gæði íslensku skinnanna hafa þó ekki þótt eins mikil og þeirra dönsku, og kvað danski sérfræð- ingurinn helsta ráðiö við því að flytja inn jafnt og þétt dönsk kyn- bótadýr. Það er hinsvegar frekar dýr leið, þar sem pömð læða kost- ar 5500 krónur fyrir utan flutn- ingskostnaö. Þá hefur frjósemin ekki þótt nægjanleg hér á landi. Á einstaka búum hefur hún reyndar verið sambærileg við það sem best ger- Arvid Kro formaður Landssamband loðdýrabænda, danski sérfræðingurinn Vilhelm Weiss og Reynir Barðdal virða fyrir sér dýrin í búi þess síðasttalda á Gránumóum. ist í öðmm löndum, t.d. á flestum búum í Skagafirói, en í heildina er frjósemin 20% minni hjá Islend- ingum en Dönum. Reynir Barðdal telur að það sem geri það að verkum að Is- lendingar séu alltaf nokkuð á eft- ir þeim bestu í loðdýraræktinni, sem hann telur vera Dani, sé að öll leiðbeiningarþjónusta sé hér í molum. .d’að er ekkert til hér sem heit- ir rannsóknar- og tilraunastarf. Við þurfum vitaskuld að nýta þaó hráefni í fóður sem til fellur hér á landi. Okkar fóóur er töluvert frá- bmgðið fóðri í öðmm löndum. Þetta þýðir að við getum ekki not- ast við erlenda staðla varóandi fóðmn og verðum að sirka út hvemig fóðmn eigi að vera mið- að við okkar hráefni. Vitaskuld þarf að gera tilraunir varðandi samsetningu fóöurs og fóðmn og liggur beinast við að gera þaó á ríkisbúinu á Hvanneyri. Við höf- um fengið eina 4 ráðunauta til starfa, cn þeir hafa einhverra hluta vegna ekki enst í greininni og fljótlega ráðið sig í aðra vinnu. Það verður að ráð bót á leiðbein- ingarþjónustunni ef við eigum aó geta þróað loðdýraræktina í það að vera fyllilega samkeppnisfærir viö aðrar þjóðir, sem viö verðum að vera ef á að vera hægt að byggja á þessari atvinnugrein, Ioðdýraræktinni, í framtíðinni", sagói Reynir. Á framleiðslusvæði fóður- stöóvarinnar Melrakka á Gránu- móum við Sauðárkrók em 14 loð- dýrabú, 13 í Skagafirði og Skriðu- land í Langadal.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.