Feykir


Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 32/1994 „Það væri leiðinlegt fyrir sigurvegarann ef enginn annar mætti til keppni" Segir einn frægasti rallíkappi landsins, Örn „Dali" Ingólfsson Sjúkrahúsinu afhentar gjafir Við Sjúkrahús Skagfirðinga er starfandi Minningarsjóður Sigurlaugar Gunnars- dóttur frá Asi í Hegranesi. Sjóður þessi hefúr fært sjúkrahúsinu margar góðar gjafir, þó ekki hafi það farið hátt. Nýlega var veitt úr sjóðnum hálfri milljón króna til kaupa á tækjum fyrir sjúklinga sem eiga við hjarta- eða æðasjúkdóma að stríða, þrekhjóli og tæki er ritar hjartslátt. Tæki þessi kosta rúmlega 1100 þúsund og viðbótarframlag var fengið úr Gjafasjóði Sjúkrahússins, en í þann sjóð eru færðar allar peningagjafir stórar og smáar sem sjúkrahús- inu berast. Sjóðurinn hleypur síðan undir bagga með félagasamtökum sem færa sjúkra- húsinu gjafir. Þessi nýju tæki koma að mjög góðum notum við álagspróf á einstaklingum, helst þó hjartasjúklingum. Þessi álagspróf hafa hingað til verið gerð í Reykjavík og á Akurcyri. Stjóm Minningarsjóðs Sigurlaugar Guð- mundsdóttur skipa Olafur Sveinsson yfirlæknir Sjúkrahúss Skagfirðinga og aðrir í stjóminni em M Sambandi Skagfirskra kvenna, sem gekkst fyrir stofnun sjóðsins á sínum tíma, Helga Sigurbjömsdóttir og Sigrún Hróbjartsdóttir og 'étlf •**'* Frá afhendingu tækjanna til Sjúkrahúss Skagfirðinga. Pálína Skaiphéðinsdóttir formaður SSK. A ávarpi sem Olafur Sveinsson yfirlæknir hélt við alhcndingu gjafarinnar, gat hann þess að mikilvægt væri á þcssum síðustu og verstu tímum að hlúð væri að starfsemi sjúkrahússins, þegar vegið væri að því úr öllum áttum og reynt að draga úr starfseminni. A aðalfundi Lækna- félags Islands nýlega kom fram að niðurstaða nefndar um nýskipan heilbrigðismála, sem kynnt var á síðasta hausti, væri cnn í fullu gildi, og yrði henni beitt, að sögn hcilbrigðisráðherra Siglivats Björgvinssonar. Tiltölulega stutt er síóan farið var að keppa í bílaíþróttum hér á landi og þeir eru ekki margir rallíkappamir hérlend- ir sem hafa öólast landsfrægð. Flestir sem fylgjast með sportinu vita þó væntanlega hverjir eru þeir Bragi og As- geir, Rúnar og Jón og þar áöur Ómar og Jón. En þeir eru kannski enn fleiri sem vita hver Dali er, en það nafn fest- ist vió Öm Ingólfsson strax og hann tók þátt í sinni fyrstu rallíkeppni 1977. Þaó sem gerir það aö verkum að Dali hefur öólast heimsífægó um allt Island er þaó aö hann hef- ur haldið tryggó vió Trabantinn alla tíö. Ekki vegna þess aó þaó tæki sé sigurstranglegt í keppninni, heldur hitt aó þetta ódýra ökutæki hefur gert honum kleift aö vera meó. Hann hefur einfaldlega ekki haft efni á dýrari farkosti og þaó er Emi alveg nóg, hann er í þessu eins og sönnum íþróttamanni sæmir ánægjunnar vegna, eóa eins og Öm segir sjálfur, „það væri leiðinlegt fyrir sigurvegarann ef enginn annar mætti til keppni“. Öm tók þátt í Kuma alþjóða- rallinu á dögunum og var Ingólf- ur sonur hans aðstoðarökumaður. Þeir feðgar tóku einnig þátt í An- ingarrallinu fyrr í sumar, og í báð- um þessum keppnum náóu þeir helsta takmarkinu að koma