Feykir


Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 39/1994 Kemur út á miðvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Simar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guöbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur með virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðlld að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Eru prófkjör heppileg aðferð til uppröðunar? Eitt af því fjölmarga sem fólk kemur til með að dunda sér við í vetur er að spá í pólitíkina. Það er kosningavetur sem er nýhaf- inn, nokkur prófkjör em að baki, fyrir sunnan, vestan og austan, og brátt fer að draga til tíðinda hér nyrðra. Einungis rúmur hálf- ur mánuður er í prófkjör sjálfstæðismanna hér í kjördæminu, Al- þýðuflokksmenn eru að hugsa sinn gang varðandi prófkjör og framsóknarmenn ætla að skoða hug kjósenda sinna og stuðnings- manna í janúar. Margt óvænt hefur komið upp í prófkjömnum nú undanfarið, og það hefur komið á daginn eins og margir vissu reyndar fýrir, að oft koma menn dálítið sárir út úr prófkjörsslagnum, og alltaf er sú hætta fyrir hendi að einstakir þátttakendur sætti sig ekki við niðurstöóuna, fari beinlínis í „fýlu“ eins og það er kallað, neiti að taka sæti á lista og jafnvel efni til sérframboðs. Undanfarið hefur þcirri spumingu margoft verið varpað fram, hvort prófkjör sé í rauninni jafn lýðræðisleg aðferð til uppröðun- ar á framboðslista og haldið hefur verið fram. T.d. hafa ýmsir bent á að sú aðferð sé heillavænlegri að kjósendur sjálfir fái í kjörklef- anum á kjördegi að raða frambjóðendunum á þeim lista sem þeir kjósa. Að vísu hefur þessi aðferð einn augljósan ókost, að talning mundi sjálfsagt taka lengri tíma af þessum sökum, að minnsta kosti gæti það tekið lengri tíma að fínna út hvaða þingmenn kjós- endur velja á þing. En lýðræðisleg er þessi aðferð. Það fer ekki á milli mála. Prófkjörsbarátta er greinilega mikið kapphlaup. Það hefur t.d. sýnt sig í miklu auglýsingastríói þátttakenda í prófkjörum á höf- uóborgarsvæðinu og í nágrenni að undanfömu. Það má nærri geta að slíkri keppni fylgir mikil vinna stuðningsmanna einstakra frambjóðenda og frambjóðendanna sjálfra. Haft er fyrir satt að miklu máli skipti hver sé duglegastur að hringja í fólk og falast eftir stuðningi þess. Það geti hæglega riðið baggamuninn hver standi með pálmann í höndunum í lokin. Sú aðferð við prófkjör sem hvað mest er tíðkuð, er að auk fé- laga í flokksfélögunum megi þeir greiða atkvæði sem undirrita stuðningsyfírlýsingu við flokkinn. Þessi aðferó er umdeild. Ýms- ir hafa t.d. haldið því fram og beinlínis fullyrt, að í prófkjömm sem viðhöfð hafa verið hér í kjördæminu á undangengum ámm, hcfi tekið þátt yfirlýst stuðningsfólk annarra lista. Sumir hafa meira að segja tekið svo djúpt í árinni að fullyrða að flokksbundið fólk úr öðmm flokkum hafi ljáð ákveðnum frambjóðendum stuðning sinn. Sé einhver sannleikur í þessu, sem undirritaður telur líklegt, er sú spuming ansi álitin, hvort ekki eigi frekar að binda þátttöku í próflcjömm við félaga í flokksfélögunum. Þannig fáist réttust mynd af vilja stuðningsmanna viðkomandi flokks. Þannig sé líka minnsta hættan á því að ntcnn komi mjög sárir út úr prófkjörsslagnum. ÞÁ. Lionsklúbbur Sauðárkróks 30 ára: Gefur út veglegt afmælisblað Með starfi okkar í Lions- klúbbnum höfúm við félagarn- ir fengið tækifæri til þess að vinna að ýmsum málum á sviði félags-, menningar- og líknar- mála en sá árangur sem við höfum náð hefði ekki orðið nema fyrir góðan stuðning íbúa Sauðárkróks og Skagafjarðar, en til þeirra höfúm við gjarnan leitað með fjáraflanir okkar og annan stuðning. Fyrir þennan stuðning erum við íbúum og fyrirtækjum innilega þakklátir og jafnframt ánægðir með að hafa getað beitt okkur fyrir ýmsum verkum til hagsbóta og uppbyggingar fyrir bæinn og héraðið“, segir Steinar Skarp- héðinsson formaður Lions- kfúbbs Sauðárkróks í veglegu afmælisriti sem nýkomiðer út í tilefni 30 ára afmælis klúbbsins. Klúbburinn var stofnaóur 20. nóvember 1964 og var móður- klúbbur Sauðárkróksklúbbsins Lionsklúbburinn Huginn á Akur- eyri. Stofnfélagar vom 30, brott- fluttir eða hættir em 12, en sex látnir. I dag er félagar 53, þar af 12 stofnfélagar. Afmælisblaðið erað hluta til litprentað, 32 síður að stærð. I pistli frá ritnefnd segir að hug- myndin með útgáfú blaðsins sé að bjarga frá glötun ýmsum fróðleik bæði í málum og myndum um starfið þennan tíma og bæta þannig smá kafla við mannlífs- sögu bæjarins og styrkja um leið þann gmnn sem klúbburinn bygg- ir á. Lionsfélögum