Feykir


Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 34/1994 Tveir unglingar frá Sauðárkróki: Fengu að kynnast störfum landhelgisgæslumanna Ólafur Harðarsson og Reynhildur Karlsdóttir fóru í hálfs- mánaðarleiðangur með varðskipinu Ægi í sumar. Þau segja þetta hafa verið mjög skemmtilega og Iærdómsríka reynslu. Reynhildur Karlsdóttir t.h. ásamt Heiðu úr Mosfellsbænum. „Þaó var svolítió órótt í sjó- inn þegar vió lögðum upp frá Akureyri. Ég hafði gert ráðstafanir gagnvart sjó- veikinni og sett á mig sjó- veikiplástur. Mér gekk erf- iðlega að halda nióri mat, gubbaði honum alltaf, en leió ekkert illa aó öðru leyti. A þriðja degi tók ég plástur- inn af mér. Þá voru komin átta vindstig, en mér hafói samt aldrei liðið betur, nú át ég eins og mig frekast lysti og hélt öllu nióri“, sagði Reynhildur Karlsdóttir, ann- aó tveggja ungmenna frá Sauóárkróki sem í sumar fékk aó kynnast störfum landhelgisgæslumannanna á varóskipunum. Þau Reyn- hildur og Ólafur Haróarson fóm sinn hvom eftirlitsleið- angurinn meö varðskipinu Ægi í sumar. Hver eftilits- feró tekur 16 daga, og sögóu þau Reynhildur og Ólafur í samtali vió Feyki að þetta hefói verió mjög skemmtileg reynsla. Það er liður í fræðslu og kynn- ingarstarfi landhelgisgæslunnar að efnt var til starfsfræðslu fyrir unglinga um borð í varðskipunum á liðnu sumri. Rúmlega 50 ung- lingum víðsvegar af landinu var boðið að taka þátt í störfum á varðskipum tímabilið 30. maí til 31. ágúst. Hugmynd landhelgis- gæslumanna var að unglingamir kynntust störfum um borð í varó- skipunum. Engin laun voru greidd, en frítt fæði var um borð og það sögðu þau Olafur og Reynhildur að hefði verið sann- kallað veislufæði. „Þetta var alveg rosalega gam- an. Það var bara verst að við feng- um varla að vinna nógu mikið. Sjóliðamir voru ragir við að láta okkur vinna of mikið, þar sem við fengum ekkert kaup. Við unnum átta tíma á dag og tókum íjögurrra tíma vaktir, til skiptis á dekki, í brú, vélasal og eldhúsi“, sögðu þau Reynhildur og Olafur. „Það var nú óskaplega lítið að gera hjá okkur á þessum vöktum stundum. I vélinni t.d. fengum við lítið annað að gera en að þurrka af. I brúnni fengum við að grípa í stýrið stundum og síðan vorum við látin skrá niður staðsetningu skipanna eftir fréttum frá tilkynn- ingaskyldunni“. En þið hafið ekki orðið vimi að því þegar landhelgisbrjótur var gripinn? , jMei það hittist ckki þannig á", sögóu unglingamir sem báðir út- skrifuðust úr Gagnfræðaskóla Sauðárkróks á liðnu vori. „1 minni ferð vorum við mikiö í sjómæl- ingum. Byrjuðum héma á Húna- flóanum og fórum síðan vestur um. Þaó var siglt í 500 metra og mælt, síðan siglt í 500 metra og mælt, svona gekk þetta fram og til baka. Þetta var frekar lítil tilbreyt- ing hjá mér. Það er að heyra að meiri fjölbreytni hafi verið í ferð- inni hjá Reynhildi", sagði Olafur. Olafur fór meó Ægi um miðj- an júlí, rétt áóur en skipið fór í slipp. Það var því nóg að gera við að skrapa og undirbúa fyrir rnáln- inguna. Reynhildur fór síðan í næstu ferð á eftir og það var víst nóg að gera hjá henni við að klára að mála það sem ckki var málað í slippnum. „Það er