Trab- antinum á leiðarenda, en það er svo sannarlega enginn hægðar- leikur því ekkert má útaf bera. Tvígengisvélin í Trabantinum er aðeins 32 hestöfl og nokkuð við- kvæm. Til dæmis er voóinn vís ef steinn lendir undir pústkerfinu og kveikjunni sem eru lægstu punkt- ar á bílnum og þaö er ekki heigl- um hent að forðast slíkt fyrir öku- menn aftasta bíls, þegar bílamir á undan hafa mokað grjóti úr könt- unum inn á veginn. Útlendingarnir undrandi „Það örlaði nú svolítið fyrir vanmáttakennd hjá okkur fyrir keppnina um daginn þegar við gengum inn um keppnisbílana, þessi tæki vom náttúrlega marg- falt aflmeiri en okkar og kosta vistaskuld margar milljónir sum- ir. En við hertum upp hugann og fómm í gegnum þetta eins og við best gátum”, sagði Öm aðspurður um Kumorallið, en hann varð fyr- ir valinu sem maður keppninnar fyrir aó koma Trabantinum í mark. „Það var svolítið gaman af viðbrögðum útlendinganna í keppninni gagnvart okkur, Belg- Öm Lh. og aðstoðarökumaðurinn Ingólfúr sonur hans á Trabantinum. unum, Finnunum og Bretunum. Þó það þyki nokkuð djarft hér á landi að keppa á Trabanti í Rallí- um, vekur það enn meiri undmn hjá útlendingum. Það má segja að svipbrigðin hjá þeim hafi breyst frá degi til dags gangvart okkur. Frá íyrsta degi úr því að vera góð- látleg meðaumkun, í það að vera undmn á öðmm degi og síðan að- dáun á þeim þriðja. Þegar viö höfðum lokið erfiðustu sérleið annars dagins, Dómadalsleið, sáu vinimir í fyrsta skiptið undir vél- skjólið, og þeir hristu bara haus- inn“. Pípan týndist En Öm, það henti eitthvað óhapp hjá þér þama á öðmm degi? ,Jú, ég var svo óheppinn að týna pípunni minni. Það bjargað- ist allt sarnan og Ami Jónsson lánaði mér tilreykta pípu, rétti mér hana mcira aö segja svo snyrtilega að við þurftum ekki einu sinni að slá af. En ég hafði varla fengið pípuna hjá Ama þegar við vomm svo heppnir að það kviknaði í Trabantinum. Þá kom í ljós að pípan var klemmd undir vélskjól- inu. Sagan segir að þess vegna hafi kviknað í bílnum“, sagði Om. Meðalhraðinn hjá þeim Emi og Ingólfi í kcppninni var rúm- lega 70 km, eöa 70,01. Skemmti- legast fannst þeim að aka um Öskjuhlíðina, enda náöu þeir þar betri tíma en tvær áhafnir í keppn- ina. „Þaö em svona krókóttar sér- leiðir eins og Öskjuhlíðin sem henta mér og Trabantinum best, sérstaklega ef þær cm niður í móti. Beinu og löngu kaflamir cm okkar verstu óvinir“, segir Öm. Og það er engin bilbugur á hon- um í Rallíinu. „Ég hef óskaplega gaman af þessu og það verður í síðasta lagi eftir þrjú ár sem næsta keppni er á dagskrá“. En Öm er farinn að nálgast 60 árin ískyggilega. Þaó vantar að- eins þrjú ár upp á, en aldurinn er afstætt hugtak þegar mcnn halda sér ungum í spennuleikjum eins og rallíkeppnum. Öm vildi að síóustu koma á lramfæri þakklæti til annars rallí- ökumanns úr Skagafirði Hermanns Halldórssonar, en þeir feðgar nutu aðstoðar hjálparflokks Hcrmanns í keppninni, t.d. varðandi flutning á bensini. Hermann stóð sig líka frábærlega í keppninni, en hann var meó í rallíum í fyrsta skipti í sumar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.