Feykir


Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 3
38/1994 FEYKIR3 Skagfirskar álftir fljótar í förum til vetrarstöðvanna Skagfirskar álftir búnar gervi- hnattarscndum komu á vctrar- slóðir sínar nærri Glasgow á Skotlandi sl. fimmtudag eftir tímamóta flug frá íslandi. Fugl- arnir flugu með um 130 kíló- metra mcðalhraða og voru um níu klst á leiðinni. Sólarhring fyrr lenti önnur skagfírsk álfta- fjölskylda á sama stað. Sendar höfðu verið festir við álflirnar og íslenskir og breskir fuglafræð- ingar fylgdust með ferðum fiigl- anna um gervihnött RUV var með þessa skemmti- legu frétt í hádegisfréttatímanum sl. föstudag, pistil Jóhanns Óla Hilmarssonar, þar sem m.a. var rætt við Ólaf Einarsson fuglafræó- ing. Plastmerki voru sett á fætur tveggja álfta sem bera áletramimar CDD og JSC. Álftin CDD á varp í Glaumbæjareyju í Skagafirði og JSC við Garðsvatn í Skagafirði. Garðsvatnsijölskyldan lagði af staó til vetrarstöðva í Skotlandi 16. október. Flogið var inn Skagaljörð, yfir Sprengisand og höfð sólar- hringsviðdvöl við Skaftá, en ífá 19. október dvöldu fuglamir á túnum í Landbroti. Um fimm leytið að morgni miðvikudagsins sl. lögðu álftimar síðan upp í hina löngu og ströngu ferð yfir hafið. Þær bar hratt yfir, enda meðvindur góður og tóku land í Skotlandi nærri Glasgow eftir rétt rúmlega 9 klukkustunda flug. Meðalhraðinn var 130 km á klst., en flughæðin var ekki nema 30-50 metrar. Ferð álftafjölskyldunnar frá Glaumbæjareyju var með nokkuð öðrum hætti. Fuglamir lögðu upp frá Skagafirði um klukkan sex að morgni miðvikudags og flugu rak- leitt yfir hálendið og vom komnar yfir sjó í Meðallandsbug rúmlega 11 og þaðan tóku þær stefnuna á Skotland. Álftimar tylltu sér á sjó við Suðureyjar vestur af Skotlandi. Þær lögðu aftur upp á fimmtudags- morgun og luku ferðinni nærri Glasgow. Náttúmffæðistofnun íslands var í stöðugu tölvusambandi við Tou- louse í Frakklandi þar sem gervi- hnattarsendingar frá álftunum em numdar. Ólafur Einarsson fugla- ífæðingur, sem staóið hefur að rannsóknum hér á landi í samvinnu við breska fuglaffæðinga, segir aó flugió marki tímamót, flughraði og flughæð fúglanna veiti nýja innsýn í flugtækni álfta. Það sem kom m.a. á óvart, var hvað þessi þyngslalegi fúgl sem hingað til hef- ur ekki verið talinn mikill flugfugl, náði hröðu flugi yfir hafið. Eins kom á óvart hve lágt flugið er, en getgátur hafa verið uppi um að álft- Bruggarinn kom upp um háttsemi sína Ferð úlftanna frá Garðsvatni til vetrarstöðvanna í Skotlandi gekk vel. Hér eru álftimar á sundi á flóanum við Hróarsdal á liðnu vori. Væntanlega munu þar birtast á þessu sömu slóðum næsta vor. in nýtti sér hraða loftvinda á flug- inu til og frá landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem fylgst er með farflugi álfta á hinni löngu leió yfir hafið, sem er um 800 km. Ólafúr Einarsson segir að ómetan- leg þekking skapist með því að nota þessa nýju tækni. Ætlunin sé að halda rannsóknum áfram og að sendar verði settir á sex fúgla. Skagfirsku álftimar dvelja með mývetnskum, sunnlenskum og austfirksum álftum í vetur sem endranær á sérstöku friðlandi við Glasgow í umsjón samtakanna Wild Fowl and Wetland sem nátt- úrufræðingurinn og íslandsvinur- inn sir Peter Scott stofnaði. Þar er hægt er að handsama fuglana og yfirfara sendana og skipta um raf- hlöður í þeim. SSNV skorar á stjórnvöld að leysa vanda jöfnunarsjóðs Menn er stunda ólöglega starf- semi eru misheppnir með það hve lengi þeim tekst að dylja þá háttsemi. Maður sá er nappaður var fyrir brugg á Króknum nýlega telst ekki til þeirra heppnustu að þessu leyti. Lögreglan komst á slóðir bruggarans fyrir algjöra tilviljun. Þannig var mál með vexti að fé- lagi bruggarans veiktist hastar- lega og er ekki ótrúlegt að það hafi stafað af því að mysan hafi ekki farið nógu vel í maga hans. Bráðnauðsynlegt reyndist því að leita aöstoðar læknis, en þá vildi svo