Feykir


Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 1
raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI „Kötturinn" á Bakka sem allt étur Fljótt á litið gæti þessi mynd sýnst vera af munum úr fornri gröf. Svo er þó ekki. Einar Otti dýralæknir tók hana á sláturhúsinu í haust af dóti er kom úr vömb heima- gangs eins af bæ frá aust- anverðum Skagfirði. Svo virðist sem heimalingur þessi hafi verið af ætt kattar bræðr- anna frá Bakka, er sögðu hundinn éta allt. Heimaln- ingurinn hefur greinilega hesthúsað kynstrin öll af gúmmíhönskum, þéttilistum og plasti utan af rúllu- böggum, svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstjórnir á Hvammstanga og Skagaströnd: Afþakka húsaleigubætur Hreppsnemdir Höfðahrepps og Hvammstangahrepps hafa samþykkt að greiða ekki húsa- leigubætur á næsta ári. Jafn- framt samþykktu sveitar- stjórnirnar áskorun til stjórn- valda um að enduskoða lögin um húsaleigubætur. Hrepps- nefnd Hofshrepps frestaði af- greiðslu málsins og hefur nú tæpan mánuð til að ákveða sig, en ráðuneytið lengdi frest sveit- arstjórna til 1. nóvember um að taka afstöðu til húsaleigubót- anna. Margir aðilar töldu að frestur sá sem gefinn var hafi verið allt of skammur. Lögin um húsalcigubætur eru ný af nálinni og húsaleigubætum- ar eiga ekkert skylt við leigustyrki seni kcnnarar og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið grcidda frá sveitarfélögum á undanföm- um árum, styrki sem gjaman eru kallaðir staðaruppbætur. Rcglugerð um húsaleigustyrki var gefin út nýlcga. Helsru atriði hcnnar eru þau að bætumar eru að hámarki 21 þúsund á mánuði og verða aldrei hærri en 50% leigu- upphæðar. Bætumar miðast við tekjur og cr grunnstofn á hverja íbúð 7000 krónur. Að auki gerir reglugerðin ráð fyrir að grcitt verði 4500 krónur fyrir 1. bam, 3500 fyrir 2. og 3000 krónur fyrir 3. Sveit- arsjóðum cr gert að fjármagna þessar styrkveitingar og sjá um útreikning bótanna. Ríkissjóður end- urgreiðirsíðan 60% bótaupphæö- arinnar á fjögurra mánaða fresti. Búast má við að endurskoðun fari fram á lögunum, þar sem samþykktir þess efnis hafa borist frá fjölda sveitastjóma um allt land. Rólegt hjá lögreglu Rólegt var hjá lögreglunni á Sauðárkróki um helgina þrátt fyrir mikinn fjölda fólks í stóð- réttum og fjölmenni á dansleikj- um. Maður var fluttur á sjúkra- hús i'l'tir að hafa misstigið sig í rcttunum, einn tæplega þúsund ballgesta í Miðgarði var laminn og bílvelta átti sér stað í Vall- hólmi aðfaranótt sunnudags. Engin slys urðu á fólki í bílvelt- unni en bíllinn er mikið skemmdur. Rólegheitin komu sér vel fyrir lögregluna sem sinnti sameiginlegu umferóarátaki lögreglunnar á Noró- urlandi. Við Tröllaskagahringinn voru 43 ökumenn kærðir. Ástæður kæranna voru ýmsar, s.s. hraða- akstur, vanræksla á notkun örygg- isbelta, biluð ljós og vanræksla á aðalskoðun og endurskoðun. „Þessi vcnjulegu aðfinnsluatriði", sagði Bjöm yfirlögregluþjónn. II Framkvæmdastjóri Skagfirðings: Erum viðbúnir ef hentugt skip býðst ii Einar Svansson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar/Skagfírð- ings segir að allsendis sé óá- kveðið hvenær ráðist verði í kaup á nýlegu skipi til endur- nýjunar skipakosts fyrirtækis- ins. „Við höfum fylgast með skipamarkaðnum í mörg ár og það er svo sem aldrei að vita hvenær við dettum niður á dæmi sem okkur sýnist að verði hagstætt fyrir okkar rekstur", sagði Einar. Forráðamenn Fiskiðjunnar/ Skagfirðings voru á dögunum í Færeyjum að skoða frystiskip. Einar segir að þeir séu búnir að skoða mörg skip á síðustu miss- erum. „I okkar augum er það ekkert fréttnæmt að skoóa skip. Þetta höfum við gert undanfarin ár og við cram að sjálfsögðu ekki að gera þetta að gamni okkar. Vió höfum keríisbundið fylgst meö skipamarkaðnum í nokkur ár, og erum viðbúnir því ef okkur býðst til kaups skip sem hentar okkar dæmi í útgerðinni og vinnslunni. Þaó getur tekið nokkum tíma fyrir okkur að meta svoleiðis hluti", sagði Einar og kvað allsendis ómögulegt að segja til um hvort af kaupum á færeyska skipinu yrði eða ekki. Aðspurður sagði Einar að það væri svo sem ekkert mjög aó- kallandi að endumýja eitthvert skipa Skagfirðings og ómögulegt væri að segja til um hvert þeirra yrði fyrst endurnýjað. Þetta færi allt saman eftir því hvað í boði væri. I lokin má geta þess að fær- eyski skipamarkaðurinn er ekki eins mikil útsala og margir gera skóna vegna efnahagsástandsins í landinu. Að sögn Einars em ekki mörg skip þar til sölu og einungis eitt skip hefur verið selt hingað til lands á síðustu missemm, ís- fisktogari sem keyptur var til Sandgerðis. Próf kjör hjá f ramsókn Nefhd sem skipuð var til undir- búnings framboðsmála hjá framsóknarmónnum í kjördæminu hefur komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegast sé að efha til prófkjörs í kjördæminu. Mun tillaga þess efhis verða lögð fram á kjördæmisþingi flokksins seinna í mánuðinum. Stjómir framsóknarfélaganna í kjördæminu voru beðnar um það fyrr á árinu að kanna hug félagsmanna á sínu svæði til þess hvernig bæri að velja fram- bjóðendur á lista. Niðurstaða nefhd- arinnar er byggð á þeim svömm. Talið er líklegt að þing- mcnnirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verði í sömu sætum á listanum áfram, þeim tveim efstu. Baráttan mun væntanlega snúast um næstu sæti. Elín Líndal Vestur-Húnvetningur var í þriðja sætinu síðast og Sverrir Sveinsson frá Siglufiröi í því fjóróa. Reiknað er með að þau muni bæði gefa kost á scr áfram og þá hefur Magnús Jónsson á Skaga- strönd veriö nefhdur sem hugs- anlegur kandidat í þriðja sætið. Taldar eru nokkrar líkur á að prófkjör verði einnig hjá sjálf- stæðismönnum og alþýóuflokks- mönnum í kjördæminu. Reiknað er með að ekki líði á löngu þar til nánari fréttir berist úr herbúðum þessara flokka. HCfcH?itl hpr- Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 yimtm bílaverkstæði ÆJlWMJBL sími: 95-35141 Sænwndargola Ib 550 SauÖórkrókur Fax: 36140 Bílaviógeröir • Hjólbaröaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.