Feykir


Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 31/1994 „Guð gaf mér þessa góðu skapgerð og ég tek sæll og glaður því sem að höndum ber" Segir hinn níræði einbúi á Svanavatni í Hegranesi, Leó Jónasson „Nei, mér hefur aldrei leiðst og ég kann ekki aó láta mér leiðast. Hef heldur ekki hugmynd um hvaö er aó fá svima eða höfuðköst. Þaö eina sem heilsan hefur amaö mig eru fætumir. Þeir em famir að bila dálítió. En guö gaf mér þessa ákaflegu góöu skapgerð sem aldrei bilar. Eg tek sæll og glaður vió því sem að höndum ber. Þeir hafa líka verið að tala um þaó sum- ir aó ég sé svo lítið hmkkóttur. Eg segi að þaö sé út af því aö ég hugsi svo lítið illt um nágrannana“, segir einbúinn Leó Jónasson á Svanavatni í Hegranesi. Leó, sem varö níræður á liónum vetri, er einn þriggja eftirhfandi af 32 bömum Jónasar Jónssonar bónda og yfirsetumanns í Hróarsdal. Leó hefur búiö einn á Svanavatni síöan hann missti konu sína fyrir tæpum þrettán ámm. „Pabba tókst aö koma öllum sínum 28 bömum er upp komust til manns án þess aö þiggja neina styrki. Þrátt fýrir bústörfin og alla ómegöina gaf hann sér tíma til að taka á móti 600 bömum og sjálf- mennta sig í ensku, þýsku og öll- um Norðurlandamálunum", seg- irLeó. Systkinin ffá Hróarsdal þykja sérstakt fólk. Gáfumcnni sem búa t.d.yfir þeim hæfileikum aö vera mjög næm fyrir umhverfi sínu. BlaöamaóurFeykis spuröi Leó um þaö hvort þetta meö næmleikann væri ckki rétt. Varð þess var ef fólk var feigt „Jú, þaö er þaö, og ég er ekki sístur hvaö þetta sncrtir. Eg held ég hafi fæöst meó miðilshæfi- leika, en maöur geröi sér enga grein fyrir þessu lengi vel. Sem unglingur varö ég t.d. þess áþreif- anlega var ef fólk var feigt. I fyrsta skipti scm ég rak mig á þetta var að vori til þcgar ég og einn eldri bræöra minna fórum á pramma eftir Vötnunum á Krók- inn. Þegar vió lögðum í hann um daginn gat ég ekki með nokkru móti kvatt Björgu Stcinunni syst- ir mína, sem þá var 17 ára göm- ul. Um nóttina þegar viö komum heim voru okkur sögð þau sorg- artíðindi að Björg systir okkar hafði orðið bráðkvödd þama um kvöldið. Nokkrum árum síðar var ég svo sendur meö bréf frá móður minni til systur hennar í Amer- íku. Næsti pósthiröingarstaöur var Reynistaður og ég fór þangað ríöandi. Þegar ég kom á Reyni- staó, bankaði ég eins og lög gera ráð fyrir og Sigurður faðir Jóns alþingismanns kom til dyra. Hann bauð mér inn og fór með mig upp á loft, og þar lenti ég í miðdegismat, en þá var þrímælt á bæjum. Fékk ég baunir og feitan ketbita. Svo þegar við vorum búin að borða þctta og svolciðis, þá kvaddi ég fólkið og Sigurður fylgdi mér til dyra. Þegar ég ætl- aði að kveðja hann vék því svo við að ég gat það ekki með nokkru móti. Ég gat ekki tekið í hendina á honum og þetta var svolítið vandræðalegt (Blaða- manni varð nú hugsað til þess hvemig Leó mundi ganga að kveðja sig). Þegar ég kom heim og sagði foreldmm mínum frá þessu, sagði faðir minn: „Ætli hann sé fcigur". Það liðu átta dagar þangað til við fréttum lát Sigurðar á Reynistað. Allir eiga að vera ungir þar til þeir deyja Já, ég hcf alltaf verið næmur fyrir fólki", segir Leó og horfir fast á