Feykir


Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 33/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, Guóbrandur Þ. Guöbrandsson, Sæmundur Hemiannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meö virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á atHld að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Fulltrúafundur Þroska- hjálpar á Laugarbakka Sambýli fyrir fjölfatlaða að Fellstúni 19 á Sauðárkróki. Sambýli fyrir fatlaða tekið í notkun í síðasta mánuði var tekið í notkun á Sauðárkróki nýtt og glæsilegt sambýli fyrir fjölfatlaða að Fellstúni 19. Sambýlið er mjög rúmgott og aðstaða starfsfólks og íbúa mjög góð. Sambýlið rúmar fimm íbúa og eru fjórir þegar fluttir inn. Einnig er séraðstaða til skamm- tímavistunar. Forstöðumaður sambýlisins að Fellstúni er Iris Baldvinsdóttir. Starfsfólk er átta talsins og að auki starfa tveir við skammtímavistunina, og virðist fólk ætla að notfæra sér þá þjónustu sem þar er boðin.I lok næsta mánaðar verður tekió í notkun sambýli fyrir fjölfatlaða á Blönduósi, er verið hefur í byggingu undanfarið. Sambýlið er mjög svipað sambýlinu á Króknum, utan þess aö þar er ekki álma fyrir skammtímavistun. Sauðárkrókur: Húsaleigu- bætur samþykktar Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti einróma á fúndi sínum í gær að greiða húsaleigu- bætur á næsta ári. Einnig tók fúndurinn undir samþykkt stjórnar Sambands sveitar- félaga að endurskoðun á lögum um húsaleigubætur sé mjög brýn. Málió var afgreitt nokkuð hratt í gegnum bæjarkcrfið þar sem erindið barst seint og ffesturinn til afgreiðslu skamm- ur, eða til 1. október. Aætlað er að húsaleigubæt- umar mun kosta bæjarsjóð á næsta ári um þrjár milljónir króna. Er þaó hlutur bæjar- sjóðs í bótunum er nemur 40%, ríkið reiðir fram 60% mótframlag. Undir Borginni Rúnar Kristjánsson Hvalreki fyrir lítið bæjarfélag Fulltrúafundur landssamtak- anna Þroskahjálpar var hald- inn að Laugarbakka í Miðfirði um síðustu helgi, 23. og 24. september. Á fundinum var mikið rætt um mannréttinda- mál og hvernig mannréttindi fatlaðra yrðu best tryggð. Ragnar Amalds alþingismaður mætti á fundinn og fjallaöi um mannréttindaákvæði íslensku stjómarskrárinnar, mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu. Rætt var réttindagæsla fatlaðra og réttaröryggi. Einnig var rætt um réttarstöðu fatlaðra varðandi at- vinnu-, húsnæðis- og tómstunda- mál. Nokkuð var rætt um málefni Kópavogshælis og þá ákvörðun Alþingis að það heyrði ekki undir lög um aðstoð við fatlaða, en þrátt fyrir það hafa fatlaðir vistmenn hælisins ekki fengið neina úrlausn sinna mála og em vistaðir þar áfram. Að mati fundarins er þar um mannréttindabrot að ræða, þar sem vistun fatlaðra á sjúkra- stofnunum samræmist ekki lögum um málcfni fatlaða. Brýn þörf væri fyrir fleiri sambýli til að taka við fötluðum af sjúkrastofnunum. Ályktanir varðandi þessi mál vom samþykktar á fundinum. Gestir létu vel af aðstöðu og mót- tökum öllum á Laugarbakka. EA.. Skagstrendingar kunna al- mennt vel að meta að þeirra menn skari fram úr í drift og dugnaði, fyrirferð og fram- kvæmdasemi. Þegar upp koma dæmi um slíkt, leiðir það að sjálfu sér að menn fyllast heil- brigöum fögnuði og jákvæðum anda. Borgaraleg samheldni vex og þannig styrkjast undirstöður hinnar félagslegu