Feykir


Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 7
38/1994 FEYKIR7 Kjörbréf Döllu á Kirkjuþing dæmt gilt Kjörbréfanefnd Kirkjuþings dæmdi kjörbréf séra Döllu Þórðardóttur á Miklabæ gilt, en séra Agúst Sigurðsson á Prestbakka hafði kært kjör Döllu á þingið, þar sem hann taldi mjög athugavert hvernig séra Jón Isleifsson í Arnesi á Ströndum hafði gengið frá at- kvæði sínu. Kosningar til Kirkjuþings sem fram fóru síðasta sumar vom mjög tvísýnar í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. At- kvæði féllu þannig að séra Dalla hlaut 7 atkvæði, séra Agúst 6 og séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ 2. Ágúst kærði kosninguna og krafðist þess að hún yrði ógilt og kosið aó nýju. Ágúst taldi atkvæði séra Jóns Isleifssonar í Ámesi ógilt þar sem seðillinn hefði ver- ið „útkrotaður í opnuóum og yfír- límdum umslögum“, eins og ffam kemur í bréfi Ágústs til kirkju- málaráðhenra. Jón í Ámesi mun fyrst í stað hafa kosið Ágúst en síðan snúist hugur áður en hann hafði komið atkvæðinu í póst, og kosið Döllu. Kjörbréfanefnd sá ekki ástæðu til að hegna klerkinum í Ámesi fyr- ir sinnaskiptin og dæmdi atkvæð- iö gilt. Fyrrv. bæjarfulltrúi Sauðárkróks: Fyrsti íslendingurinn í nefnd hjá FIBA Björn Magnús Björgvinsson fyrrverandi íþróttakennari og bæjarfúlltrúi á Sauðárkróki var á ársfundi FIBA (Alþjóða körfuboltasambandinu) sem haldinn var á Gíbraltar í maí sl. kjörinn í unglinganefhd sam- takanna fyrir kjörtímabilið 1994-1998. Björn er fyrsti ís- lendingurinn er nær kjöri í nefhd hjá FIBA. Nefndin heldur einn til tvo fúndi á hverju leiktímabili og em þeir haldnir í höfuðstöðvum FIBA í Munchen. Til umræðu á fundunum koma öll málefni sem geta orðið unglingum til góðs við iðkun körfuknattleik s.s. breyting- ar á reglum, heilbrigði o.fl. Skor- að er á alla þá aðila er um körfuknattleik fjalla hér á landi að koma hugmyndum sínum á fram- færi til Bjöms Magnúsar, sem mun starfa í nánu sambandi við stjóm KKI. Vinnusími Bjöms er 91-887500 og myndsendinúmer 91-887548. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu amerískurFord Granada árgerð 1980. Verð 175 þúsund. Upplýsingar í síma 36034 (Eiríkur). Til sölu Subaru Legacy árgerð 1990. Góður bíl. Upplýsingar gefurJóhann í vs. 35141 oghs. 35227. Þórhallur sýnir í Safnahúsinu Þórhallur Filippusson listmálari opnaði sýningu í Safhahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. Á sýningunni eru um 40 myndir sem Þórhallur hefur málað á síðustu árum. Sýningin verður opin til 13. nóvember frá kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Þórhallur sagði í samtali við Feyki að sýningin hafi fengið góðar viðtökur. Þórhallur hefur verið viðriðinn listmálun allt frá því að hann innritaðist í Myndlista- og handíðaskólann haustið 1949. Allargötur síðan hefur hann málað, slitrótt að vísu, en síðan hann kom til Sauð- árkróks árið 1981 hefurhann helgað sig myndlistinni. Þórhallurhefur haldið sex sýningar á Króknum og sýnt víðar um landið. Til sölu Subaru 1800 GL árgerð 1988. Góður bíll. Upplýsingar gefur Jóhann í vs. 35141 oghs. 35227. Til sölu furusófasett. Sanngjamt verð. Upplýsingar eftir klukkan 8 á kvöldin í síma 35092. Til sölu Commadore Amiga 2000 með hörðum diski. Lítið notuð. Tilboð. Upplýsingar á kvöldin í síma 95-35586. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar Sveins Sölvasonar, Skagfirðingabraut 15, Sauðárkróki Óskum eftir tilboðum í Ford Picup disel. Upplýsingar gefur Pétur í símum 36603 og 36601. Til sölu MMC L 300 sendibif- reið árgerð '84 með diselvél og þungaskattsmæli, ekinn 135 þús. km. Margskonar skipti koma til greina, t.d. á dráttarvél, hey- vinnutæki eða einhverju því um líku. Upplýsingar í síma 95- 38151 eða 985-35866. Sigurlaug Sveinsdóttir Herdís Sveinsdóttir Sölvi Sveinsson og aórir aóstandendur. Til sölu lítið notaður mótorhjóla- leðurjakki á kvenmann, með kögri. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 35992. „Frd og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti“ RAÐGJOF OG AÆTLAN AGERÐ Útgjöldum ársins er dreift á jafnar mánaðargreiðslur — reikningarnir greiddir á réttum tíma Áunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gelur möguleika á hagstæðari lánum. álJUIlMHUm ■irnfi.i.mti.1 mmm Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru tjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. ©BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð HEIMILISLINAN - Heildarlausn á fjármálum einstaklinga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.