Feykir


Feykir - 28.09.1994, Side 1

Feykir - 28.09.1994, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Sterkar líkur á viðræðum Loðskinns og Skinnaiðnaðar Mál sútunarverksmiðjunnar Loðskinns komu til umræðu á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í gær. Engin afstaða var þar tekin til þess hvort ganga ætti til viðræðna við Skinna- iðnað hf á Akureyri um sam- starf eða hugsanlegan samruna þessara fyrirtækja. Stjórn Loð- skinns mun koma til fúndar í dag og ræða þar hvort ganga eigi til viðræðna við forsvars- menn Skinnaiðnaðar. Taldar eru miklar líkur á að ákveðið verði þar að einhverskonar við- ræður eigi sér stað milli þessara aðila, þó svo að mjög þungt sé í þeim Loðskinnsmönnum í garð Akureyringanna eftir það sem á undan er gengið. Bæjarsjóður Sauðárkróks er um 25% eignaraðili í Loðskinni og er bæjarsjóður í talsverðum ábyrgðum lijá fyrirtækinu. Ljóst er að gremja bæjarstjómarmanna vegna sölu SS á gæmm til Skinna- iðnaðar er ekki síst tilkomin sök- um þess að bæði SS og bæjar- sjóður Sauðárkróks skipta við Bún- aðarbankann. Bæjarstjómarmenn töldu jafnvel að einstaka banka- stjórar bankans hafi vitað af því að SS ætlaði að selja Skinnaiðnaði g;er- ur. A fundi bæjarstjómar með banka- stjómm BI bám bankastjóramir þetta af sér og í máli Bjöms Sig- urbjömssonar formanns bæjarráðs á fundinum í gær kom fram aó menn teldu svör bankastjóranna full- nægjandi og fundurinn með þeim hefði verið hinn ánægjulegasti. Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjar- fulltrúi var hinsvegar ekki á sama máli og Bjöm. Sagðist hún ekki geta séð að bæjarsjóður nyti þeirrar fyrirgreióslu í bankanum sem hon- um bæri í ljósi mikilla viðskipta sjóðsins við bankann. Hún hefði verið þeinrar skoðunar lengi og álit- ið að best hefói verið fyrir bæjarsjóð fyrir alllnokkm að færa annað, að minnsta kosti hluta viðskiptanna. Birgir Bjamason framkvæmda- stjóri Loðskinns sagði í samtali við blaðið í gær að geið hafi verið tilboð í skinn víóa. Fyriitækið væri búið að tryggja sér nokkurt magn, en ckki nægjanlegt Geröhefóuveriðtilboð sem enn hefðu ekki fengist svör við. Birgir sagði ómögulcgt að segja til um hvaða ákvöióun yiði tekin í dag, en talið er líklegt að farið verði í viðræður viö Skinnaiðnað. Kornið sekkjaö beint af akrinum á Páfastöðum í fyrradag. Helgi Sigurðsson bóndi á Reynistað, Sigurður Baldursson bóndi á Páfastöðum og Baldur faðir hans. Sjö bændur í Skagafirði rækta korn með þokkalegum árangri Laxeldisstöðin Miklilax: Norðmennirnir vilja ekki kaupa Málefni Miklalax í Fljótum virðast í óvissu á ný eftir fúnd forráðamanna norska fyrir- tækisins NFO Groppen frá Lofoten og Byggðastofnunar í síðustu viku. I»ar lýstu Norð- mennirnir yfir áhuga á kaup- um á Silfúrstjörnunni í Öxar- firði, en Byggðastofúun er 30% eignaraðili að þeirri stöð. Norð- mennirnir kváðust að öðrum kosti ekki til viðræðu um kaup á eignum Miklax. Norsku aðilarnir keyptu sem kunnugt er fiskinn í stöðinni af Búnaðar- bankanum í haust, en bankinn átti veð í fiskinum. Guðmundur Malmquist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar scgir þetta tilboð Norðmanna ekki svaravert, enda hafi stoíhunin eng- an ráðstöfunarrétt á Silfurstjöm- unni. „Mcnn geta ekki komið svona og sagst vilja kaupa eitthvert fyrir- tæki úti í bæ“, sagði Guðmundur og að næsta skref í málinu sé að Byggðastofnun og skiptastjóri í þrotabúi Miklalax komi sér sam- an um hvort stofúunin leysi til sín eignir Miklalax eða leigði þær. Ef ákvörðun yrði tekin um að leigja stöðina yrði fyrst rætt við norsku aðilana. Aðspuiöur um hvort Noið- mcnnimir hafi haft í hótunum um að slátra öllum fiskinum í Mikla- laxi ef þeir fengju ekki Silfur- stjömuna, kvað Guðmundur svo ekki vera. „En menn reka vænt- anlega ekki lengi það sem þeir ætla sérckki aó eiga", sagði hann. í hlöður nokkurra bænda í Skagafirði er nú komið korn, bygg sem sáð var í vor. Upp- skeran er nokkuð góð víða og virðist þessi tilraun sjö bænda í firðinum hafa tekist vel, en til þessa hafa menn almennt ekki haft mikla trú á því að unnt væri að rækta korn í Skaga- firði. Eyfirðingar höfðu áður eytt ótrú manna á kornrækt Norðanlands og það var Eyfirð- ingur sem þreskti korn bænd- anna í Skagafirði, var hér á ferðinni með vél sína á mánu- dag Kornið stóð afsér nokkrar frostanætur og grátt var niður í byggð þegar þreskt var í fyrra- dag. Byrjað var í Efra -Asi í Hjaltadal og síðan haldið á bæ- ina Reynistað og Páfastaði ofar í firðinum. Sáð var byggi á þessum bæj- um í fyrrasumar. Bændur í Efra- Asi og á Reynistað rúlluóu þá bygggresið og létu ekki reyna á hvort það þroskaðist. Sigurður Baldursson á Páfastöðum var sá eini sem lét það spretta til fulls þroska, og tókst það þrátt fyrir mjög kalt sumar í fyrra. Sigurður var hinsvegar of seinn með að láta þreskja komið, fékk ckki þreski- vél í tæka tíð og lenti komið und- ir snjó. í ár tóku fjórir skagfirskir bændur til viðbótar þátt í kom- ræktartilraununum og einnig fóð- urverksmiðjan í Vallhólmi. Flest- ir bændanna sáðu í spildur sem em um hektari að stærð. Sáð var bæði tveggja og sex raða byggi og kom það síðartalda betur út úr þessum tilraunum. Blaðamaður Feykis leit við þegar verið var að þreskja komió á Páfastöðum í fyrradag. Sigurður á Páfastöðum og Helgi á Reynistað virtust mjög ánægóir með uppskeruna, cn þó hafði axið fokið nokkuð í storm- inum fyrir helgina. Þeir bændur sögðu ömggt að keypt yrði þreskivél í héraóið fyrir næsta sumar, þannig að unnt yrði að þrckja komið strax og fyrsta frost- nótt er afstaðin. Af þessari tilraun er spamaður bændanna einhvcrjir tugir þús- unda. Byggið er stór uppistaða í kjamfóóri fyrir mjólkurkýr, og það kæmi ekki á óvart þó kýmar yróu vitlausar í þctta fóóur eins vel og það lyktar. —ICTch^IH ft|Di— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðórkrókur Fox: 36140 Bílaviógeróir • Hjólbarðaverkstæói RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.