Feykir


Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 05.10.1994, Blaðsíða 7
34/1994 FEYKIR7 Þórður Hólm Björnsson Fæddur 27. október 1976, dáinn 24. september 1994 Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lofjyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú ífriði, friður guðs blessi þig, hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Doddi er farinn frá okkur. „Það getur ekki verió“, var okkar fyrsta hugsun þegar okkur barst þessi sorgarfregn unt að Doddi hafði látist í bílslysi. Doddi var okkur sem dýrmæt gjöf og þaó er erfitt að trúa því að eiga ekki eftir að sjá hann birtast með fallega brosið sitt, fullan af lífsgleði. Alltaf var stutt í gamnið hjá Dodda og við getum huggað okkur við allar þær dýrmætu minningar sem hann skilur eftir í huga okkar. En af hverju hann? Okkur þykir ósanngjamt og sárt að Guð hafi hrifsað hann frá okkur svo fyrirvaralaust. Doddi verður meðal okkar allra, en sárast er að geta hvorki séð hann né snert. Var þetta tilviljun ein eða var þetta alltsaman fyrirfram ákveð- ið? Þessi spuming brennur á vömm okkur allra, en hvergi fást svör. Við vitum að Dodda líður vel núna þar sem hann er og þar er hann á meðal vina. Far þú í friði kæri vinur. Við vottum fjölskyldu hans, ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð. Valgerður, Margrét, Hulda, Harpa Lind, Anna Kristín, Elísabet og Berglind. Thor Vilhjálmsson og sonur Bjössa Ólínu sýna í Króknum Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur ntun sýna málverk á Kaffi Krók um helgina auk þess sem hann ætlar að lesa upp úr nýrri bók sinni Tvílýsi á sunnudag milli klukkan 15 og 17. Thor er best þekktur sem rithöfundur en hann hefur einnig fengist við að mála og hefur sýnt að undanfömu í Sól- on Islandus í Reykjavík. Hann kemur með hluta þeirrar sýningar og gefst fólki kostur á aö sjá myndimar á Króknum frá föstu- degi og fram á sunnudag. Um sölusýningu er að ræða. Margir eldri Króksarar kannast við Bjössa Olínu. Sonurhans Þor- steinn Ulfar Bjömsson sýnir þennan mánuð myndir sinar á Kaffi Krók. Þorsteinn, sem var tíu sumur í sveit hjá Lilju í Asgarði í Blönduhlíð, segir að Skagfirðing- urinn hafi alltaf átt mikil ítök í sér. Þaö hafi aldrei liðið það sumar að hann komi ekki í fjörðinn. Þorsteinn, sem er læróur kvik- myndagerðarmaður, dundaði sér til gamans við fikt með pensla, meitla og sporjám í nokkur ár. Svo fór aó þrátt fyrir stórafmæli vina og kunningja fór að safnast upp hjá honum margt mynda. Hann hélt þá á fund gamals kunn- inga, Sigga sýsl, og spurði hann álits hvaó bæri að gera við mynd- imar. „Blessaður góði sýndu þetta bara“, sagði Siggi. (fréttatilkynning) Það verður mikið að gerast í íþróttunum um helgina! Körfuknattleikur: Meistaraflokkur kvenna 1. deild: Laugard. kl. 14,00. UMFT - KR Sunnud. kl. 14,00. UMFT -KR Meistaraflokkur karla úrvalsdeild: Sunnudagur kl. 20,00 UMFT - ÍBK Fjölliðamót í stúlknaflokki hefst á laugardag kl. 15,45 og byrjar síðan aftur á sunnudagsmorgun kl. 9,00. Bæjarkeppni í knattspyrnu: Laugardagur kl. 11,00 UMFT - KS Tindastóll. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgcrð 1986, ekinn 130 þús. km, mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu tvær góðar tölvur, Atari STE 1040 og Amiga 500. Forrit og fjöldi leikja fylgir báðum tölvunum. Upplýsingar í síma 95-12515. Til sölu amcrískur Ford Granada árgerð 1980. Verð 175 þúsund. Upplýsingar í síma 36034 (Eiríkur). Til sölu Mitsubishi L 200 Double-Cab 4X4 turbo disel árgerð 1993, húsbíll Bens 307 disel árgerð 1978, Ford 2000 dráttarvél árgerð 1971, Triolett hcymötunarkerfi fyrir laust hey, og rúlluhey, 2000 kr. rúllan. Folar 4,5 og 7 vetra. Tek hross í hagagöngu og útifóðmn. Upplýsingar í síma 24411 (Þorgrímur). Til leigu! Til leigu fjögurra herbergja rúmgóð íbúð. Laus strax. Upplýsingar í síma 35083. Hlutir óskast! Óska eftir að kaupa kolaelda- vél, lurkaketil, eða annars konar brennsluofna. Hlutirnir ntega þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í síma 95-38032. Krossar á leiði! Hvítir steyptir krossar á leiði til sölu. Hæð 80 sm, verð kr. 3000. Upplýsingar í síma 38157. Héraðsfundur Skagaij arðarprófastsdaemis hefst með guðsþjónustu í Miklabæjarkirkju sunnudaginn 9. október kl 13,00. Prófastur. t Þökkum hjartanlega fyrir auósýnda samúó vegna fráfalls sonar okkar og bróóur Þórðar Hólm Björnssonar, Smáragrund 1, Sauðárkróki Meö guós blessun til ykkar allra Hólmfríður Þóröardóttir Bjöm Jónasson Snæbjöm Hólm Bjömsson Halldór Þorsteinn Gestsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, móóur, tengdamóður, ömmu og langömmu Rósu B. Sveinsdóttur, Suðurgötu 4, Hofsósi Gunnar Stefánsson Þóra Gunnarsdóttir Garðar Ól. Schram Sverrir Gunnarsson Guðlaug Jóhannsdóttir Guólaug Gunnarsdóttir Sævar Einarsson Loftur Gunnarsson Erlendsína Helgadóttir Stefán Gunnarsson Stefanía Guómundsdóttir Asdís Gunnarsdóttir bamaböm og bamabamaböm.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.