Feykir


Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 8
12. október 1994,35. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Fyrsti snjór haustsins féll um síðustu helgi. Ökumenn voru margir hverjir óviðbúnir vetrarakstri og mátti greina það á umferðinni í sjúkrahúsbrekkunni á Króknum á laugar- dagsmorgun. Framboðsmál Alþýðuflokksins: Minni líkur á að Jón Sæmundur gef i kost á sér Svo virðist sem minni líkur séu nú fyrir því cn áður að Jón Sæ- mundur Sigurjónsson fyrrver- andi alþingismaður gefi kost á sér í cfsta sæti framboðslista AI- þýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra fyrir alþingis- kosningarnar á vori komanda. „Það er algjörlega óráðið hvað ég gcri“, sagði Jón Sæmundur í samtali við Feyki fyrir hclgina. Litlu munaði að hann næði kjöri í síðustu kosningum, hlaut ágæt- ist kosningu. Alþýðuflokkurinn bætti við 1,5% fylgi í kjördæm- inu frá kosningunum á undan. Jón Sæmundur neitar því stað- fastlega að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram fyrir Alþýðuflokk- inn í öðru kjördæmi. Ljóst er að nokkrir aðilar hafa áhuga á efsta sæti listans hér í kjördæminu. Þar hafa verið ncfndir til sögu Kristján Möller forseti bæjarstjómar Siglu- fjarðar og tveir skólamenn á Sauð- árkróki: Jón F. Hjartarson skóla- meistari Fjölbrautaskólans og Bjöm Sigurbjömsson skólastjóri Gagnfræðaskólans og bæjarfull- trúi. Alþýðuflokksmenn áforma aö halda kjördæmisþing sitt seint í mánuðinum og þar verður væntan- lega tekin ákvörðun um hvemig staðið verði að framboðsmálum. Verulega líkur eru taldar á próf- kjöri. Upp hafa komið innan stjómar Kjördæmisráös Alþýðuflokksins deildar meiningar um réttmæti skipunar formennsku í stjóminni. A kjördæmisþingi fyrir tveim árum var Guðmundur Amason á Sigluflrói kosinn formaöuraf hon- um fjarstöddum. Guðmundur, sem gegnt hafði trúnaðarstörfum fyrir flokkinn lengi, taldi tíma vera kominn til að einhver annar tæki við og afhenti umboð formennsk- unnar Stefáni Gunnarssyni á Hofs- ósi. Þessu hafa aðrir stjómarmenn ekki vilja una, þeir Pétur Valdi- marsson á Sauðárkróki og Steindór Haraldsson á Skagaströnd. Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið | Pottþéttur klúbbur! Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Nokkrir hundar hafa drepist af völdum skæðs vírussjúkdóms Staðfesting liggur fyrir á því að svokallaður „parvóvírus“ hafi stungið sér niður á svæðinu og valdið dauða þriggja hunda. Sterkur grunur leikur á að vírusinn hafi grandað þremur hund- um til viðbótar, en staðfest- ing um það liggur ekki fyrir. Vírusins varð fyrst vart í hundi á Siglufirði sl. vor, stð- an í Fljótunum mánuði seinna og á síðustu vikum hefur veikin verið að stinga sér niður í nágrenni Sauðár- króks og í Seylu- og Akra- hreppi. Brýnt er að hunda- eigendur á svæðinu láti bólu- setja hunda sína við vírusn- um og setji sig í samband við dýralækna á viðkomandi svæðum. Að sögn Rikkc Schultz dýralæknis kom þessi vírus upp á höfuðborgarsvæðinu fyrir tæpum tveim árum. Veik- in lýsir sér með miklum upp- köstum og niðurgangi ásamt blæðingum úrþörmum. Víms- inn er bráðdrepandi, sem sést á því að hundarnir hafa drepist á hálfum sólarhring frá því að fyrstu ummerki um veikindi sáust á þeim. „Það þarf að tvíbólusetja við þessum vírus í byrjun, mcð mánaðarmillibili, og síðan einu sinni á ári í nokkur ár til að halda mótefninu við. Það cr þessi árlega bólusetning sem fólk hefur viljað trassa en cr mjög nauðsynleg. Ég vil benda hundacigendum á að það er mjög brýnt að þcir láti bólu- sctja hunda sína", sagði Rikke. Séra Hjálmar mun njóta staðgengilsþjónustu „Ef það kænii til að ég tæki sæti á Alþingi næsta kjörtíma- bil er það frágengið við biskup Islands að prestur verði settur á Sauðárkrók í fullt starf, auk þess sem ég mun að sjálfsögðu ekki flytja burtu“, segir séra Hjálmar Jónsson sem nú stefn- ir á 1. sæti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í komandi kosningum. Ymislcgt þykir benda til að prófkjör muni fara fram í kjör- dærninu um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins. Aóspurður um hvort hann mundi þjóna prestakallinu meöíin á prófkjörs- baráttu stæði segir Hjálmar: „Sú ákvörðun býður síns tíma, þar sem að enn er ekki fyrirséð hvort prófkjör verður, en ég mun tryggja það að full prestþjónusta verði þótt ég hverfi um skeið til annarra starfa og hefur biskup heitið mér fullum stuðningi til jjess", sagði Hjálmar og gat þess einnig að þeir sem kæmu til þingstarfa væru úr hinum ýmsu stéttum og venjan væri sú að þeir fengu staðgengilsþjónustu á nicðan. „íslenska lýðveldið er 50 ára á þessu ári. Mér finnst þaö gott og göfugt hlutskipti að taka þátt í landsstjóminni. Pólitík erckki ill í sjálfu sér. Við þurfum að gæta þess að málefnin ráði. Ég hef ýmsar áherslur sem ég mun koma á framfæri á næstunni, bæði um innlend málefni og samskipti við aðrar þjóðii'’, sagði Hjálmar að cndingu. Hús brunnu í Kálfshamarsvík Þrjú hús brunnu til kaldra kola í Kálfsharnar.svík á Skaga að- faranótt þriðjudagins í liðinni viku. Slökkvilið Skagastrandar var kallað á vettvang og voru öll húsin brunnin cr það kom á staðinn. Aðcins eitt hús er nú uppistandandi í Kálfshamars- vík, og þjónar það hlutverki bátaskýlls og nctagcymslu. Fyrr á öldinni var mikil útgcrð frá Kálfshamarsvík og bjuggu rúm- lega 100 manns þar þegar flest var á öðrum tug aldarinnar. Ekki hefur verið búið í Kálfs- hamarsvík til fjölda ára, en nytjar hafa verið stundaðar af eigendum staðarins fram á þcnnan dag. Sveinn Sveinsson bóndi á Tjöm hefur umsjón með vitanum við Kálfshamarsvík. Um 20 mínútur yflr eitt aðfaranótt 4. október var honum litió niður í víkina eins og hann á vanda til. Sá hann þá húsin standa í björtu báli. Húsin vom skúrbyggingar, svefnskáli og tveir gcymsluskúrar. Taliö er lullvíst að kviknað hafi í út frá rafmagni. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf. Oddvitinn Ég skal verða kapelán hjá séra Hjálmari.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.