heildar. Ein- staklingar sem gæddir em frá- bæmm hæfileikum, jafnt til lík- ama og sálar, em því kjömir til þess að leiða samfélagið fram á veg blessunar í hvívetna. Þá stað- reynd verða menn almennt að virða og viðurkenna, því í henni felast forsendur góðra samskipta til heilla fyrir allan almenning. „Fagrir eru fuglarnir" Varla minnist ég þess, að nokkur hafi fætt fram sterkari áhrif til vaxtar samfélagslegum hollustuþáttum, en einmitt sú staðreynd að þrír hæstu skatt- greiðcndur á Norðurlandi vestra í ár em allir frá Skagaströnd. Reyndar em fjórir af tíu hæstu gjaldendum frá byggðinni undir Borginni, en sá fjórði er algjört aukaatriði í þessu máli. Þar er að- eins um að ræða mann sem í sveita síns andlits hefur byggt upp eigið fyrirtæki frá gmnni. Eins og allir sjá og skilja er slíkt ekki neitt til að miklast af. Nei, það em auðvitað þessir þrír sem á toppnum em sem vekja hina sönnu hrifningu og njóta aðdáun- ar almennings fyrir að vera burðarásar í samfélaginu - hver meö sínum hætti. Að hugsa sér að sex hundmð og sjötíu manna kauptún skuli öðlast slíka upphefð að eiga þrjá hæstu skattgreiðcndur í umdæni- inu. Það er ótrúlegt en satt. Það greiðir cnginn á Sauðárkróki, Siglufirði, Blönduósi eða Hvammstanga eins mikið til þjóðfélagsins og okkar frcmstu menn hér á Skagaströnd. Ekki heldur neinn í Svínavatnshreppi. Við Skagstrendingar cmm óum- deilanlega á toppnum og stoltið streymir unt Ströndina eins og dúnmjúk dalalæða. Allir sjá og viðurkenna að fuglamir okkar cm öðmm fegri og fljúga hærra. Slíkir eru okkar menn Það er auðvitað mikill hval- reki fyrir lítið bæjarfélag, sem hefur átt við sína erfiðleika að etja í atvinnumálum og öðm að öólast þá upphefð sem fylgir nið- urstöðu skattstjóra. Þetta em jú okkar menn og þeirra frami er svona í vissum skilningi einnig okkar frami. Enn sem fyrr sjá Skagstrendingar það svart á hvítu, að þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir leiðtoga sína. Þama kemur skýrt frarn að þrír afburðamenn geta hæglega gert meðaltekjur í einu bæjarfélagi vemlega krassandi. Það er yfir- leitt gaman að vera Skagstrend- ingur, en þegar stolti manna yfír þeim forrréttindum er lyft upp í himinhæðir með framangreind- um hætti, þá verður sannarlega engu við það jafnaó. Sem almennur borgari á Skagaströnd flyt ég af hræróu hjarta þeim mönnum sem varpað hafa slíkum ljóma yfir heima- byggð sína, rnína innilegustu þakkir fyrir glæsta framgöngu í hvívctna og stórbrotið framlag til samfélagsins þarfa. Megi sú von mín verða að vemleika, að þeini auðnist að endurtaka afrekið að ári með ekki minni glæsibrag. Lýðsins höguin lyfta enn leiðtogarnir glœstir. Slíkir ern okkar menn - allra tekjuhœstir. Rúnar Kristjánsson. Nú getur þú valió! Með nýjum lögum um brunatryggingar húseigna, sem samþykkt voru á Alþingi í apríl sl., geta húseigendur nú sjálfir ákveðið hvar þeir brunatryggja húseignir sínar, en brunatrygging verður eftir sem áður skyldutrygging. Frá og meó 1. janúar 1995 ræóur þú hjá hvaða tryggingarfélagi þú kaupir brunatryggingu fyrir húseign/íbúð þína. Notaðu tækifærið og veldu hvar þú brunatryggir. Veldu Tryggingamiðstöðina þegar mest á reynir. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Söluumboö á Sauðárkróki BÓKABIÍÐ BRYNJARS Sími 35950.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.