Feykir


Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 38/1994 Mannlíf á Norðvestur- landi í brennidepli Þegar Stöð 2 og Bylgjan tættu og trylltu Gjaman er það haft á oröi aó mannlífinu úti á landi sé of lítill gaumur gefinn í stóru fjölmiðlunum, útvarpi og sjónvarpi, og líta megi á dag- blöðin sem gefin eru út í Reykjavík, sem nokkurskonar héraösfrétta- blöö fyrir Reykjavík og nágrenni. En svo varó Noróvesturland allt í einu í brennidepli þegar Stöó tvö og Bylgjan vom hér á ferðinni fyrir helgina, og efnt var til maigvíslegra uppákoma af því tilefni. Það hefði sjálfsagt fæstum dottió í hug hvaö þessi heimsókn setti mikinn svip á bæjarlífið á Sauðárkróki sl. föstudag og myndaði skemmtilega stemmningu í bænum og héraóinu. Bylgjan sendi út frá Artorgi og komið hafði verið fyrir snotri hljóðstofú við anddyri Skagfirð- ingabúðar. Þaðan hófu morgun- hanamir Þorgeir og Eiríkur út- sendingu eldsnemma á föstudags- morgun og inn á milli var skotið viðtölum og efni af svæðinu. M.a. litu þeir félagar inn hjá ígulkerja- vinnslunni Igli á Hvammstanga á leið sinni norður og komu með hressilegt viðtal þaðan. Spjallað var við Geirmund Valtýsson, og síðar um morguninn komu tvær hljómsveitir í heimsókn: Bláu logamir og Herramenn. Inn á milli dagskrárliða var skotið kveðjum og minnt á ýmsa atburði er vom að gerast á svæðinu. „Aðalatriðið hjá okkur er að koma þeirri tilfinningu inn hjá fólki að útvarpið sé héma, með því að skírskota til umhverfisins og þetta hefur tekist á þeim stöð- um sem við höfum haft viðkomu á um landið. Við byrjuðum t.d. í morgun á því að segja frá því hvernig veðrið væri á Króknum, Tindastóllinn fannhvítur og snjór niður í byggð“, sagði Þorgeir Astvaldsson í stuttu spjalli við Feyki. Þctta virtist hitta í mark og ekki skemmir fyrir Bylgjunni að hafa innan sinna vébanda gamla Króksarann Bjama Dag. Til að mynda hefur hann vitað upp á hár að á vísan væri að róa með því að spjalla við Finna frá Steini rjúpna- skyttu, og Eiríkur spjallaði við gamlan félaga Bjama Dags Krist- ján ÞórHansen „Prcstieyaðdáanda'1 og Guðmund Tómasson fyrrver- andi hótelstjóra sem hefur yfir dulrænum hæfileikum að ráða. Stund milli stríða í hljóðstofú Bylgunnar á Króknum: Bjami Dagur, Eiríkur Hjálmarsson, Þorgeir Astvaldsson, Agúst Héðinsson og Öm Þórðarson. Miðjarðarhafsfiskamir hans Gúnda komu í hcimsókn til Eiríks ásamt fóstru sinni Kristínu Kjart- ansdóttur, sem gaf skýr og góð svör varðandi helstu framtíðar- möguleikana í fiskeldinu. Stefán Guðmundsson þingmaður og Einar Svansson fjölluðu um smuguveiðamar á sama tíma og Sigurður Hall sló upp sælkera- veislu mikilli í Hótel Varmahlíð þar sem hvert sæti var fullskipað yfir glæsilegum kræsingum. Ðe lonlí blú boys héldu síðan uppi stuðinu í Miðgarði fram eftir nóttu, og þótti mörgum súrt í broti Sigga Beinteins lagði lykkju á leið sína á dansleikinn með Ðö lonlí blú boys í Miðgarði og kynnti snyrtivörur í Skagfirðinga- búð, enda „No name stúlka ársins“. Mikið fjölmenni var samankomið í verslunni sl. föstudag, líklega hafa viðskipta- vinirnir ekki verið fleiri á föstudegi það sem af er árinu og án efa hefur „tætt og tryllt“ haft þar töluvert að segja. að Sauðárkrókur skyldi ekki hafa Króknum. En fjölmennt var á yfir góðu samkomuhúsi að ráða ballinu og skemmti fólk sér vel. svo þetta ball gæti farið fram á Tvær hressilegar hljómsveitir af Króknum komu í heimsókn í hljóðverið, Herramenn og Bláu Log- arnir. Hér eru þeir síðamefndu mættir. Ari, Ellert og Örvar. Ágúst Héðins hinum megin borðs. Frá heilsugæslustöðinni Ennþá eru til nokkrir skammtar af inflúensubóluefni. Sprautaó veröur út næstu viku. Vinsamlegast pantið sem fyrst. Lungnabólgubóluefnió er komió. Þeir sem áttu pantaóar lungna- bólgusprautur og ekki hafa verió látnir vita, vinsamlegast hafió samband í síma 35270. Starfsfólk heilsugæslunnar. Starfskraftur óskast til liðveislu! Við auglýsum eftir konu á aldrinum 35-50 ára, sem er tilbúin að taka að sér liðveislu við fatlaðan einstakling. Allar nánari upplýsingar fást á Skrifstofu um málefni fatlaðra, Ártorgi 1, sími 35002. Stórleikur annað kvöld í Síkinu Tindastóll - Þór

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.