Feykir


Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 14.09.1994, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 14. september 1994,30. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill GFMWj Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Vaskir hleðslumenn að störfum á Knappsstöðum. Talið frá vinstri Jón Númason, Gunnlaugur Jónsson, Helgj Sigurðsson, Jón Sveins- son og Ríkharður Ríkharðsson. Garður hlaðinn upp að Knappsstöðum Hegranesið í þriðja sinn með full- fermi úr Smugunni Hegranes og Drangey komu til hafnar á Sauðárkróki á mánu- dag af veiðum úr Smugunni. Hegranesið var með fullfermi eins og úr tveim fyrri veiðiferð- um, rúmlega 100 tonn af fúll- verkuðum saltfiski, en Drang- eyjan var með eitthvað minni afla. Saltfisktúrarnir í Smug- una taka um þrjár vikur, og miðað við reynslu af veiðunum á síðasta hausti, er reiknað með að Hegranes og Drangey eigi eftir eina til tvær veiðiferð- ir í Smuguna. Að sögn Gísla Svans Einars- sonar útgerðarstjóra Skagfirðings lial'a vciðar togara fyrirtækisins í Smugunni reynst hin besta búbót við kvótabúskapinn. Togarar Skagfirðings hafa nú tekið upp úr sjó í Barentshafinu um 2000 tonn af fiski. Hegranes og Drangey hafa verið að veiðum þama í mestallt sumar og Skag- firðingur fariö í eina veiðiferð. „Okkur vcitir ekkert af að drýgja kvótann með því að halda skip- unum að veiðum fyrirutan land- helgina. Þetta er langt í frá næg- ur kvóti handa fjórum skipum sem við fáum úthlutaó. Það er töluverð skerðing í bolfiskinum á því kvótaári sem nú er nýbyrj- að“, sagði Gísli Svan. Fyrir skömmu lauk vinnu við að hlaða upp garð umhverfis kirkjuna að Knappsstöðum í Stíflu. Garðurinn sem alls er um 120 metra langur og einn metri á hæð er hlaðinn úr grjóti með torfi efst. Hann er ætlaður sem girðing utan um kirkjugarðinn á Knappstöð- um. Byrjað var á þessu verki í fyrra sumar og þá hlaðnir upp þrír veggir, sá fjórði var svo tekinn nú í byrjun mánaðarins og er nú aðeins ólokið frágangi við kirkjugarðshliðið. Helgi Sigurðsson frá Stóru- Okrum í Blönduhlíð sá um verk- ið og hafði nteð sér 3-4 menn við það. Helgi hefur fengist við hleðslu á ýmsum mannvirkjum undanfarin sumur og hleður jöfn- unt höndum úr torfi og grjóti. Það er hópur áhugantanna um verðveislu Knappsstaðakirkju sem stendur fyrir framkvæmd- inni. Kostnaður er um tvær millj- ónir en framlag fékkst úr kirkju- garðssjóði fyrirhluta af kostnað- inurn. Þetta er ekki eina fram- kvæmdin við Knappsstaðakirkju í ár því þar var fyrir skömmu byrjað að aka efni í bílaplan. Vonir standa til að gcrð þess ljúki á næsta ári. ÖÞ. Fíarnir buðu lægst í leikskólann Tilboð voru í gær opnuð í við- byggingu og breytingu á leik- skólanum Glaðheimum á Sauðárkróki. Fimm tilboð bár- ustogvar tilboð Friðriks Jóns- sonar sf lægst. Það var á tæpar 22 milljónir, eða tæp 75% af kostnaðaráætlun sem er rúmar 30 milljónir. Byggingaframkvæmdirnar við Glaðheima voru boðnar út á landsvísu og jafnvel var búist við að tilboð mundu berast frá verk- tökum í öðrum hémðum. Svo fór þó ekki og em öll tilboðin frá hcimaaðilum. Tilboðin í verkið em óvenju- lcga lág ntiðað við þau tilboð sem borist hafa í útboðsverk á síðustu ámm, og greinilegt