komumann. Mér finnst augun alltaf lýsa fólki vel, enda em það gömul sannindi að augun séu spegill sálarinnar. Eins er hægt að lesa mikið út úr rödd fólks. Ég tek nicira að segja fólk upp í síma, hcf gert það í fjölda mörg ár. Þannig kynntist ég Jóni Magnússyni hæstaméttarlög- manni í Rcykjavík. Ég heyrði hann tala í síma þcgar Sigfús Sig- urðsson var að lcggja rafmagnið héma í Rípurhreppinn. Þá hélt Sigfús til héma og skúramir vom niður á sléttunni. Þá var sveita- sími og síminn í skúrana var tck- inn úr línunni hingað hcim. Þeir leigðu í sömu blokkinni: Reykjavík, Sigfús og Jón Magn- ússon, þama rétt ofan vió sund- laugamar í Vesturbænum. Sigíús þurfti að reka eitthvert lögfræði- legt erindi fyrir sunnan og ég hlustaði á samtal þeirra. Svo cr ekki meira með það að svo fór Sigfús suður viku seinna. Þá bið- ur Jón hann að koma í sveit fyrir sig elsta stráknum. Þegar Sigfús kom að sunnan byrjar hann auð- vitað á því að biðja mig fyrir strákinn. Ég tók bara vel í það og samþykkti það. Svo kom Jón með strákinn í maí vorið eftir. Ég átti að láta hann gegna, láta hann vinna og láta hann éta allan mat scm á borð var borinn. Þetta gekk alltsaman vcl og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessu. Ég sagði Jóni það seinna að ég hefði ekki tekið af honum strákinn ef ég hcfði ekki verið búinn að heyra í honum í síma tala við Sigfús. Þá hló Jórí‘. Leó er ákaflega glaðvær og hefur gaman að segja frá. Hann er ckkert fyrir neitt vol og víl þótt gamall sé og muni tímana tvenna. „Allir eiga að vera ungir þar til þcirdeyja. Ég ætla að vera það", segir Éeó að síðustu þar scm hann horfir út úr lágreista bænum sínum á hólnum, Svana- vatni, nafni með rentu, því stund- um synda svanimir á tjöminni fyrir sunnan bæinn. Séð heim að Svanavatni. i boðið til smölunar hrossa og í réttir í Laxárdal Fólki gefst nú kostur á því í þriðja sinn á jafnmörgum árum að taka þátt í hrossa- smölun og stóðréttum með heimamönnum í Austur- Húna vatnssýslu. Það eru Hót- el Blönduós, Ferðaþjónustan Geitaskarði og hestaleigan Kúskerpi, sem bjóða upp á pakkaferðir í hrossasmölun í Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungu. Pakkaferðimar innihalda gistingu, morgun- verð, akstur til og frá réttar- stað og reiðhest í göngurnar, allt eftir þörfúm hvers og eins. Fyrirkomulag er þannig að reiknað er með að þátttakendur mæti á föstudeginum 16. sept- ember að gististöðum sínum. Daginn eftir verður síðan farið í smölun í Laxárdal. Gcrt er ráð fyrir að farið verði frá gististöð- um kl. 8,30 og komið til baka að smölun lokinni um kvöldmatar- Frá drætti í Skrapatungurétt leytið. Þá verður sameiginlegur kvöldverður á Hótel Blönduósi og síðan dansleikur á eftir. Að lokum verður réttað í Skrapa- tungurétt á sunnudeginum og hefjast réttarstörf um kl. 10,00. Um kl. 14,00 kemur kántrý- kóngur norðursins, Hallbjöm Hjartarson ríðandi og syngur nokkur laga sinna sem hljóma í útvarpi Kántrýbæ á Skaga- strönd. Þeim sem áliuga hafa að skrá sig í fcrðina cr bent á að hafa samband við Hótel Blönduós í síma 95-24126 cða Geitaskarð í síma 95-24341.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.