Feykir


Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 5
34/1994 FEYKIR5 Páll Pétursson alþingismaður: Sauðfjárrækt í vanda Hlýju og gjöfulu sumri er aó ljúka. Viö þingmenn Noröurlands- umdæmis vestra höfum þann sió aó feróast saman um kjördæmió á hverju hausti og hitta aó máli sveitarstjómir, héraösnefndir og forráöamenn fyrirtækja. Viö höf- um nýlega lokió þessari árlegu haustferö. Þaó er skemmst frá því aö segja aö hljóðið í viðmælend- um okkar vai' skárra nú en í fýrra og hitteófyrra, þrátt fyrir aö ýmsar ráóstafanir tíkisstjómar hafi kom- ið mjög hart nióur á flestum í kjördæminu. Vandræði sauðfjárbænda Ein atvinnugrcin á þó við óbærilega erf- iðleika að etja. Þar á ég við sauðfjárræktina. Ég hef um árabil haft uppi andmæli gegn þeirri framleiðslustýringu sem tíðkuó hef- ur verið í ktndbúnaói, sérstaklega í sauðfjár- rækt. Ég treysti mér ekki til þess að styðja búvörulögin 1985 vegna þess að þau buðu upp á óbærilega þróun og reynslan hefur sannað það. Eg gat heldur ekki stutt bú- vörusamninginn vegna þess hve hann er gallaður. Landbúnaðarpólitík Islendinga rímar heldur ekki við umheiminn og það býður upp á ómæld vandræði. Skerðingin hjá sauðfjárbændum hefur verið svo ægileg að þeir sem áttu 400 ær við upphaf búvörusamnings eru komnir niður í 260. Þar scm fólk hefur ekki að neinu að hverfa í þéttbýlinu á þeim at- vinnuleysistímum sem nú eru, hefur fram- leiðendum ekki fækkað að marki. Það gef- ur auga leið að svona lítil bú gefa ekki við- unandi tckjur. Menn em að éta upp eignir sínar og safna skuldum. Á mörgum sveita- heimilum cr nú raunveruleg fátækt. Ráð til úrbóta Einfaldasta ráðið til úrbóta er aó leyfa sauðfjárbændum að framleiða meira. Þeir kunna að framleiða kjöt, þeir hafa ræktun og húsakost. Innanlandsmarkaðurinn er of lítill. Markaðshlutdeild dilkakjöts hefur stórminnkað en hlutdeild annarra kjötteg- unda vaxið vegna þess að sauðfjárrækin hefur ein kjöttegunda þurft aö búa við framleiðslutakmarkanir. Mjólkurframleið- endur hafa haft möguleika á að breyta of- framleiðslu í mjólk í kálfakjöt og það þrengir enn að kjötmarkaðnum. Útflutningur á dilkakjöti er því óhjá- kvæmilegur og skynsamlegur. Bændur liafa átt kost á að leggja inn kjöt til útflutn- ings umfram greiðslumark á svoköllaða umsýslu. Þeir hafa fengið 150-200 krónur á kílóið sem er skárra en ekkert en þó hvergi nærri nóg. Það er skynsamlegt að verja nokkm fé til útflutningsbóta. Útflutn- ingsbætur eiga fullkominn rétt á sér enda sé hyggilega að þeim staðið. Eðlilegast er að verðbæta í hlutfalli við þaö verð sem fæst erlendis þannig að það yrði útflytjendum hvati til að fá sem hæst verð. Nýtum sóknarfærin Stórmerkilegt starf hefur verið unnið við að afla viðurkenningar á íslensku kjöti sem vistvænu og þegarhafa tvö sláturhús feng- ið tilskilin vottoró til útflutnings. Þessi sóknarfæri veróum vió að nýta. Einhver kann að spyrja hvar eigi að taka peninga til útflutningsbóta. Því er til að svara að engin atvinnugrein hefur verið skert meira á fjár- lögum en landbúnaður. Þar á ofan hefur ekki öllum fjármunum Framlciðnisjóðs verið skynsamlega varið. Þá eru bændur skattlagðir til Atvinnuleysistryggingarsjóðs en útilokaðir frá að fá úr honum. Þeim fjár- munum væri betur varið til að skapa þeim atvinnu. Ekki bara fyrir bændur Það er öllu kjördæminu ákaflega mikil- vægt að landbúnaður hér rétti við vegna þess að atvinnulíf flestra jréttbýlisstaðanna er mjög tengt landbúnaðarframleiðslunni. Þess vegna verðum við öll að sameinast í baráttunni fyrir því að gera Iandbúnaðinn lífvænlega atvinnugrcin á ný og það veró- ur best gert með því að gera sauðfjárbænd- um kleift að framleiða. Þessar ungu stúlkur efndu á dögunum til tombólu og létu ágóðann, 3350 krónur, renna til krabbameinssjúkra barna. Stúlkurnar heita Anna Rún Austmar Steinarsdóttir, sem er til hægri á myndinni og Rut Vilhjálmsdóttir. Frá Heilsugæslustöðinni Inflúensubólusetning veróur framkvæmd sem hér segir: Heilsugæslan Varmahlíð þriójudaginn 11. október kl. 13-15, Heilsugæslan Hofsósi þriðjudaginn 11. október kl. 16-17 Heilsugæslustöóin Sauóárkróki mióvikudaginn 12. október kl. 16-17 fimmtudaginn 13. októberkl. 16-17. Einnig er boóió upp á lungnabólgusprautu (kr. 1.100) sem veitir vörn til 5 ára, aóallega ætluó öldruóum og/eóa lungnasjúklingum. Þau fyrirtæki sem hafa hug á bólusetningum fyrir sitt fólk, vinsamlegast sendió inn lista meó nöfnum og kennitölum starfsfólks. Tímapantanir í síma 35270 milli kl. 9,30-11 og 13,30-16. Verð: Almennt veró kr. 1.200, ellilífeyris- og örorkuþegar kr. 800. Starfsfólk Heilsugæslu. Aðalsímanúmer Feykis er 35757 Áskrift og auglýsingar 35757

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.