Feykir


Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 5
37/1994 FEYKIR5 „Takk fyrir, séra Hjálmar Jónsson" I svolítilli blaðagrein sem ég skrifaði um daginn minntist ég áræðu sem séraHjálm- ar Jónsson hélt á Alþingi þegar brottrckst- ur minn og Hannesar Gissurarsonar var þar til umræðu. Ég gat þess að þögn hefði sleg- ið á jafnt þingmenn sem áheyrendur viö ræðu prestsins og má neína í framhjáhlaupi að mcira að segja Olafur Ragnar Grímsson, sem talaði næstur á eftir séra Hjálmari, var nærfcllt orðlaus, sem ekki gerist oft. I Morgunpóstinum er séra Hjálmar svo spurður um þessi ummæli og hann er býsna kokhraustur, virðist stoltur af ræðu sinni og segir: „Annars man ég ekki til að ég liafi sagt einhver stóryrði í minni tölu, fjarri því". Séra Hjálmari til glöggvunarog upprifj- unar fer hér á eftir niðurlag ræðu hans. Oró- rétt uppskrifuð af myndsegulbandi. í fyrri hluta ræðunnar hafði hann fjölyrt um að uppsagnimar á Rás 2 væm aðeins innan- hússmál Ríkisútvarpsins og fráleitt að nokkuð ætti að tala um þvíumlíkt á Al- þingi. Síðan segir hann: „En ef stjómendur (á Rúv) væm ekki að passa útvarpslögin svona rækilega, finnst mér að þeir mættu heldur fjölga pistlahöf- undum, heldur en að fækka þeim - það mætti koma upp eins konar afrás, þar sem hver og einn gæti staðið á sínum haugi og gargað. Mín vegna mættu eins margir og bara kæmust að standa í vilpunum og ausa hver úr sínum koppi. Það gæti nú komið fyrir að menn fengju nóg einhvem tíma, en ég vil þó miklu fremur málefnalega um- ræðu um þessi efni, Ríkisútvarp og þjóó- mál, þannig verður það meira lifandi, og þjóðarútvarp, eins og háttvirtur þingmaður Pétur Bjamason talaói hér um áðan. Og fremur en þetta afkáralega upphlaup hér í þinginu, vildi ég að rætt væri um vamir gegn öllu því ofbeldi sem berst vamarlitl- um bömum til dæmis, á Islandi, gegnum sjónvarp, það væri virkilega eðlilegra og betra að taka það fyrir, heldur en það að fá að ráða því hverjir flytji pistla á Rás 2. Og nú vil ég spyrja háttvirtan þingmann, Svav- ar Gestsson, ætlar hann og hans fylgismenn í þessu máli að belgjast út af réttlætiskennd í hvcrt skipti sem skipt er um pistlahöfund á Rás 2 í Ríkisútvarpinu? Ætla þeir að krefjast umræðu utan dagskrár á Alþingi þegar stjómendum á Ríkisútvarpinu finnst eðlilegt að færa til starfsmenn? Það er eins gott aó þessir háttvirtir þingmenn komist ekki til of mikilla áhrifa í þjóðfélaginu, þá þyrfti kannski að sæta því að verða að segja í kirkjunum: „Pistilinn skrifaði postulinn Illugi". Það er svo sem von að prestur skuli hafa kosið að gleyma scnt flestum af þessum orðum. Því hér er margt athugavert. I fyrsta lagi veit Hjálmar Jónsson það auðvitað jafh vel og þjóðin öll að uppsagn- imar voru ekki „eðlilegar tilfærslur" starfs- manna RÚV. Uppsagnimar stöfúðu annað- hvort af beinum pólitískum þrýstingi eða þeim ótta sem yfirmenn Rúv eru nú haldn- ir við slíkan þrýsting, að fenginni reynslu - og kemur víst í sama stað niður. Þetta veit séra Hjálmar Jónsson eins vel og allir aór- ir og að hann skuli ekki vilja kannast við þaó lýsir einungis hversu vonda samvisku útvarpsráðsmaður Sjálfstæöisflokksins hef- ur í málinu. í öðru lagi er fima ósmekklegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að blanda ofbcldi í sjónvarpi og áhrifum þess á böm inn í þessa umræðu. Meiningin liggur í auguni uppi og þýóir ekki að þræta fyrir hana: Þeir sem em að eyða tíma í umræður um titt- lingaskít eins og málfrelsi og pólitískan þrýsting á Ríkisútvarpið, þeir bera óbeint ábyrgð á ofbeldi í sjónvarpinu og hræðileg- um áhrifum þess. Takk fyrir séra Hjálmar Jónsson. í þriója lagi. Pistlum eins og þeim sem ég hef flutt í Ríkisútvarpinu - þar sem leit- ast hefur verið við að benda á ýmislegt sem athugavert er í þjóðfélaginu, bæði meðal ráðamanna og annarra - er líkt við vilpu þar sem ég eys úr mínunt koppi, eða stend á mínum haug og garga. Taldc fyrir séra Hjálmar Jónsson. Þeir sem styðja málfrelsi í þjóðfélaginu og frjáls skoðanaskipti vita nú hvar þeir hafa þig. Niðurlagsorð hans em svo líklega ein- hver vesældarlegasta tilraun til fyndni sem ég hef á ævinni heyrt og hef ég þó heyrt marga slæma brandara um tíðina. Dlugi Jökulsson. Veitingahúsin á Sauðárkróki: Hafa sniðgengið lög um bann við áfengisauglýsingum Hörð samkeppni veitingahúsanna þriggja nærtækasta ástæðan „Greinilegt er að þetta heíur verið að færast í aukana undan- farið. Eg minnist þess ekki að hafa séð svona svæsnar áfengis- auglýsingar eins og þær sem dunið hafa yfir núna upp á síðkastið. Við í áfengisvarnar- nefndinni höfum reynt að beita okkur gegn þessu með kærum og kvörtunum, en höfum litlu fengið áorkað. Mér finnst úti- lokað að menn geti horft fram hjá þessu lengur. Maður spyr sig orðið hvað komi næst“, seg- ir Haraldur Hermannsson for- maður áfengisvarnarnefndar Sauðárkróks vegna meintra brota forráðamanna vínveit- ingahúsa á Sauðárkóki á lögum sem fela í sér bann við áfengis- auglýsingum. Sýnt þykir að hörð samkeppni veitingahús- anna þriggja í bænum hafi rek- ið forráðamenn þeirra út í þessa hluti. „Við höfðum fylgst með því í nokkurn tíma hvernig samkeppnisaðilinn aug- lýsti og sáum ekki annað fært en fara í það sama“, segir einn forráðamanna veitingahús- anna. Afengisvamamefndin telur að það hafi varla farið framhjá bæj- arbúum að í nokkum tíma hafa veitingahúsin veriö meó beinar og óbeinar auglýsingar á áfengum drykkjum. Og svo virðist sem sí- fellt sé gengið lengra í þessum efnum. Um þverbak hafi keyrt um síðustu helgi þegar Hótel Mælifell auglýsti Sauðár- krókskeppi í könnuþambi og veitti meira að segja vegleg verð- laun til keppninnar svo hún trekkti nú ennþá meira. Freyðandi bjór- könnu mátti sjá í auglýsingu frá Pollanum í sama blaði Sjónhoms- ins. Vikuna áður hafði Kaffi Krókur auglýst danska stemmn- ingu, og í boói þar var Tuborg og Gamall danskur. Algengt er að veitingahúsin keppist við að aug- lýsa bæði veró á bjór og víni. Bjöm Mikelsson yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki gekk í málið sl. föstudag og ræddi þá við alla aóila er málinu tengjast. Bað hann um að auglýsingar af þessu tagi yrðu stöðvaóar svo að ekki þyrfti að koma til málarekstra. Aó hans mati hafa þessar auglýsingar ver- ið ólöglegar. Löggjöfin I löggjöfinni segir m.a. að Þegar veitingahúsunum í Aðalgötunni fjölgaði upp í þrjú í sumar, var haft á orði að nú gætu menn farið að stunda kráarrölt í Gamla bænum. Jafnframt var vitað að samkeppnin í veitingarekstrinum ætti eftir að harðna og svo virðist sem mönnum hafi hlaupið fullmikið kapp í kinn. Myndin er tekin á þeim dögum þegar Hótel Mælifell sat nær eitt að hitunni er ferðamenn álpuðust í Gamla bæinn. Erlendir ferðamenn að borða fyrir utan hótelið í sumarblíðunni. hverskonar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar. Enn fremur sé bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í aug- lýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Ákvæðið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eóa firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er fram- leiðanda, scm auk áfengis fram- leiðir aðrar drykkjarvörur, heimilt að nota firmanafn eóa merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja enda skal tekið fram með áberandi hætti að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi á- fengislaga og ckki sé vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Skal letur sem vísar til hins óáfenga drykkjar ekki vera minna ábcr- andi en letur firmanafhsins og/eða firmamerkisins. Ekkert eftirlit Ekkert reglubundið eftirlit er hefur verið með áfcngissölu á vínveitingaliúsunum á Sauðár- króki frá síðustu áramótum. Starfs- manni ráðuneytis við eftirlit á vín- vcitingahúsum á Sauðárkróki var sagt upp störfum fyrir aldurssakir um síðustu áramót og enginn ráð- inn í staðinn. Nokkmm misserum áöurhafði starfsskilyði hans verið skert verulega með afnámi vakta- álags og launalækkun. Haraldur Hermannsson sem gegndi þcssu starfi, segir að ærin ástæða hafi verið aó hafa mann í eftirliti á vín- veitingahúsunum, og ekki hafi sú þörf minnkaó eftir að húsunum fjölgaói. Bæði þurfi að fylgjast með því að unglingar undir lög- aldri fái ekki afgreiðslu og síðan að ekki sé selt fram yfir leyfilcgan afgreiðslutíma. Brögð hafi verið afþvíaó báðir þcssir hlutir hafi verið brotnir á þeim 12 árum scm hann starfaöi við eftirlitið. Aðalsímanúmer Feykis er 35757

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.