Feykir


Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 1
9. nóvember 1994, 39. tölublað 14. árgangur. Oháð fréttablaö á Noröurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Dýrbítur í Sléttuhlíð Fyrir skömmu heimtíst lamb í Sléttuhlíð sem bar greinileg merki eftir dýrbít. Haus var svo mikið bitinn og bólginn að lambið gat ekki bitið þeg- ar það náðist og var auðsjá- anlega búið að tapa holdum. Nú fyrir skömmu þegar bændur í Sléttuhlíó fóru að sækja nokkrar kindur sem sloppió höfðu í smalamennsku í haust var eitt lambið dautt og telja þeir líkur á að tófan hafi drepið það. Bæði þessi lömb voru í fjallinu fyrir ofan eyði- býlið Mið-Hól. A þessum slóð- um hafa einnig sést tvær tófur afogtilíhaust. Fæðingardeildin á Sauðárkróki: Ekki fæðst jafn fá börn í tugi ára Óvenjulítið hefur verið að gera hjá Ijósmæðrum á Sjúkrahúsi Skagfirðinga þetta árið. Til þessa hefur einungis verið tek- ið á móti 37 börnum og að sögn Birnu Gunnarsdóttur ljósmóð- ur stefhir í að einungis 45 börn fæðist á deildinni í ár sem er rúmlega fjórðungs fækkun frá meðalári. I meðalári fæðast 60- 70 börn á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga. Að sögn Birnu þarf að fara tugi ára aftur í tímann til að finna svo fáar fæðingar. Lægstatalan er síðan 1962, sama ár og sjúkra- húsið á Sauðárhæðum var tekið í notkun. Þá fæddust 48 börn, en íbúar Sauðárkróks voru þá allt að helmingi færri en þeir eru í dag. Steinullarverksmiðjan: Útlit fyrir taplaust ár 15% söluaukning milli ára Sala Steinullarverksmiðjunnar fyrstu 10 mánuði ársins nam 384,6 milljónum króna sem er 15,5% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Salan innan- lands nam um 236 milljónum sem er 6% aukning milli ára, en verðmæti útflutnings hefur aukist úr 111 milljónum 1993 í 148,8 millj. í ár. Stærstu út- flutningsmarkaðirnir eru Bret- land og Þýskaland. Samkvæmt 8 mánaða upp- gjöri var þriggja milljóna hagnað- ur af rekstri fyrirtækisins í saman- burði við 66,4 milljóna tap á þessu tímabili í fyrra. Afkomubat- ann má þakka aukinni sölu eink- um á útflutningsmörkuðum auk þess sem gengisþróun hefur verið fyrirtækinu hagstæð, en tap síð- asta árs var að miklu leyti tílkom- ið vegna gengisfellingar um mitt ár er olli hækkun á erlendum langtímalánum Steinullarverk- smiðjunnar. EinarEinarsson framkvæmda- stjóri segist vongóður um að reksturinn verði í jamvægi um áramót og útkoman nálægt núlli. ¦s ?a r wl ^k * Hut\jH Hth: ¦ *BB ^S**1 ¦¦¦¦¦¦ 1 ^^^^ » J <*«*• ¦ aÉb.^1 M Starfsmenn Steinullarverksmiðjunnar sneiða niður steinull í kubba, sem þykja sérlega þægilegir til einangrunar utan á stórar fjölbýlishúsabygginar í fyrrum austurhluta Þýskalands. Einar segir söluaukninguna á vinna aó markaðsmálum sé að þessu ári ekki koma á óvart. Áætl- skila árangri. anir hafi gert ráð fyrir þessu og ? Lengra líður nú á milli barnsfæðinga á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en 1984 þegar fyrsta barn ársins fæddist þar. Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir og móðirin Guðrún Helgadóttir. Mióað við þá fólksfjölgun sem orðið hefur á Sauðárkróki undanfama áratugi og á svæðinu í heild, má leióa líkur að því að Skagfirðingar hafi ekki fjölgað sér jafn lítið frá alda öðli. Þetta stingur nokkuð í stúf við það orð sem farið hefur af Skagfirðingum lengi og þeir sjálfir verið manna duglegastir að útbreiða; að þeir séu miklir söngmenn, hestamenn, kvennamenn og þá líklega kyn- sælastir líka. Það skyldi þó aldrei vera að þeir hafi gert of mikið úr verðleikum sínum. Skagaströnd: Nýbygging við leik- skólann tekin í notkun Á morgun, fimmtudag, verð- ur tekin í notkun hluti við- byggingar við leikskólann Barnaból á Skagaströnd. Við þetta tæplega tvöfaldast húsrými leikskólans. Það var áður 108 fermetrar og var mjög þröngt á börnunum, sérstaklega þegar ekki viðr- aði til útileikja. Viðbygging- in er 157 fermetrar og verð- ur ríflega helmingur hennar tekinn í notkun. Sjóli í fyrstu veiðiferðina Sjóli lagði úr höfn í Reykjavík sl. sunnudag í sína fyrstu veiðiferð eftir að Djúphaf, dótturfyrirtæki Skagfirðings, festi kaup á skipinu. Sjóli hefur verið í slipp undanfarnar vikur. Að sögn Gísla Svan Einarssonar útgerðarstjóra Skagfirðings hélt Sjóli til úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygginn. Gísli sagði dræma veiði hjá skipunum þessa dagana, enda brælur og lítill friður til að athafa sig við veiðarnar. „Við æflum að taka húsið í notkun með formlegheitum og bjóða upp á kaffi og meðlæti. I leiðinni verður Bára Þorvalds- dóttir kvödd, en hún er nú að láta af leikskólastjóm eftír tæplega 20 ára starf, og nýr leikskólastjóri boðinn velkominn, Svandís Hann- esdóttir", sagði Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd. I Barnabóli eru nú um 15 börn fyrir hádegi og tæplega 20 eftir hádegið. Það er því sérstaklega eftir hádegið sem þrengsla hefur gætt í Barna- bóli. Með tilkomu nýja hlutans er reiknað með að leikskólan- um verði skipt í tvær deildir. Aóalverktaki viö leikskóla- bygginguna er Helgi Gunnars- son byggingarmeistari. Næg verk- efni hafa verið hjá iðnaðar- mönnum á Skagaströnd í haust og verkefnastaðan oft verið verri á þessum árstíma. HCfe«??tt hph- Aðalgötu 24 Sauöárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍIASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæöi sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fox: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.