Feykir


Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 28.09.1994, Blaðsíða 3
33/1994 FEYKIR3 Farskóli Norðurlands vestra: Mikil ásókn í starfs- nám fyrir meðferðar- og uppeldisfulltrúa Fyrsta námskeiði Farskóla Norðurlands vestra á þessu hausti var hleypt af stokkunum nú í vikubyrjun, þegar hófst starfsnám fyrir meðferðar- og uppeldisfulltrúa. Mjög mikil eftirspurn var eftir þessu námi, 47 sóttu um en einungis var unnt að taka 31 til náms. Starfs- nám þetta er samstarfsverkefni Farskólans, Fræðsluráðs félags- málaráðuneytisins og Svæðis- skrifstofu fatlaðra á Norður- iandi vesta. Nemendur á þessu fyrsta námskeiði fyrir meðferð- ar- og uppeldisfulltrúa eru starfsmenn sambýla fatlaðra á svæðinu og deildar unglinga- heimilis ríkisins. Starfsnámið fyrir meðferðar- og uppeldisfulltrúa skiptist í tvo hluta, 80 kennslustundir eru kenndar í fimm vikna önn nú í haust og síðan er meiningin að framhaldsnámið verði eftir ára- mót, einnig 80 kennslustundir. Leiðbeinendur eru alltsaman fagfólk og menntað á sínu sviði. Er um heimamenn að ræóa, að Margréti Margeirsdóttur fulltrúa í félagsmálaráðuneytinu undanskil- inni. Margrét fræðir um almcnna stjómsýslu, lög og reglugerðir. Sveinn Allan Mortens fram- kvæmdastjóri Svæóisskrifstofu fatlaðra gat þess við setningu starfsnámsins, að nú væri að komast í framkvæmd það sem rætt hefði verið um fyrir rúmum 20 árum þegar unglingaheimili ríkisins var sett á laggimar, en Allan var þar starfsmaður. „Við ræddum um nauðsyn náms til undirbúnings þessa starfa og fengum að sitja sálfræðitíma í einn vctur í Háskólanum hjá dokt- or Sigurjóni Bjömssyni sálfræð- ingi eiginmanni Margrétar Mar- geirsdóttuf', sagði Sveinn Allan og kvað skemmtilega tilviljun að þessir Skagfirðingar skula hafa átt hlut að þessu máli. Arsæll Guðmundsson skipu- lagsstjóri Farskólans og nýráðinn aðstoðarskólameistari Fjölbrauta- skólans gat þess að undirbúning- ur starfsnámsins hefði tekið rúma átta mánuði. Kvað Arsæll þaö nám sem nú væri að hefjast dæmigert fyrir hlutverk farskóla og falla nákvæmlega að þeirri hugmyndafræði sem að baki því lægi. Bauð Arsæll nemenduma velkomna í bóknámshúsið nýja og kvaðst vona að þessu fyrsta námskeið sem haldið væri á veg- um farskólans í húsinu, mundi fylgja röó fjölmargra námskeiða. „Farskóli Norðurlands vestra fellur undir það sem kallað hefur verið á íslensku námsmiðstöð, en námsmióstöðvar hafa risið víða á Norðurlöndum og hafa þann til- gang fyrst og fremst að auka menntun almennings þar sem þær cm starfandi og nýta í þeim til- gangi þann framhaldsskóla, kennslubúnað og kennslukraft í héraðinu, í okkar tilefelli kjör- dæminu", sagði Arsæll. Níu vilja stöðu félagsmálastjóra Níu sóttu um stöðu félagsmála- stjóra Sauðárkróks sem nýlega var auglýst laus til umsóknar. Oskað var eftir fólki til þessa starfa með félagsráðgjafa- menntun eða sambærilega menntun. Tveir umsækjcnda eru félagsráðgjafar og nokkrir umsækjenda sem hugsanfega flokkast með hliðstæða mennt- un. Afstaða til umsóknanna verður tekin á næstu dögum. Umsækjendur um stöðuna cm: Asdís Guðmundsdóttir, Asta Benediktsdóttir, Eiríkur Ragnars- son, Grímur Th. Vilhelmsson, Gunnhildur Harðardóttir, Hörður Ingimarsson, Magni Bjömsson, Rcgína Ástvaldsdóttir og Sturla Kristjánsson. Umsækjendinn Grímur Th. Vilhclmsson er sá sami er ráóinn var sem lciðbeinandi til Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks á liðnu hausti, en síðan sendur í veikinda- orlof að ósk skólanefndar. Grímur sagði í viðtali hjá Eiríki á Stöð 2 í liðinni viku að sér litist vel á Sauðárkrók. Ástæður þess að hann hafi hrökklast frá einum stað til annars, sagði Grímur ofsóknir aðstandenda fyrmm eiginkonu sinnar, en þeir einstaklingar tengdust söfnuði sjöunda dags að- ventista. Áskriftarsími Feykis er 35757 Hluti þátttakenda á starfsfræðslunámskeiðinu fyrir meöferðar- og uppeldisfulltrúa. Þeir eru 31 að tölu: 11 frá sambýlum fatlaðra á Sauðárkróki, sjö frá sambýlum á Siglufirði, sex frá sambýli fatl- aðra sem opnað verður á Blönduósi seinna í þessum mánuði, þrír frá sambýlinu á Gauksmýri og fjórir starfsmenn deildar unglingaheimilis ríkisins í Stóru-Gröf. Námsmannalína Búnaðarbankans erfyrir alla námsmenn frá 16 ára aldri. NAMS* BUNAÐARBANKINN - Traustur banki Sauðárkrókur, Hofsós, Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.