Feykir


Feykir - 19.10.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 19.10.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 36/1994 Feykir fyrir 10 árum „Það er gífurlega mikilvægt fyr- ir okkur að vinna þcnnan Icik. Samkvæmt bókinni er þetta sé leikur sem við cigum að vinna, en það er oft hægara sagt en gcrt að fara út í slíka leiki. Eg á von á því að Snæfcllingarnir komi kol- brjálaðir til leiks og við megum vitaskuld ckki falla í þá gryfja að vanmeta þá, þó þeir hafi verið að tapa stórt í dcildinni. Við von- umst líka eftir góðum stuðningi frá áhorfendum. Ef þeir fjöl- menna í húsið og láta vel í sér heyra gæti það reynst drjúgt á mctum. Sigur í þcssum Ieik veit- ir okkur auknar vonir um bctra gengi liðsins á næstunni en verið hefur fram til þessa“, scgir Páll Kolbcinsson þjálfari Tindastóls. Tindastóll fær SnæfcII í heim- sókn annað kvöld. Tindastóll hefur átt á brattan aö sækja í úrvalsdeild körfuboltans hingað til. Liðið hefur einungis unnió einn af fimm leikjum sínum, en hcfur vel aó merkja verið að leika á móti liðunum í sterkari hluta deildarinnar. Litlu munaði samt að Tindastóli tækist að sigra IR-inga syðra á föstudagskvöldið. Liðið nýtti ekki sóknarfæri til aó komast yfir í leiknum þegar skammt var til leiksloka. Það varð til þess að IR-ingar refsuðu með körfum og sigruðu með 5 stiga mun. 77:72. Leikurinn var mjög jafn allan tímann og IR-ingar ein- ungis tveim stigum yfir í leikhléi. Tindastóll átti hinsvegar litla möguleika gegn geysisterkum Njarðvíkingum í ljónagryfjunni á sunnudagskvöldið. Njarðvík vann 88:70, eftir að hafa vcrió y fir í leik- hléi 49:38. Hinrik Gunnarsson var besti maður Tindastóls í IR-lcikn- um og stigahæstur með 26 stig. John Torrey tók upp merki Hinriks gegn Njarðvík, var besti maður liðsins og skoraói einnig 26 stig. An efa hcfur það bitnað á Tindastólsliðinu í leiknum gegn Njaróvík á sunnudagskvöldið að tveir af leikmönnum liðsins voru að leika með drcngjallokknum um helgina. Þcir Amar Kárason og Oli Bardal. Þá var Hinrik Gunnarsson að þjálfa liðið og þessir þrír strákar stóðu svo sannarlega í ströngu. Unglingaliðið vann örugga sigra í öllum sínum leikjum í a-riðlinum og er ljóst að Tindastóll stendur vcl að vígi þcgar til framtíðarinnar er litið. Tindastóll á sem fyrr segir mjög mikilvægan leik fyrir hönd- um annaðkvöld. Þá mætast tvö neðstu lið dcildarinnar í Síkinu, Tindastóll og Snæfell. Þetta er því leikur sem skiptir gífurlega miklu máli fyrir bæði lið, og vcl líklcgt að um hörkuspennandi viðureign verði að ræða. Tóbak á þrotum Þcir sem sjúga sígarettur dag- lega liafa oróið óþymiilcga fyrir barðinu á verkfalli BSRB. Sígarett- ur eru nú sem óðast aö tæmast úr hillum verslana og helst að cin- hverjar sjaldgæfar súiiieyskíir teg- undir séu cnn á boðstólum. í cin- staka verslun eru þó til nokkrar teg- undir ennþá og munar þar um fyr- irhyggju jxiirra scm birgðu sig upp fyrirvetkfall. Vindlarog píputóbak mun enn vera til fyrir þá scm taka skammtinn sinn þannig. Ekki skulu mcnn túlka þessa frétt þannig að Feykir sé aö hvetja menn til að hamstra citrið, hcldur er þetta óbein hvatning til fólks um að nota tækifærið og hætta. Nauö- syn brýtur lög eins og ráðhcrrann sagði. Fótafjör á Blönduósi „F ótafjör' verður mcð svipuð- um hætti á Blönduósi í vetur og sl. vetur. Gömlu dansamir veröa dansaðir í Félagsheimilinu öðm hvoru við músík harmonikkuunn- enda. Félögum í harmonikku- klúbbnum hefur nú fjölgað og munu þeir spila fyrir dansi af lífi og sál. Aö sögn Péturs húsvaróar í Fé- lagsheimilinu bcndir allt til þcss að enn fjörugra verði á „Fótafjörinu" í vetur en í fyrra. Fyrst vcröur dans- að 9. nóvembcr kl. 21,00. Saumastofan á Skagaströnd Lcikfélagið á Skagaströnd cr aó hefja æfingar á Saumastofunni eft- ir Kjartan Ragnarsson. Fmmsýn- ing verður væntanlega síöari hluta nóvember. Það cr Halldór Einars- son Laxness scm lcikstýrir vcrk- inu. Leikfélagið setti ekkcrt lcikrit á svió í fyrravctur, en í þess stað gckkst það fyrir skáldakynningu o.fi. Að undanfömu hefur staðið yfir lciklistamámskeiö á Skaga- strönd. Það sóttu 19 þátttakendur. Lciöbcinandi var Halldór E. Lax- ness. Byggt í Þverárhreppi í sumar hafa verið byggð tvö íbúðaiiiús við bamaskólann í Þver- árhrcppi í V.