Feykir


Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 26. október 1994,37. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Framkvæmdir við byggingu leikskólans ganga vel Þótt ekki sé nema rúmur mánuður frá því að framkvæmdir hóf- ust við stækkun leikskólans Glaðheima á Sauðárkróki er upp- steypu hússins lokið. A mánudag var byrjað að reisa sperrur á límtrésbita er myndar burð í mæninn og á lárétta fjöl við útveggi. Viðbygging leikskólans er stærsta útboðsverkið í nýbyggingum á Sauðárkróki nú og flokkast þó ekki til stórverka. Verktaki er Friðrik Jónsson sf. GENGfu Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið 0 Pottþéttur klúbbur! ám Landsbanki Sími 35353 #i ísiands JmJk Banki allra landsmanna Líflegar umræður um fram- boðsmál á þingi hjá framsókn Ákveðið að efna til prófkjörs í janúar Á kjördæmisþingi framsóknar- manna, sem haldið var í Varma- hlíð um síðustu hclgi, var ákveð- ið að efnt yrði til prófkjörs í kjördæminu. Líflegar umræður urðu um framboðsmálin og fleiri mál á þinginu. Samþykkt var að prófkjörið færi fram um miðjan janúar, þar sem dcsem- ber væri ekki heppilegur tími til siíkra hluta. Fjögur efstu sætin í prófkjörinu yrðu bindandi fyrir uppröðun á framboðslista og þátttakcndur í prófkjörinu gætu auk flokksbundinna framsókn- armanna orðið þcir er lýstu skriflega yfir stuðningi við flokk- inn. Af 77 fulltrúum er viðstadd- ir voru atkvæðagreiðslu um prófkjörið sátu 29 hjá, 33 voru íylgjandi því og 15 á móti. Aðallega vom það fylkingar úr Húnavatnssýslum, sérstaklega vestursýslunni sem vildu prófkjör. Meirihíuti eldri fulltrúa úr Skaga- ilrði vom andvígir prófkjöri sem og Siglfiröingar, en yngra fólk af þessu svæði yfirleitt fylgjandi. Siglfirðingar telja sig hafa farið illa út úr prófkjömm hjá flokknum þegar þau hafa verið framkvæmd og þurft að una því aó vera færðir nióur á framboðslistanum. Til að mynda var Sverrir Sveinsson færö- ur niður lyrir Elínu Líndal á listan- um, eftir að síðasta prófkjör var viðhaft, en Sverrir hlut betri út- komu en Elín í prófkjörinu. Sigl- firðingar lögðu mikla áherslu á að röð efstu manna í prófkjörinu yrði látin gilda. Samkvæmt prólkjörsregluni Framsóknarflokksins er frestur til framboðs í prófkjörið a.m.k. fjór- ar vikur. Þingmennimir Páll og Stefán bjóða sig fram svo og Elín og Sverrir. Prófkjörsreglur gera ráð fýrir að minnsta kosti átta fram- bjóðendum. Ekki erenn sem kom- ið er vitað um fleiri frambjóðend- ur. Valdimar Guðmannsson í Bakkakoti lagði til að þau fjögur sem voru í efstu sætum á listanum síðast gæfu öll kost á sér í efsta sætió nú. Hlaut sú uppástunga lít- inn hljómgmnn á þinginu. Allsnarpar ályktanir vom sam- þykktar. Stjómmálaályktun er stutt en snarplega orðuð. Þar er ályktað gegn atvinnuleysi og fátækt, erfiðri stöðu bændastéttarinnar og flutn- ingi gmnnskóla frá ríki til sveitar- félaga svo eitthvað sé nefnt. Yms- ar gerðir núverandi ríkisstjómar em harðlega gagnrýndar í ályktun- inni. Á þinginu kom fram í máli ein- stakra ræðumanna gagnrýni á að undanfarið hefði flokkurinn ckki sýnt nægjanlega hörku í stjómar- andstöðunni. Var þeirri gagnrýni ekki síst beint til formanns flokks- ins Halldórs Ásgrímssonar sem var gestur á þinginu. Stöð tvö og Bylgjan „tæta u Þjónustufúlltrúar Stöðvar tvö á Norðurlandi vestra eru þcssa dagana að dreifa nýjum mynd- lyklum til áskrifenda Stöðvar tvö, og fá eigendur eldri mynd- Iykla þá nýju ókeypis. I Meleyri á Hvammstanga: Innfjarðarrækjan betri en í fyrra Innfjarðarrækjuveiðar eru hafriar frá Hvammstanga. Þrír bátar stunda veiðarnar og er rækjan heldur stærri og betri en undanfarin ár. Hafrann- sóknarstofnun jók kvótann í Flóanum frá síðasta hausti, út- hlutaði nú 1700 tonnum á nióti 1000 í fyrra. Að sögn Guðmundar Sig- urðssonar fTamkvæmdastjóra Mel- eyrar ganga veiðar og vinnsla vel og stöðug vinna er í rækjunni hjá fyrirtækinu. Svipaóur fjöldi vinn- ur hjá Meleyri og áður. „Hráefnisöflunin er alltaf frekar erfið en þctta hefur bjarg- ast hjá okkur. Við emni mcð þrjá úthafsrækjubáta í viðskiptum lijá okkur. Við cigum lítiö af frosinni rækju en fyrst að innfjarðarveiö- amar em byrjaðar vcrður þetta í lagi hjá okkur“, sagði Muggur í Meleyri. Hann sagði rækjuna seljast jafn óöum og verðið hafi heldur styrkst á mörkuóunum. tengslum við þessa myndlykla- væðingu vcrða bæði Bylgjan og Stöð tvö á ferðinni með beinar útsendingar frá Sauðárkróki á fostudaginn. Fréttamenn stöðv- anna beggja og dagskrárgerð- arfólk eru þessa dagana að viða að sér efni á svæðinu og sést afrakstur þess á föstudaginn. Útsending hefst á Bylgjunni með Þorgeiri og Eiríki klukkan hálf sjö um morguninn. Og dagskráin heldur síðan áfram og væntanlega kemur drjúgur skammtur efnis í Þessari þjóð Bjama Dags um miðjan daginn. Bylgjan verður til húsa í Ártorgi 1. „Við verðum á trafflkinni þama og á ferðinni út um allan bæ. Heimir Karlsson bregður á leik með unglingunum í körfubolta og Diddi Hall slær upp sælkeravcislu“, sagði Hjörtur Hjartarson dagskrárfúlltrúi. Þátturinn 19,19 verður sendur út frá Sauðárkróki á föstudags- kvöld og þar á eftir fær Eiríkur glaðbeittan gest í þátt sinn. Um kvöldið verður síðan slegið upp dansleik í Bifröst með Hljóma- genginu, Bjögga og Siggu Bein- teins. Stöð tvö hef'ur ráðið þjónustu- fulltrúa á fjórum stöðum á Norð- urlandi vcstra. Á Sauðárkróki cr það Tengill sf Aðalgötu 24, á Siglufirói Rafbær Aðalgötu 32, á Blönduósi er Vélsmiðja Hún- vetninga þjónustufulltrúi Stöðvar 2 og á Hvammstanga Rafverkstæði Odds Sigurðssonar. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf. Oddvitinn Ég ætla að taka Eirík á beinið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.