Feykir


Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 34/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guöbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Askriftarveró 137 krónur hvert tölublað með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- firéttablaða. Sölumenn óskast! Umboðsaðili fyrir franskar snyrtivörur óskar eftir söluaóilum. Áhugi á snyrtivörum skilyrði. Há sölulaun. Góð vara. Áhugasamir hafió samband í síma 91-872949 eftir kl. 13 fimmtudag og föstudag. Land til sölu! Til sölu um þaö bil 800 hektara land úr jöróinni Fjósum, Bólstaðahlíðarhreppi A.- Hún. Land þetta er aö mestu heiðarland. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Fasteignamiðstöðin hf Skipholti 50b, sími 91-622030. Magnús Leópoldsson löggiltur fasteignasali Auglýsið í Feyki Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við snyrtingu og frágang á lóð Gagnfræðaskóla Sauðárkróks, en aillengi hefur verið rætt um að útbóta sé þörf á lóðum grunnskólanna í bænum. Fyrir nokkrum árum voru nemendur Barnaskólans t.d. spurðir að því hvað þeim fyndist helst vanta á lóð skólans. Flest barnanna svöruðu „gras“. Svo virðist sem mark hafi verið tekið á þessum athugasemdum því nú stendur til að tyrfa lóð Gaggans. Gerð gangstíga á Ióðinni er kominn vel á veg. Bæjarstjórn Blönduóss um húsaleigubæturnar: Verið að koma á f lóknu sam- starfsverkefni ríkis og bæja Bæjarstjórn Blönduóss sam- þykkti á tundi sínum í síðustu viku að bæjarsjóður muni ekki greiða húsaleigubætur á árinu 1995. Bæjarstjórnin segir að meðsetningu laganna um húsa- leigubætur sé verið að koma á flóknu samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga á sama tíma og markmiðið hafi verið að fækka slíkum verkefhum. Þá sé fram- kvæmd laganna um greiðslur innan kerfisins kostnaðarsöm og flókin og líkur á að sveitarfé- lögin muni bera þann kostnað að mestu þegar upp er staðið. I greinargerð bæjastjómar seg- ir að sveitarfélögin muni bera um- talsverðan kostnað vegna húsa- leigubótakerfisins, þeim sé ætlaó að sjá um ffamkvæmdina, eftirlit- ið og ýmislegt það er lýtur að samskiptum aðila innan kerfisins. Auk þess eigi sveitarfélögin að bera ábyrgö á framkvæmd kerfis- ins sem verði að teljast óeðlilegt í ljósi þess að reglumar séu settar einhliða af ríkinu sem greiði ein- ungis 60% kostnaðar en sveitarfé- lögin 40%. Með þessu sé verið að draga úr sjálfsákvörðunarrétti sveitarstjóma. Bæjarstjóm Blönduóss vill benda á að heppilegra hefði verið aó greiða húsaleigubætur til leigj- enda í gegnum skattakerfið líkt og gert er með vaxtabætur til fólks í eigin húsnæði. Sú leið er að öllu leyti einfaldari og kostnaðarminni cn það kerfi sem hér er tekið upp. Sérstaklega beri að vara við álirif- um laga um húsaleigubætur á fjármögnun og rekstur almenna húsnæóiskerfisins og íbúða í eigu opinberra aðila. Það kerfi sé al’ar viðkvæmt fyrir stökkbreytingum á húsnæðismarkaðnum og lítið þurfi til að kollvarpa því. I ljósi samþykktarinnar og ofangreindra atliugasemda skorar bæjarstjóm Blönduóss á Alþingi Islendinga og félagsmálaráðherra að taka lögin um húsaleigubætur til end- urskoðunar. Sauðárkrókskirkja: Barnastarfið að byrja Hyggur þá á langferð? GISLAVED, GENERAL, KUMHO, ARMSTRONG, SÓLUÐ. Vetrardekkin færð þú hjá okkur! Góð verð: Visa, Euro, Raðgreiðslur K.S. BÍLABÚÐ Bamastarfið í Sauóárkróks- kirkju hefst á sunnudaginn kem- ur, 9. október. Þá verður fyrsta bamamessan á haustinu og síð- an alla sunnudagsmorgna fram til jóla. Nýtt og áhugavert efni cr nú tekið upp, mcð sögum, brúð- um, söngvum og ffæðslu. Bama- starfinu sinna í vetur auk sóknar- prestsins, Linda Hlín Sigbjöms- dóttir, Svava Svavarsdóttir, Sig- ríður Stefánsdóttir og organist- inn Rögnvaldur Valbergsson. Bamamessur hefjast kl. 11,00. Femiingarfræðslan hefst með guóþjónustu í Sauöár- krókskirkju sunnudaginn 16. október kl. 14,00. Þá er væntan- lcgum fcnningarbömum og for- eldrum þcirra boóið til mcssu og verður kynningarfundur í kirkj- unni að lokinni messu. í vetur verður tekið upp nýtt fræðsluefni, fermingarkver, sem fræðsludeild kirkunnar hefur látið útbúa. Félag eldri borgara Skagafirði Félagar! Munið spila- og skemmtifundina alla föstudagakl. 14,00. Stjómin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.