Feykir


Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 1
28. september 1994, 33. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablað á Noröurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNOARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Sterkar líkur á viðræðum Loðskinns og Skinnaiðnaðar Mál sútunarverksmiðjunnar Loðskinns komu til umræðu á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í gær. Engin afstaða var þar tekin til þess hvort ganga ætti til viðræðna við Skinna- iðnað hf á Akureyri um sam- starf eða hugsanlegan samruna þessara fyrirtækja. Stjórn Loð- skinns mun koma til fundar í dag og ræða þar hvort ganga eigi til viðræðna við forsvars- menn Skinnaiðnaðar. Taldar eru miklar líkur á að ákveðið verði þar að einhverskonar við- ræður eigi sér stað milli þessara aðila, þó svo að mjög þungt sé í þeim Loðskinnsmönnum í garð Akureyringanna eftir það sem á undan er gengið. Bæjarsjóður Sauðárkróks er um 25% eignaraðili í Loðskinni og er bæjarsjóður í talsverðum ábyrgðum hjá fyrirtækinu. Ljóst er að gremja bæjarstjórnarmanna vegna sölu SS á gærum til Skinna- iðnaðar er ekki síst tilkomin sök- um þess aö bæði SS og bæjar- sjóður Sauðáikróks skipta viö Bún- aðarbankann. Bæjarstjómarmenn töldu jafnvel að einstaka banka- stjórar bankans hafi vitað af því að SS æúaði að selja Skinnaiðnaði gær- ur. Á fundi bæjarstjómar með banka- stjórum BÍ báru bankastjóramir þetta af sér og i máli Bjöms Sig- urbjömssonar formanns bæjarráðs á fundinum í gær kom ftam að menn teldu svör bankastjóranna full- nægjandi og fundurinn með þeim hefói verið hinn ánægjulegasti. Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjar- fulltrúi var hinsvegar ekki á sama máli og Bjöm. Sagðist hún ekki geta séð að bæjarsjóður nyti þeirrar fyrirgreiðslu í bankanum sem hon- um bæri í ljósi mikilla viðskipta sjóðsins við bankann. Hún hefði verið þehrar skoðunar lengi og álit- ið að best hefði verið fyrir bæjarsjóð fyrir alllnokkm að færa annað, að minnsta kosti hluta viðskiptanna, Birgir Bjamason framkvæmda- stjóri Loðskinns sagði í samtali viö blaðið í gær að gerð hafi verið tilboð í skinn víða. Fyrirtækið væri búið aó tryggja sér nokkurt magn, en ekki nægjanlegl Gerðhefðuveriðtilboð sem enn hefðu ekki fengist svör við. Birgir sagði ómögulcgt að segja til um hvaða ákvöiðun yrói tekin í dag, en talið er líklegt að farið verði í viðræður við Skinnaiðnað. Kornið sekkjað beint af akrinum á Páfastöðum í fyrradag. Helgi Sigurðsson bóndi á Reynistað, Sigurður Baldursson bóndi á Páfastöðum og Baldur faðir hans. Laxeldisstöðin Miklilax: Norðmennirnir vilja ekki kaupa Málefni Miklalax í Fljótum virðast í óvissu á ný eftir fund forráðamanna norska fyrir- tækisins NFO Groppen frá Lofoten og Byggðastofnunar í síðustu viku. Þar lýstu Norð- mennirnir ytir áhuga á kaup- um á Silfurstjörnunni í Öxar- firði, en Byggðastofnun er 30% eignaraðili að þeirri stöð. Norð- mennirnir kváðust að öðrum kosti ekki til viðræðu um kaup á eignum Miklax. Norsku aðilarnir keyptu sem kunnugt er liskimi í stöðinni af Búnaöar- bankanum í haust, en bankinn áttí veð í fiskinum. Guðmundur Malmquist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar segir þetta tilboð Norðmanna ekki svaravert, enda hafi stofnunin eng- an ráðstöfunarrétt á Silfurstjöm- unni.„Menn geta ekki komið svona og sagst vilja kaupa eitthvert fyrir- tæki úti í bæ", sagði Guðmundur og að næsta skref í málinu sé að Byggðastofnun og skiptastjóri í þrotabúi Miklalax komi sér sam- an um hvort stofnunin leysi til sín eignir Miklalax eða leigði þær. Ef ákvörðun yrði tekin um að leigja stöðina yrði fyrst rætt við norsku aðilana. Aðspurður um hvort Noið- mennimir hafi haft í hótunum um að slátra öllum fiskinum í Mikla- laxi ef þeir fengju ekki Silfur- stjömuna, kvað Guðmundur svo ekki vera. „En menn reka vænt- anlega ekki lengi það sem þeir ætla sér ekki að eiga", saeði hann. Sjö bændur í Skagafirði rækta korn með þokkalegum árangri í hlöður nokkurra bænda í Skagafirði er nú komið korn, bygg sem sáð var í vor. Upp- skeran er nokkuð góð víða og virðist þessi tilraun sjö bænda í firðinum hafa tekist vel, en til þessa hafa menn almennt ekki haft mikla trú á því að unnt væri að rækta korn í Skaga- firði. Eyfirðingar höfðu áður eytt ótrú manna á kornrækt Norðanlands og það var Eyfirð- ingur sem þreskti korn bænd- anna í Skagafirði, var hér á ferðinni með vél sína á mánu- dag Korniðstóðafsérnokkrar frostanætur og grátt var niður í byggð þegar þreskt var í fyrra- dag. Byrjað var í Efra -Ási í Hjaltadal og síðan haldið á bæ- ina Reynistað og Páfastaði ofar í lirðinum. Sáð var byggi á þessum bæj- um í fyrrasumar. Bændur í Efra- Ási og á Reynistað rúlluðu þá bygggresið og létu ekki reyna á hvort það þroskaðist. Sigurður Baldursson á Páfastöóum var sá eini sem lét það spretta til fulls þroska, og tókst það þrátt fyrir mjög kalt sumar í fyrra. Sigurður var hinsvegar of seinn með að láta þreskja komið, fékk ekki þreski- vél í tæka tíð og lenti komið und- ir snjó. I ár tóku fjórir skagfirskir bændur til viðbótar þátt í kom- ræktartilraununum og einnig fóð- urverksmiðjan í Vallhólmi. Flest- ir bændanna sáðu í spildur sem eru um hektari að stærð. Sáð var bæði tveggja og sex raða byggi og kom það síðartalda betur út úr þessum tilraunum. Blaðamaður Feykis leit við þegar verið var að þreskja komið á Páfastöðum í fyrradag. Sigurður á Páfastöðum og Helgi á Reynistað virtust mjög ánægðir með uppskeruna, en þó hafði axið fokið nokkuð í storm- inum fyrir helgina. Þeir bændur sögóu öruggt að keypt yrði- þreskivél í héraðið fyrir næsta sumar, þannig að unnt yrði að þrekja kornið strax og fyrsta frost- nótt er afstaðin. Af þessari tilraun er sparnaóur bændanna einhverjir tugir þús- unda. Byggið er stór uppistaða í kjamfóðri fyrir mjólkurkýr, og það kæmi ekki á óvart þó kýmar yrðu vitlausar í þetta fóður eins vel og það lyktar. Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Æl bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviögeröir • Hjólbarðaverkstæói RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.