Feykir


Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 32/1994 U ■j'ir |ir|'lÍTT CJ CJ A A Texti: Kristján J. Gunnarss. \JjVJ-i 1 ilððr\\jrr\ Teikningar: Halldór Péturss. 177. Þcir gengu nú heim til skálans og komu við hurðina stundar fast Þá mælti Illugi: „Knýr Hösmagi hurð bróðif, segir hann. „Og knýr heldur fast“, sagði Grettir, „og óþyrmi- lega“. Og því næst brast sundur hurðin. Þá hljóp Illugi til vopna og varði dymar, svo að þeir náðu eigi inngöngu. Sóttust þeir þá lengi, og komu þeir engu við nema spjótalögum, og hjó Illugi þau öll af skafti. 178. Og er þeir sáu, að þcir gátu ckki að gert hlupu þcir upp á skálann og mfu. Þá færðist Grettir á fætur og þrcif spjót og lagði út á milli viða. Þar varð fyrir Kárr heimamaður Halldórs fiá Hofi, og stóó þegar gegnum hann. Rufu þeir nú um ásendana og treystu síóan á ásinn, þar til hann brast í sundur. Grettir mátti eigi af knjánum rísa Greip hann þá saxið Kársnaut I því hlupu þeirofan í tóftina, og varð nú höið svipan með þeim. 179. Grettir hjó með saxinu til Vikars, íýlgdarmanns Hjalta Þórðarsonar, og kom á öxlina vinstri í því er hann hljóp í tóftina, og sneið um þverar heiðamar og út und- ir hina hægri síðuna og tók þar sundur þvert manninn, og steyptist búkurinn ofan á Gretti í tveimur hlutum. Gat hann þá ekki upp rétt saxið svo skjótt sem hann vildi. 180. Og í því lagði Þorbjöm öngull í milli herða honum, og var það mikið sár. Þá mælti Grettin „Ber er hver að bak nema bróður eigi“. fllugi kastaði þá skildi yfir hann og varói hann svo rösklega, að allir menn ágættu vöm hans. Gretlir mælti þá til Önguls: „Hver vísaði yður leið í cyna?" Óngull mælti: „Kristur vísaði oss Icið". „En ég get“, sagði Grettir, „að hin arma kerling, löstra þín, hafi vísað þér, því að hcnnar ráðum munt þú trcysthafa". Jóhann Pétur Sveinsson fæddur 21. febrúar 1974 dáinn 26. ágúst 1994 Mikið fjölmenni var viðstatt útför Jóhanns Péturs Sveins- sonar er fratnfór frá Reykja- kirkju í Tungusveit miðvikudag- inn 14. september sl. Með Jó- hanni Pétri er genginn einn mesti Skagfirðingur er uppi hefur verið. Þá hafa samtök fatlaðra í landinu misstsinn ske- leggasta leiðtoga um áraraðir. Jóhann Pétur fœddist á Varmalœk í Lýtingsstaðahreppi 18. september árið 1959. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm og fótlun er honum fylgdi strax á unga aldri, braust Jóhann Pétur til náms og lauk hann stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1978. Embœtt- isprófi í lögfrœði við Háskóla Islands lauk hann 1984. Ári síðar þreytti Jóhann Pétur próf í norskum félagsmálarétti við Oslóarháskóla og varð síðan héraðsdómslögmaður árið 1988. Jóhann Pétur var alla tíð virkur í stafi Sjálfsbjargar og fleiri samtaka fatlaðra, bœði innan lands og utan. Hann var varaformaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra frá 1984 til 1988, en þá var hann kjörinn formaður samtakanna og gegndi þeirri stöðu til dauðadags. A árinu 1992 var hann kosinn forseti Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum. Einnig átti Jóhann Pétur sœti í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1988 og í landsstjórn flokks- ins frá árinu 1989. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns Péturs er Harpa Ingólfsdóttir. Jóhann Pétur Sveinsson er lát- inn langt um aldur fram. Það var fyrir nokkrum árum að hópur ung- menna úr Skagafirði gekk til liðs við Skagfirsku söngsveitina í Reykjavík. Upp til hópa var þetta afbragðs gott söngfólk og var því mikill fcngur fyrir kórinn að þcssu unga fólki. Einn þcssara nýju fé- laga var Jóhann Pétur Sveinsson. Þessi hópur hélt vel saman og stofnuðu þau fljótlega lítinn kór sem starfaði innan Skagfirsku söngsveitarinnar og var Jóhann Pétur þar fremstur í flokki. Lengi vel var þessi litli kór nafnlaus þar sem crfitt reyndist að finna nógu gott nafn. En viti menn, Jóhann Pétur kom með nafnið; „Veirum- Feykir fyrir 10 árum Fyrsta skóflustunga að félagsheimili Fyrsta skóflustunga að félags- heimili Skarðshrepps var tekin sl. lostudag í landi Sjávarborgar, rétt austan