Feykir


Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 02.11.1994, Blaðsíða 8
2. nóvember 1994,38. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Árni frá Kálfsstöðum með brynstirtluna sem hann fann við ósa Gönguskarðsár í síðustu viku. Sjaldgæfur fiskur finnst við Sauðárkrók Sjaldgæfur fiskur við íslands- strendur, svokölluð brynstirtla, fannst við ósa Gönguskarðsár við Sauðárkrók í síðustu viku. Það var Arni Arnason írá Kálf- stöðum, mikill náttúrugrúsk- ari, sem fann fiskinn við ósinn. Árni, sem var þarna í fjöru- skoðunarferð, telur að ástæða þess að fiskurinn kastaðist á land, sé sú að hann leiti ákaf- lega mikið í ferksvatnið og und- iraldan sem myndist á mótum vatnalaganna hafi kastað fisk- inum á land. Brynstirtlan er skyld síldinni og eru heimkynni hennar fra Þrándsheimsfirði í Noregi suður til Miðjarðahafs. Fyrst er vitað um þennan fisk hér við land á árabilinu 1835-40. Þá veiddist hér einn fiskur af Þorleifi nokkr- um Jónssyni í Bíldudal, er gaf hann til dýrasafns hans hátignar Danakonungs. Síðan sést þessi fiskur ekki hér við land, sam- kvæmt Fiskabók Bjama Sæ- mundssonar, fyrr en öld síðar eða 1941 að hann kemur hingað upp að landinu og veiðist í síldamæt- ur allt í kringum landið. Þaö var síðan nú síðsumars sem bryn- stirtlan kom upp að landinu að nýju og fékk skip hafrannsóknar- stofnunar nokkrar brynstirtlur í trollið er skipið var að rækjurann- sóknum í ísafjarðardjúpi. Ami fra Kálfsstöðum segir brynstirtluna mjög góðan matfisk. GOIGB Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið | Pottþéttur klúbbur! Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sjálfstæðismenn ákveða að prófkjörið verði 26. nóvember Ályktað um varanlega vegagerð yfir Þverárfjall og atvinnumál Á kjördæmisþingi sjálfstæðis- félaganna í Norðurlandi vestra sem fram fór á Blönduósi um síðustu helgi var samþykkt að efnt yrði til prófkjörs laugar- daginn 26. nóvember nk. Farið verður eftir almennum próf- kjörsreglum flokksins sem kveða á um að flokksbundnir sjálfstæðismenn sem náð hafa 16 ára aldri á kjördegi og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýs- ingu við flokkinn fái að taka þátt í prófkjörinu. I>etta er í fyrsta skipti í 12 ár sem próf- kjör er framkvæmt hjá sjálf- stæðismönnum í kjördæminu. Sem kunnugt er hafa þeir Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður og séra Hjálmar Jónsson lýst því yfir að þeir stefni báöir á efsta sæti listans, sem Pálmi Jónsson hefur vermt um langt skeið, en Pálmi hefur nú ákveöið að draga sig í hlé. Stigu þeir Vilhjálmur og Hjálmar báðir í pontu á þinginu og hétu hvor öörum fullum drengskap í prófkjörinu. Þá hefur Ágúst Sigurðsson bóndi á Geita- skarði gefið kost á sér í prófjörið og stefnir Ágúst á annað sætið. Fleiri hafa enn sem komið er ekki tilkynnt framboð í prófkjörið, en munu væntanlega gera það á næstu dögum. Frestur til að til- kynna framboð í prókjörinu er til 10. nóvember nk. I stjómmálaályktun kjördæm- isþingsins segir m.a., að ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar hafi náð miklum árangri á erfiðum tímum og lýsir kjördæmisráð yfir mikl- um stuðningi við störf og stefnu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Mikilvægt sé að viðhalda þeim árangri sem náðst hafi þannig að auka megi atvinnu og bæta lífskjör. Stefht skuli að áfram- haldandi þátttöku Sjálfstæðis- flokksins í stjóm landsins eftir kosningar og í kjördæminu stefna sjálfstæðismenn á að halda sínum tveimur þingmönnum. I ályktun um atvinnumál seg- ir að treysta beri rekstrargrundvöll fyrirtækjanna þannig að þeim verði gert kleift að greiða góð laun og skila hagnaði. Styðja skuli með öllum ráðum við smá- fyrirtæki, brugðist verði vió vanda landbúnaðarins einkum sauðfjárræktarinnar, m.a. meö því að stórauka áherslu á vöruþróun og markaðssetningu erlendis. Ekki sé óeðlilegt að ríkisvaldið leggi fram fjármagn tímabundið á meöan á slíku markaðsátaki standi. Efla beri samvinnu fyrir- tækja á atvinnusvæðum kjör- dæmisins með enn frekari sam- göngubótum. Ljúka beri vega- gerð á Siglufjarðarvegi og hrint verði í framkvæmd varanlegri vegagerð um Þverárfjall. Nýkjörinn fonmaður kjördæm- isráðs er Oskar Húnfjörð á Blönduósi. Umferðaróhöpp þar sem skepnur verða fyrir bíl í þjóðvegi: Níu tilfelli í síðasta mánuði Mörg óhöpp vegna fljúgandi hálku um helgina Nokkuð var um umferðar- óhöpp í Skagafirði um helgina vegna hálku. Tveir bflar skullu saman í fljúgandi hálku við Ýpishól norðan Vatnskarðs síð- degis á laugardag. Annar bfll- inn snérist heilan hring á vegin- um, lenti á öfúgum vegarhelm- ingi og kom á móti hinum bfln- um. Kona sem var farþegi í öðrum bflnum slasaðist nokkuð og var flutt á sjúkrahús á Sauð- árkróki, annað fólk í bflunum, sem voru báðir frá Akureyri, slapp með óveruleg meiðsli. Að sögn Bjöms Mikaelssonar TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. yfirlögregluþjóns var hálkan mik- il. Það var því ekki um annaö að ræða fyrir stjómanda sjúkrabílsins aðskellabflnum útafveginumtilað forðarst árekstur við bíl er reyndi að fara fram úr öðmm bíl um leið og sjúkrabfllinn fórhjá. Búpeningur lenti fyrir bílum á föstudag, nautgripir við Ytri-Hof- dali í Viðvíkursveit og hross við Fremri-Kot í Blönduhlíð. Lög- regla þurfti ekki að hafa afksipti af þessum málum og í báðum til- fellum mun um lítilsháttar hnjask hafa verið að ræða. Þá slapp stjóm- andi fólksbíls mjög vel þegar kind Trygginga- miðstöðin hf. stökk út á miðjan veg í Blöndu- hlíð. Fólksbíllinn hringsnérist á veginum er ökumaður hemlaði og smaug framhjá kindinni. Lögreglunni var tilkynnt um níu tilvik í nýliðnum mánuði þar sem skepnur urðu fyrir bíl, þar af hross í sjö tilfellum. Þama em ekki talin með tilvik þar sem lög- reglunni er ekki gert viðvart, en hún hefúr samt spumir af eins og þau sem tilgreind em fyrr í þess- ari frett, vió Hofdali og Kot. Oddvitinn Drengskapur er dyggð, en enginn er annars bróðir í leik.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.