óskaplega stór hluti vinnunar sem felst í því að þrífa skipið. Við vorum líka látin taka þátt í námskeiðum þama um borð: í skyndihjálp, reykköfun, og unt notkun flotbúninga. Og það var líka ýmislegt annað sem við fengum að gera. T.d. var siglt í kringum Hrísey á Zodiacbátum, sem var mjög skemmtilegt. Þegar dagblaðspakkinn frá flugélinni hitti ekki á þilfarið vomm við lát- in synda eftir pakkanum. Það var líka mjög skcmmtilegt". Olafur hafði farið einn túr á Drangeynni áður en færi gafst að fara meö varðskipinu og það er greinilegt að huguripn stefnir á sjóinn hjá honum. Olafur sagði okkur frá jafnaldra sínum sem hafði farið með varðskipinu í vor og sóst eftir að fara aðra ferð með skipinu. Nú er hann í sinni þriðju ferð og ekki ólíklegt að hann í- lengist þar frekar. Greinilegt var að Olafur öíúndaði svolítið þenn- an jafnaldra sinn, enda sagðist hann alveg geta hugsað sér að fara á sjóinn í framtíðinni. Stóðréttirnar: Minni drykkjuskapur en oftast áður Það var margt um manninn í almenningnum í Laufskálaréttinni. Vel á annað þúsund hross voru dregin í dilka í stóðréttum hjá Skagfirðingum og Húnvetning- um sl. laugardag í prýðisveðri. A Qórða þúsund manns íylgdist með réttarstörfúm og voru flestir réttargesta utanhéraðs- fólk, sumir langt að komnir, en hjá mörgu hestaáhugafólki er það orðin árviss regla að bregða sér í stóðréttir að haustinu. Sérstaklega er það Laufskálaréttin í Skagafirði sem dregur fólk að. Talið er að hátt í þrjú þúsund manns hafi komið í Laufskálarétt að þessu sinni og er það álíka fjöldi og undanfarin ár. Eins og jafnan áður voru rek- in um 700 fullorðin hross í Lauf- skálarétt og með ungviðinu slagar hrossafjöldinn hátt í þúsund. Þó- nokkur atgangur var við dráttinn, þó minna en oft áður. Virðist sem sá skilningur fari vaxandi í stóð- réttum í Skagafirði, að betra sé að beita lagni við skepnumar en of- forsi og djöflagangi við dráttinn. Þá sé líka síður hætta á því að kergja hlaupi í skepnumar er verði viðloðandi þær alla tíð. Drykkjuskapur var líka minni í Laufskálarétt en oft áður, en bor- ið hefur á því undanfarin ár að heilu hópamir komi í réttimar, að því er virðist með það að megin- tilgangi að slarka. Ekki er ólíklegt að mjög gott veóur á réttardaginn núna og síðasta liaust hafi orðið til þess að bæta ytri ásýnd hrossarétt- arinnar. Það var einmitt hér fyrir nokkrum ámm þcgar kalsaveður var jafnan er réttað var aó Lauf- skálum, að drykkjuskapur var með almesta móti í réttinni. Ein- staka mönnum fannst þá nóg um. „Eg þoli það hreinlcga ekki að koma í stóðréttimar, sökum þcss að mér finnst áfengisneysla um of hjá mönnum sem þama em að mcðhöndlahross. Mér finnst þctta ekki fara saman", sagði hesta- maður einn á dögunum. En réttarstörfin fóm ágætlega fram að þcssu sinni og fólk virtist njóta þess fyllilega í vcðurblíð- unni að vera innan um hrossin og mannfjöldann. Það er ætíð þtmnig að í Laufskálarétt hittir l'ólk kunn- ingja hvaðanæva af landinu. Það var létt yfir mannskapnum, söng- gleöin ríkti og fór vaxandi cftir því sem á daginn leið og sást fyrir endan á réttarstörfum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.