Feykir


Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 7
37/1994 FEYKIR7 Hver er maðurinn? Engar upplýsingar hafa borist um óþekktu myndimar sem birtar voru fyrir hálfum mánuöi. En hafi einhver þekkt þær er sá hinn sami vinsamlegast beðinn aö hafa sam- band viö Héraösskjalasafnið. Nokkrar vísbendingar eru um myndimar aö þessu sinni. Nr. 13 er af tveim konum. Sú sem situr er sögð vera Hugljúf Halldórs- dóttir fædd 1889 á Bjamargili, seinna vinnukona á Keldum í Sléttuhlíö og fluttist svo til Dan- merkur. Hin konan á myndinni er óþekkt. Nr. 14 er sögð heita Guö- björg, e.t.v. frænka Kristjáns Sig- fússonar f.v. bónda á Róöhóli. Aftan á mynd nr. 15 hefur verió skrifað „Guóný, kom í Sléttuhlíð framan úr Skagafiröi". Nr. 16 er hins vegar ónafngreind mcð öllu. Þeir sem geta leyst þessar gátur eru beðnir að láta vita á Héraös- skjalasafnið, sími 95-36640. Mynd nr. 13. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu amerískurFord Granada árgeró 1980. Verö 175 þúsund. Upplýsingar í síma 36034 (Eiríkur). Til sölu Range Rover árgerð 1974, skoðaóur '95, vetrardekk á felgum fylgja. Gott stað- greiðsluverð. Ath! skipti á ódýrari fólksbíl koma til greina. Upplýsingar í síma 95-36431. Til sölu er AEG ritvél. Verð, samkomulag. Upplýsingar í síma 95-24325. Hross til sölu! Til sölu nokkrir folar á tamningaraldri. Upplýsingar gefur Halldóra í síma 95- 27124. Til sölu folöld og nokkur brúnskjótt tryppi undan Oturssyni. Upplýsingar í síma 95-38106. Mynd nr. 14. Mynd nr. 15. Mynd nr. 16. Norðurljós, nýr helgarþáttur Til sölu Sega Megadrive talva mcð 17 leikjum. Upplýsingar í síma 35953. Útvarp Norðurlands hefur ákveðið að auka útsendingar í svæðisútvarpi. Fyrsta vetrar- dag, laugardaginn 22. október, var hleypt af stokkunum nýjum þætti sem hlotið hefur nafnið Norðurljós. Hófst hann klukkann 11,00 og lauk fyrir hádegisfréttir. Verður þáttur- inn á þessum tíma í vetur. Fréttir vikunnar á Norðurlandi verða teknar saman í upphafi þáttarins, sest verður á rökstóla með tvcimur eða þrcmur Norðlendingum og málefni sem varða þennan landshluta rædd. í lokin verður fjallað um atburði og uppákomur hclgar- innar. Jafnframt verða leikin lög og sendar út auglýsingar. Útvarpað verður á dreifikerfi Rásar 2. Umsjónarmaður Norðurljóss verður Arnar Páll Hauksson og aðrir starfsmenn Útvarps Norðurlands. Útvarp Norðurlands hefur áður verið með helgarþátt, Sunnudagsblönduna, sem var þá sendur út á landsvísu. Það hefur lengi verið ætlunin að byrja aftur með útvarp um helgar. Norðurljós verður svæð- isútvarp og að okkar mati kær- kominn viðbót við svæðis- útvarp sem er alla virka daga kvölds og morgna. (fréttatilkynning) Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar Stofnsett 1954 Afgreiðsla í Reykjavík Landflutningar Skútuvogi 8 sími 685400 Frá Sauðárkróki: Mánudaga og fimmtudaga kl. 13,00 Frá Reykjavík: Miðvikudaga kl. 12,00 og föstudaga kl. 16,00 Afgreiðsla á Sauðárkróki: Verslun Haraldar Júl. Sími 35124 og 985-22824 Frétt af slysi í Vallhólmi: Síminn var lokaður Fundur um bætta umferðarmenningu Lögreglan á Sauóárkróki boðar áhugafólk um bætta umferóarmenningu til almenns fundar í Félagsheimilinu Bifröst miövikudaginn 2. nóvember nk. kl. 20,30. Frummælendur veröa fulltrúar frá Umferóarráói, tryggingarfélögunum, ökukennurum og Sauðárkróksbæ, einnig læknir og prestur. Fólk er hvatt til aó mæta á fundinn, sérstaklega ungir ökumenn. Lögreglan. Vegna fréttaraf slysi í Vallhólma í síðasta blaði, þar sem erfiðlega gekk að ná símasambandi við sjúrkrahús á Sauðárkróki, skal tekið fram að síminn á bænum var lokaður en ekki bilaður eins og sagt var í fréttinni. Það var að ósk eiganda viðtækisins aó starfsmenn Pósts og síma rufu talsímasambandið. Leiðrétting í frétt í síðasta blaði um bókagjafir til Héraðsskjala- safnsins urðu þau niistök að farið var rangt með nafn Hilm- ars sérfræðings í Morkin- skinnu. Hann er Einarsson en ekki Hclgson eins og sagt var í greininni. Hilmar bjó einnig til öskjurnar, sem bækurnar eru í. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessum rangfærsl- um. HP. Greiðsluáskorun P Innheimta Sauðárkróksbæjar skorar hér meö á fasteignagjaldendur á Sauóárkróki, sem ekki hafa staóió skil á fasteignagjöldum álögóum 1994 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1994, ásamt eldri gjöldum, að greióa nú þegar og eigi síóar en 15 dögum frá móttöku áskorunarinnar. Aó þeim tíma liónum veróur beóió um nauóungarsölu á viökomandi fasteign, án frekari vióvörunar. Sauóárkróki 19. október 1994 Innheimta Sauðárkróks.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.