Sauóárkróksbrautar. Hjónin Kristmundur Bjamason og Hlíf Amadóttir gáfú 7000 fermctra lóð undir félagsheimilið. Það voru hjónin Hjörleifur heit- inn Sturlaugsson og Aslaug heitin Jónsdóttir á Kimbastöðum sem gáfu stofnframlag í byggingarsjóó félagsheimilisins og Hjörleifur arf- leiddi byggingarsjóðinn að umtals- veróri fjárhæð. Jón Eiríksson í Fagranesi llutti stutta tölu við athöfnina þar sem hann rakti aðdragandann að þessum áfanga í sögu hreppsins og lauk máli sínum með því að hvetja hreppsbúa til dáða við að gera veg nýja félagsheimilisins mikinn. Einn af yngstu alkomendum Hjörleifs Sturlaugssonar, Hjörleifúr Bjöms- son tók fyrstu skóflustunguna, en hann er sonarsonur Svavars Hjör- leifssonar sem er formaður bygg- ingamefndar. Framkvæmdir stöðv- aðar við Ströngukvísl Byggingamcfnd Bólstaðahlíóar- hrepps hefur stöðvað framkvæmd- ir við byggingu gangnamannaskála við Ströngukvísl. Nefndin kom santan til fundar sl. fostudag í gamla skálanum við Ströngukvísl og tók þessa ákvörðun. Ástæðan er, að sögn Jónasar Bjamasonar í Blöndudalshólum for- manns byggingamefndar, gróft brot á byggingarrcglugerð. Ekki var sótt unt lcyfi fyrir byggingunni til nefnd- arinnar eins og lög gera ráð fyrir og ekki hefur verið skilað til nefndar- ar“ skyldi hann heita, sem var samþykkt án athugasemda. Veir- umar fluttu aðallega músík af vandaöra taginu og sungu jafnan á skemmtunum hjá kómum og víð- ar. Jóhann Pétur kynnti ávallt lög- in og þá á sinn gamansama hátt. Þetta lýsir Jóhanni Pétri vel. Á öllu sem hann tók sér fyrir hendur eða tók þátt í var hann ávallt fremstur í flokki. Jóhann Pétur var sannur Skag- firóingur, hafði yndi af góðum söng og cins hafði hann gaman af innar teikningum eða meistara- ábyigð. Nefndin liefúr þó ítrekað ósk- að eftir þessum gögnum hjá Sveini Þorgrímssyni staðarverkfræðingi. Vinnuflokkur Rúnars Friðriks- sonar hélt til byggða á föstudag og óvíst er með framhald byggingar- framkvæmda. Það er Landsvirkjun sem stendur að byggingu skálans. Ó, þetta læknishús Eitthvaö ætlar að vefjast fyrir Veðramótsætt (Heiðarætt) að bjarga mcnningarverðmætum og flytja gamla Læknishúsið. Fyrst var þcim gcfinn frestur til 15. ágúst að fjar- lægja húsið, síðan til l. sept og nú til l. október. Brynjar Pálsson segir að þetta sé lokafrestur því bygging- arframkvæmdir hefjist á lóðinni um næstu mánaðamót og veröi húsið ritið sé þaó enn á lóðinni. Vonandi lætur Veóramótsætt nú til skarar skríða, þar eð hugmyndin er virðingarverð. Mikil rækja Gífúrlega mikil rækjuveiði hef- ur verið á Skagafirði undanfamar vikur. Á laugardaginn landaði vél- báturinn Týr ffá Sauðárkróki Ld. um 2,8 tonnum af fallegri meðalstórri rækju. Veiddist hún innarlega á firð- inum skammt undan Hofsósi. Illt er til þess aó vita hve erfið- lega gengur að selja rækju um þess- ar mundir, þcgar svona vel veiðisL Aðalsími Feykis er 35757 því að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Þótt æviárin væru ekki nema tæplega 35 var Jóhann Pét- ur búinn að afreka mikið á lífsleið- inni og það sem snéri að okkur í Skagfirsku söngsveitinni viljum vió þakka af alhug. Minningin um góðan dreng og frábæran félaga mun lifa meó okkur sem kynnt- umst honum. Harpa mín, fjöl- skylda og vinir, við vottum ykkur innilega samúó okkar. Söngstjóri og söngfélagar í Skag- firsku söngsveitinni í Reykjavík. 50 ár frá stofnun Löngumýrarskóla Um þessar niundir eru liðin 50 ár frá því að Ingibjörg Jó- hannsdóttir stofnaði hús- mæðraskóla sinn að Löngu- mýri í Skagafirði. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar á Löngumýri laugardaginn 8. október nk. og eru allir fyrr- verandi nemendur og kenn- arar hjartanlega velkonmir. Á Löngumýri verða kaffiveit- ingar frá kl. 13 til 18 síðdegis og um kvöldið er fyrirhuguð kvöld- vaka í félagsheimilinu Miðgarói kl. 20,30. Er þess vænst að nem- endur skólans um árin og allir velunnarar mæti þar. Eru nem- endur beðnir að tilkynna komu sína til Margrétar Jónsdóttur á Löngumýri í síma 95-38116, eða bréflega fyrir mánaóamótin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.