óheppilega til að eina síma- númerið sem bruggaranum datt í hug var númerið hjá lögreglunni, er kom umsvifalaust á staðinn og komst þá ekki hjá því að sjá hvers kyns var. Bruggílátin út um allt Eftir að fréttin af bmggmál- inu kom í síðasta blaði spurðust margir fyrir um það hver hafi nú verið tekinn fyrir aö bmgga. Að sjálfsögðu hafa slíkar spumingar lítið að segja, enda ekki vani fréttamanna að spyrjast fyrir um gerendur hjá lögreglunni, enda má hún ekki gefa slíkt upp. En það er greinilegt að bmggmál þykja orðið tíðindi á Króknum. Oðmvísi mér áður brá. Þá var bmggað svo mikið í bænum, að ef komið hefði upp eldur í tiltek- inni götu í bænum, hefði gatan sú eflaust logað endanna á milli. Þurfi jöfnunarsjóður sveitarfé- laga að greiða innheimtustofn- un sveitarfélaga 220 milljónir umfram þær 300 milljónir króna sem eru til ráðstöfúnar falla þjónustuframlög til sveit- arfelaga með innan við3000 íbúa nánast niður. Tekjur þessara sveitarfélaga mundu þar með minnka verulega með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum, en öll þessi sveitarfélög hafa gert ráð fyrir þessum tekjum í fjárhags- áætlunum fyrir þetta ár. Sem dæmi voru þjónustuframlög frá jöfnunarsjóði á síðasta ári 8,5 milljónir til Siglufjarðar, 6,5 millj. til Sauðárkróks, 5,2 komu í hlut Blönduóss, 5,1 til Hvamms- tanga, 2£ til Höfðahrepps og 1,8 millj. til Hofshrepps. Fyrirsjáanlegt er að fjárvöntun innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem deilir peningum til jöfúnar- sjóðs, verður um 520 milljónir í ár, en ekki hefúr verið gengið frá samkomulagi milli ríkisstjómar- innar og Sambands íslenskra sveit- arfélaga um aðgerðir til að tryggja að jöfnunarsjóður s veitarfélaga geti sinnt hlutverki sínu. I yfirlýsingu frá 10. desembcr 1993 er ákveðið að ganga frá slíku samkomulagi, en ekki hcfur verið við það staðið. Stjóm Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kom til fundar á Skagaströnd í síðustu viku. Þar var samþykkt að skora á ríkis- stjómina að standa við fyrirheit um aukafjárveitingu til jöfnunar- sjóðs að upphæð 220 milljónir lo-óna til greiðslu mismunar um- fram 300 milljónir á greiddum og innheimtum meðlögum sveitarfé- laga til Innheimtustofnunar. Þessi mismunur á greiddum og inn- heimtum meðlögum er til kominn vegna ákvörðunar ríkisstjómar- innar að hækka meðlög um 36%, en við það jókst fjárvöntun inn- heimtustofnunar sveitarfélaga úr 266 milljónum árið 1992 í 550 milljónir 1993. Þess vegna fékk jöfnunarsjóður 250 króna auka- fjárveitingu á síðasta ári. Fyrirsjáanlegt er aó fjárvöntun sveitarfélaga verður um 520 millj. í ár. Stjóm SSNV skorar á ríkis- stjómina að sjá til þcss að jöfnun- arsjóóurinn fái fyrrgreindar 220 milljónir greiddar nú þcgar. „Þaö er algjörlega óviðunandi að ákvanð- anir ríkisvaldsins um hækkun meðlaga og ákvæði laga um greiðsluskyldu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á óinnheimtum meðlögum bitni á þessum tilteknu sveitarfélögum (þ.e. með íbúa innan við 3000, innsk. Feykir)“, segir í ályktun SSNV. Áskrifendur góðir! Þeir sem enn eiga ógreidda gíróseöla fyrir ákskriftargjöldum eru beðnir að greiða þá hið allra fyrsta! Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp við Lögreglustöðina á Sauöárkróki, föstudaginn 11. nóvember nk. kl. 17.00, hafi uppboðsbeiðnir ekki verið afturkallaðar fyrir þann tíma. KD-646 KD-1133 (dráttarvél) GV-428 YH-785 LD-140 (dráttarvél) A-2244 A-8480 KD-1163 (dráttarvél) HÞ-910 Ö-1806 KD-701 (dráttarvél) Z-297 HT-350 KD-499 (dráttarvél) EJ-704 Á sama stað og tíma verður einnig boðið upp eftirtalið lausafé, hafi uppboðs- beiðnir ekki verið afturkallaðar. Mykjudreifari árgerð 1993 Snúningsvél (fjölfætla) árgerð 1993 14 reiðhjól tjónsbifreið Nissan Sunny ágr. 88 Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki 31. október 1994 Ásdís Ármannsdóttir fulltrúi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.