-Hún. Em þau nú fok- hcld. Annað húsið cr byggt af Þvcrárhrcppi og ríkinu og er ætlað fyrir skólastjóra við skólann. Hin íbúðin er byggð af Byggðajafn- vægissjóði Vestur-Húnavatns- sýslu. Hún er byggð samkvæmt lögum um leigu- og söluíbúóir og er ætlunin að leigja hana eða selja þá hún cr fullgerð. Vonast er til þess að húsið verði íbúðarhæft síð- ar í haust. 32ja kílóa dilkur Sauðfjárslátmn cr nú lokió hjá Sláturíiúsi KS á Sauðárkróki. Slátr- að var alls 42.822 kindum og var mcðalfallþunginn í þessari slátur- tíöl 5,55 kíló. Þyngsti dilkurinn í þessari sláturtíð mun hafa verið 31,9 kg nettó. Hæsti meðalfall- þungi á bú var 19,257 kíló, hjá Kristínu Olafsdóttur í Kcldudal. GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 185. Hjó hann þá á háls Gretti tvö högg eða þrjú, áður en af tæki höfiiðið. - „Nú veit ég víst, að Grettir er dauöurí', sagði Ongull, „skulum vér nú hafa höfuðið með oss til lands, því ég vil ekki missa fjár, sem lagt hef- ir til höfuðs honum. Mega þeir eigi dyljast við, að ég hefi drepiö Gretti“. Þeir báóu hann ráða og létu sér þó fátt um finnast, því að öllum þótti óprúðlega að unnið. 186. Þá mælti Öngull vió Illuga: „Það vil ég sýna, að mér þykir mannskaði í þér, og mun ég gefa þér líf, ef þú vilt vinna oss trúnaðarcið að hefna á cngum þcim, cr í þessari ferð hafa verið". filugi mælti: „Það þætti mér umtalsmál, ef Grettir hefði mátt verja sig, og hefðuð þér unnið hann meó drcngskap og harófengi. En eigi vil ég það til lífs mér vinna að vera slíkur ódrcngur sem þú. Er það skjótt af að segja, að seint mun fymast mér, hversu tór haliö unnið áGretti“. IH ..... . n»í>j,k 187. Þá átti Þorbjöm tal við iörunauta sína, hvort þeir skyldu láta Hluga lifa eða eigi. Þeir kváóu hann ráöa skyldu. „Öngull kvaðst eigi kunna að eiga þennan mann yfir höfði sér, er engum tryggðum vildi lofa eða heita þeim. Og er Illugi vissi, að þeir ætluðu að höggva hann, þá hló hann og mælti svo:, ,Nú réðuð þér það af, er mér var nær skapi“. Leiddu þeir hann, þá er lýsti, austur á eyna og hjuggu hann þar, og loíúðu allir hans hreysti og þótti hann öllum ólíkur sínum jafnöldmm. Þeir dysjuðu þá bræður báða þar í eynni. 188. Rém þeir til lands um morguninn og höfóu Glaum meó sér. Bar hann sig all illa. Og er þeir komu til Óslands, nenntu þeir eigi að fara með hann lcngra og drápu hann þar, og grét hann hástöfum, áður en hann var höggvinn. Öngull fór hcim í Vióvík og þóttist vel hafa fram gengið í þessari feið. Höfuð Grettis lögðu þeir í salt í úti- búri því, er Grettisbúr var kallað þar í Viðvík. Öngull var óþokkaður mjög af þessum verkum. „Verðum að vinna Snæfell u Segir Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastóls um leikinn annað kvöld Tónleikar hjá Tónlistarf. V.-Hún. Aðrir tónleikar Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga á þessu starfsári verða haldnir nk. laugardag 22. október kl. 16 í Félagsheimilinu á Hvannns- tanga. I þetta sinn leika þeir Danícl Þorsteinsson píanóleikari og Sig- urðurHalldórsson sellóleikari. A verkefnaskránni em mörg þckkt og vinsæl verk cftir bæði inn- lenda og erlenda höfunda. Daní- el er kennari við Tónlistarskóla Akureyrar og helúr umsjón meó píanódeildinni þar. Siguröur Halldórsson er sellóleikari úr Rcykjavík. Hjá Tónlistarfélagi Vcstur- Húnvetninga em á dagskrá í vet- ur tónleikar í hverjum mánuði fram í maí i vor. Félagar í Tón- listarfélaginu fá frían aðgang á tónlcikana, aðrir greiða krónur 900. Allar nánari upplýsingar veitir formaður félagsins Guðrún Helga Bjamadóttir í síma 95- 12812. Uppboð á hrossum! Uppboó fer fram á 20-30 hrossum frá Narfastöðum í Vióvíkursveit nk. laugardag 22. október og hefst kl. 2 eftir hádegi. Hrossin eru á ýmsum aldri en flest ótamin. Uppboðió fer fram viö hrossarétt aó Asgeirsbrekku í sömu sveit. Fyrir hönd eigenda, hreppstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.