sé reyndar tamar að horfa til framtíðar í starfi sínu, sífellt sé verið að huga að nýjum verkefnum og nýir félagar bætist stöðugt í hópinn. Yfir 500 fundargerðir geymi þó þessa sögu að hluta og auk þess em enn starf- andi í klúbbnum 12 stofnfélagar er hafi frá ýmsu að segja. I eðli sínu er linosstarfið þó þannig að aldrei geymist allt sem gert er í fundargerðum og á löngum tíma vill sitthvað gleymast sem vert hefði verið að halda til haga. Sú saga sem sögð er í þessu afmælis- blaói er því ekki tæmandi og ým- islegt efalaust ekki tíundað sem vert hefði verið. Það er þó von okkar að í aðalatriðum sé saga klúbbsins skráð, segir ritnefndin í pistli sínum. Allur hagnaður af útgáfu af- mælisblaðsins rennur til Heilsu- gæslustöðvarinnar á Sauðárkróki, en þar stendur fyrir dymm að byggja sundlaug viö endurhæf- ingarstöðina sem er þarft verk og löngu tímabært, segja þeir lions- menn em nutu velvilja fyrirtækja og stofnana í héraðinu við útgáfu blaösins. Prentþjónustan Sást ann- aðist prentun blaðsins og sá um vinnslu þess í samvinnu við lions- menn. Tengsl Guðmundar við Stefán og Össur ekki á hreinu Tímanum og Vikublaðinu ber ekki saman um ættartengsl ný- skipaðs formanns stjórnar Hér- aðssjúkrahússins á Blönduósi, Guðmundar Theodórssonar, við þá Össur Skarphéðinsson ráðherra og Stefán Gunnarsson á Hofsósi fyrrverandi formann kjördæmisstjórnar Alþýðu- flokksins. Tíminn segir Guð- mund tengdason Stefáns, en Vikublaðið segir Guðmund tengdaföður Össurs ráðherra. Þarna eru sem sagt komnir „þrír ættliðir“ hver öðrum vænlegri. Það þykir rétt aó blaðið á svæðinu komi þessum málum á hreint. Hið rétta er að Guðmund- ur Theódórsson er tengdafaðir Stefáns Gunnarssonar á Hofsósi, sem sagöur er hafa komið Össuri ráðherra í skilning um að ef hann fengi Sighvat Björgvinsson til að setja Guðmund Teódórsson í for- Dauói tveggja hesta í hesthúsi á Blönduósi fyrir hálfum mánuði vakti nokkra furðu, þar sem orsök dauða þeirra var mönnum gjör- samlega hulin. Og ekki varð rann- sókn á sýnum úr hestunum til að leysa þessa gátu. Ekkert kom fram í niðurstöðunum frá Keldum scm skýrói dauða hcstanna tveggja er vom frá Steinnesi í Langadal, en þeir fengu nákvæm- lega sama fóður og nokkur önnur hross í hesthúsunum á Blönduósi, gott baggahey. manns- s æ t i sjúkra- h ú s - stjórnar- innar á Blöndu- ósi, yrði sá gjörn- ingur til þess að sópa fylg- inu til kratanna á Blönduósi. Reyndin varð raunar önnur, því kratafélag- ið á Blönduósi var lagt niður. Raunar má virða þeim til vork- unnar bæði Tímanum og Viku- blaðinu að átta sig ekki alveg á tengslunum í málinu, þar sem alltaf er hætta á svona ruglingi þegar jafn fjölmenn félög eiga í hlut og Alþýóuflokksfélagið á Blönduósi sáluga, eftir því scm fréttir herma. Þegar niðurstaðan barst frá Keldum vöknuðu grunsemdir um að dauða hestanna mætti hugsan- lega rekja til þcss aó starfsmcnn Rariks breyttu í haust rafmagns- inntakinu í hesthúsin. Var það fært úr loftlínu í jörðu. Við athug- un kom í ljós röng tenging á raf- magninu. Það var tengt þar sem jarðsambandið átti að koma, við innréttingamar í hesthúsinu og er talið ömggt að hestamir hafi drep- ist af völdum raflosts. □ 2 milljóna hagnaður á rekstri Invest Tveggja milljón króna hagn- aður varð af rekstri Iðnþró- unarfelags Norðurlands vestra á síðasta ári. Invest tengdist ýmsum nýiðnaðarverkefhum á síðasta ári. Sem dæmi má nefha að félagið keypti hlut í fyrirtækjunum Máka hf á Sauðárkróki, Glaðni hf á Siglufirði og Islenska fjalla- grasafélaginu hf. Þetta kom fram á aðalfundi Invest sem haldinn var á Siglu- firði 21. október sl. í tilkynn- ingu af fundinum segir að In- vest hafi veitt margháttaða ráð- gjöf til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Ráðgjöf sem snúi að útvegun fjármagns, vömþró- un, stefnumótun, markaðsmál- urn og rekstrarráðgjöf. Invest er aóili að Farskóla Norðurlands vestra, en skólinn tók til starfa á miðju ári 1993. Þá hefur félagið átt þátt í og skipulagt námsstefnur ýmist eitt eða með öðmm. Félagið mun á þessu ári kaupa hlutafé í arð- vænlcgum fyrirtækjum og ný- sköpunarverkefnum, eins og gert var á síðasta ári. I nýkjörinni stjóm Invest em: Guðmundur Skarphéðins- son Siglufirði formaður og aðr- ir stjómarmenn em Pétur Amar Pétursson Blönduósi, Friðrik R. Friðriksson Lýtingsstaóalireppi, Jón B. Bjamason Áshreppi, Olafur B. Oskarsson Þorkels- hólshreppi, Valur Gunnarsson Hvammstanga og Valgeir Þor- valdsson Hofshreppi. Drápust af raflosti Guðmundur Theódórsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.