Feykir


Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 3
34/1994 FEYKIR3 Af götunni Vill færa viðskipti frá sínum banka Á fundi bæjarstjómar Sauðár- króks á dögunum, þar sem til tals kom fundur bæjarstjómarmanna með fulltrúum Búnaðarbankans vegna Loðskinnsmálsins, sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, að hún hefði verið þeirrar skoóunar lengi að bæjarsjóður nyti ekki þeirrar fyrirgreiðslu sem honum bæri hjá bankanum, og þaó hvemig málin hefðu gengið fyrir sig nú gagnvart Loðskinni væri komið sem fyllti mælinn. Bæjarsjóður hefði átt fyrir alllöngu að vera búinn að flytja annað, að minnsta kosti hluta af sínum viðskiptum. Þessi ummæli Onnu Kristínar komu bæjarfulltrúum og öðmm er til þekktu spánskt fyrir sjónir, að því leyti að Anna Kristín er nefnilega varamaður í bankaráði Búnaðarbanka Islands. Þama átti sér greinilega stað hagsmuna- árekstur milli bæjarfulltrúans og varamannsins í bankaráðinu. Bæjar- fulltrúar höfðu samt ekki orð á þessu í umræðunum á fundinum. Kosningadagurinn hitti á réttardaginn Haraldur Jóhannesson bóndi í Enni í Viðvíkursveitereinn helsti hrossabóndi í héraðinu og einnig einn aðal forkólfur Sjálfstæðis- flokksins handan vatna. Gámng- amir þar um slóðir segja að í sumar þegar til tals kom að hafa haustkosningar og 1. október var nefndur til sögunnar sem kjör- dagur, hafi Halli í Enni hringt í flokksbróður sinn Davíð Oddsson og sagt honum að það gengi ekki upp að kjósa þennan dag, því þetta væri einmitt sami dagurinn og réttað væri stóð að Laufskál- um. Fjöldi aókomufólks kæmi í réttina og eyddi þar lunganum af deginum og þetta lið væri ábyggi- lega ekki það fyrirhyggjusamt að kjósa utan kjörstaða. Davíð var fjótur að blása haust- kosningar af eftir að hafa fengið þessa ábendingu Halla og kannski hefur Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður líka verið búinn að hafa samband við forsætisráðherrann. Onefndur Skagfirðingur sem átti tal af Villa kom einmitt inn á þetta að fyrirhugaður kosningadagur bæri einmitt upp á réttardaginn að Laufskálum. „Þeir hafa ábyggi- lega ekkcrt hugsað út í þctta", sagði Vilhjálmur þá. Askrifendur og auglýsendur! Þeir sem eiga ógreidda gíróseöla eru beónir aó greiða þá sem fyrst. Feykir Goðdalakirkja færð á nýja grunn Miklar endurbætur gerðar á kirkjunni Kirkjan sem byggð var 1904, færð á nýjan grunn er lendir innan veggja endurhlaðins kirkjugarðs að Goðdölum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar við Goðdala- kirkju í Vesturdal. Kirkjan hef- ur verið flutt á nýjan grunn og endurbyggð að mestu. Almenn- ur safnaðarfúndur haldinn 19. maí sl. samþykkti tillögu þess efnis að færa kirkjuna á nýjan steinsteyptan grunn utar og ofar, nær kirkjugarði, með það fyrir augum að kirkjan komi inn í garðinn, en núverandi kirkja og sú kirkja sem næst var á undan, hafa báðar staðið utan garðsins. Þann 5. júlí var kirkjan svo færð á nýja gmnninn. Til verksins var fenginn 30 tonna krani frá Sauðárkróki. Áður hafði klæðn- ing verið rifin utan af kirkjunni og grindin styrkt. Settir voru raf- línusiaurar í gegnum glugga kirkj- unnar á skipi og kór og á enda þeirrar bundnir kaðlar, sem mynduðu lykkju yfir þaki, en í hana var bóma kranans fest. Verkið gekk vel og tók um hálfa aðra klukkustund. Var kirkjan færð í þremur lotum og sett niður í milli. Síðan var hafist handa við end- urbyggingu kirkjuhússins. Burð- arviðir hafa verið endumýjaðir að mestu leyti og kirkjan klædd utan með nýrri timburklæóningu. Gluggar em nýir og í stíl vió þá glugga sem fyrmm prýddu þetta guóshús. Tum og forkirkja hafa verið endurbyggð frá gmnni og forkirkja klædd innan með panel- klæðningu. Nú standa yfir fram- kvæmdir innanhúss. Búið er að skipta um gólf og ákveðið hcfur verió að setja nýja klæðningu á innveggi, en hvelfing verður látin halda sér. I sumar hófust einnig fram- kvæmdir við kirkjugarðinn. Hef- ur verið unnið að því að hlaða nýjan garó umhverfis kirkjuna í framhaldi af gamla kirkjugarðin- um. Garðurinn er hlaðinn úr grjóti, og hefur efni í hann verið sótt út á Skaga. Gert hefur verið lítió bílaplan norðan kirkju. Um- sjón með garðhleðslu hefur Krist- ján Gunnarsson. Núverandi kirkja í Goðdölum verður 90 ára á þessu ári. Hún var reist árið 1904, cftir að kirkja sú sem á undan stóð, fauk af gmnni í ofsaveðri 28. desember 1903. Kirkjan heyrir því sökum aldurs undir Húsfriðunamcfnd ríkisins. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hef- ur haft umsjón með framkvæmd- um fyrir hönd Húsfriðunamefnd- ar. Formaður sóknamefndar Goð- dalakirkju er Axel H. Gíslason Svartárdal og yfirsmiður Friðrik Rúnar Friðriksson. Stefnt er að endurvígslu Goðdalakirkju fyrri hluta nóvembermánaðar og verð- ur þá jafnfram minnst 90 ára af- mælis kirkiunnar. Ó.Þ.H. Aðalfundur prófastsdæmisins í Héðinsminni um næstu helgi Héraðsfundur Skagafjarðar- prófastsdæmis verður haldinn sunnudaginn 9. október. Hann hefst meðguðþjónustu í Miklabæjarkirkju kl. 13,00. Séra Gísli Gunnarsson pré- dikar og sr. Olafur Þór Hall- grímsson þjónar fyrir altari ásamt sóknarprestinum sr. Döllu Þórðardóttur. Fundarstörfin fara fram í fé- lagsheimilinu Héðinsminni þar sem fundargestir sitja kaffiboð heimasafnaðanna í Blönduhlíð. Fundinum lýkur með kvöldverói presthjónanna á Miklabæ. Prófastur stýrir héraðsfundi og sitja fundinn prestar prófasts- dæmisins og safnaðarfulltrúar allra sóknanna. Auk þess er sóknamefndarmönnum heimil seta á héraðsfundi. Auk venju- legra fundarstarfa verða flutt tvö erindi. Linda Hlín Sigbjömsdótt- ir á Sauðárkróki og Sólveig Ámadóttir Uppsölum ræða gildi safnaðarstarfs og mikilvægi virkrar þátttöku í kirkjulífi bæði fyrir einstakling og samfélagið í heild. Samvinnubókin Eflum skagfirskt atvinnulíf! 4,3% nafnvextir 4,35% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.