að verktakar óttast kreppu á bygg- ingarmarkaðnum í vetur. Frændi þeirra „Ranna” Bjami Már Bjamason var mcð næst- lægsta tilboðið, rúmar 23 millj- ónir. Þá komu Trésmiðjan Yr og Trésmiðjan Borg með svipuð tilboð á tuttugustu og sjöundu milljóninniogtilboðK-Taks var hæst, 28,5 milljónir. Áætlað erað framkvæmdir hefjist fljótlega. Leiðbeinandi við GSS: Var látinn taka poka sinn skyndilega Leiðbeinandi sem ráðinn var til Gagnfræðaskóla Sauðárkróks í haust var sendur í veikindafrá áður en hann byrjaði kennslu við skólann. Skólanefrid Gagn- fræðaskólans hefúr farið fram á það við menntamálaráðu- neytið að maðurinn verði leystur frá starfi. Astæður þessa eru rökstuddar grun- semdir um að maðurinn hefði gerst sekur um refsiverða hátt- semi. Maðurinn, sem nýlega fluttist til landsins að nýju eftir að hafa búið í Noregi um skeið, sætti 28 daga gæsluvarðhaldi þar í landi vegna grunsemda um að hann hefði beitt börn sín alvarlegu ofbeldi, maðal annars á kynferðissviðinu. Þá heftir maðurinn sætt ásökunum um ýrniss önnur brot er varðar hegningarlög. Ekki hefur fengist niðurstaða í mál mannsins og hann því ekki vcrið sakfelldur. Maðurinn segist vera saklaus og hér sé um per- sónulegar ofsóknir að ræða gagn- vart sér, runnar undan rifjum skyldmenna fyrrverandi cigin- konu sinnar. Þetta kemur fram í DV í fynadag. Fclagsmálastofn- un Hafnarfjarðar hefur mál mannsins til meðferðar. Hann hefur víðar en á Sauðárkróki sóst eftir starfi leiðbeinanda, en yfir- leitt verið sagt upp störfum fijót- lega, þó kenndi hann heilan vctur austur á Egilsstöóum íyrir nokkmm árum. Sumstaðar hafa prófgögn mannsins verið dregin í efa og t.d. fellst Sálfræðingafélag íslands ekki á réttindi mannsins, en hann kveðst vera bamasálfræóingur. Bjöm Sigurbjömsson skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Sauðár- króks sagði gögn mannsins hafa sýnt að hann hefði góð próf og þessvegna hefði hann leitað eftir undanþágu fyrir liann scnt leið- beinanda. Bjöm vildi að ööru leyti ekki tjá sig um málið. Maðurinn byrjaði á því við komuna til Sauðárkróks að kaupa sér búslóð inn í íbúð þá er hann fékk leigða frá skólanum, enda fór hann frá öllu sínu í Noregi vegna skilnaðar við konu sína. Verslanir á Sauðárkróki sem maðurinn átti stór viðskipti við, óskuðu eftir að kaupsamningar sem hann hefði gert yrðu ógiltir og vömnum skilað. Maðurinn féllst á það. Einstaklingar byggja á Skagaströnd: Tvö einbýlishús í byggingu Ekki verður annað sagt en líf- legt sé í byggingarframkvæmd- um hjá einstaklingum á Skaga- strönd. Tvö einbýlishús eru nú í byggingu og unnið að endur- bótum á einu. í fyrra var byggt eitt einbýlishús á vegum ein- staklings og þá voru einnig byggðar nokkar íbúðir í félags- lega íbúðarkerfinu. Að öðmm byggingarfram- kvæmdum á Skagaströnd nú í ár má geta cndurbóta á gmnnskól- anum. Ljóst er að næg vcrkcfni verða hjá byggingarmönnum á Skagaströnd fram að áramótum. Verk hafa einnig gefist utan staó- arins. Helgi Gunnarsson verktaki hefur t.d. nýlokið gerð ræsis yfir Hlíðará við Bólstaðahlíð. Oddvitinn Smugan og saltfiskur, það er það sem allt virðist snúast um. Gæðaframköllun BÓKABtJÐ BKYlTcJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.