Feykir


Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 09.11.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 39/1994 Með sameiginlegu átaki er hægt að bæta umferðar- menninguna Ekkert síður en lætin á gamlárskvöld á sínum tíma, segir bæjarstjórinn Umferöarmenning á Sauóárkróki var til sérstakrar um- fjöllunar á fjölmennum fundi er lögreglan á Sauðárkróki boóaði til og haldinn var í félagsheimilinu Bifröst sl. fimmtudagskvöld. Tilefhi fundarins var einkum þau alvar- legu slys er orðiö hafa í bænum og nágrenni hans á síðustu misserum. Og þaó viröist kenna ýmissa grasa í „umferðar- ómenningunni" í bænum. Einna dýpst tók í árinni bæjar- stjórinn sjálfur Snorri Björn Sigurðsson er líkti ástandinu í umferðarmálunum við þá óáran er ríkti í bænum á gamlárskvöld á árum áöur, þegar allt var sett á annan end- ann og Sauóárkrókur varö landsfrægur fyrir þennan vafa- sama heiður. Bæjarstjórinn segist telja að með sameigin- legu átaki sé hægt aö ráða niðurlögum þeirrar ómenning- ar er ríkir í umferðarmálunum alveg eins og hægt var aó kveóa nióur ólætin á gamlárskvöld á sínum tíma. Bæjar- stjórinn gat þess reyndar ekki í máli sínu að lögreglan á Sauðárkróki þurfti að fá aukaliö af höfuðborgarsvæóinu til að kveða nióur „fagnaóarlæti" Króksara er nýtt ár gekk í garó. Frummælendur á fundinum þökkuðu allir lögreglunni fyrir að koma þessum fundi á. Að loknum framsöguerindum var fyrirspurn- um úr sal svarað og höfðu ýmsir fundargesta margs að spyrja. Að- allega beindust spumingamar að umferðarkerfi bæjarins og hvaða lausnir væru þar í gangi t.d. varó- andi umferðina gegnum skóla- hverfið. Sigurður Helgason upplýs- ingafulltrúi Umferðarráðs reið á vaðið á fundinum. Sagðist hann hafa átt margar skemmtilegar stundir á Sauðárkróki og meö Skagfirðingum á undanfömum árum, en hingað komi hann á hverju sumri. Sigurður sagði geymda í huga sér þá fallegu mynd er blasti við þegar komið er yfir Vatnsskarðið og sýnin til norðUrs blasi við, héraðið og eyj- amar úti á firðinum. Sigurður kvað þessa mynd eina þá falleg- ustu er gæfi að líta í íslenskri nátt- úru. Skagfirðingum ætti að líða vel í þessu fallega umhverfi og þeir ættu að gefa sér tíma til að lifa, þeim lægi ekki lífið á í um- ferðinni. Rússnesk rúlletta Eina meginástæðuna fyrir um- ferðaróhöppum hér á landi sagði TfW P MmM.....V ¦HP* Wjmw^ w ám m """ ^mW - ¦* '&it****- JfP - " J> 4m)L^ % m t li , m ¦¦¦¦-¦-«^ f. ' >r r ^^M^. mwmmmm mwTlw <***' nwm ^Vmmm mmwmmm MkMH: PP* *\ *wt^m M Hk. ¦;¦¦ ^mmtWMW^Wmm ^WÆ wm^ zZám wl Htú^ mm BW. ^^ —W k » ' ^Hm\\ ^^vb ¦*¦ Í^^IIbíÍJb^^^I m w/r^ *» PPJf ——,,. »* fegSnni i , - . . ¦ i ; wr jr ¦Éj|f . ¦ fll ff • w ¦ {K;, N^iQ^H * ÉQ^I Bifrost var þéttskipuð og unga fólkið lét sig ekki vanta á fundinn. Sigurður vera reynsluleysi. Það væri landlægt hér að fólk tæki fáa ökutíma. Með þessu væri fólk að taka áhættu sem líkja mætti við „rússneska rúllcttu". Rík ástæða væri fyrir þá sem eru að læra stjórn ökutækis að taka frekar fleiri en færri tíma. Það væri góð fjárgesting, fjárfesting til framtíó- ar. Sigurður sagði að oft á tíóum gætti of mikillar yfirborðs- mennsku í sambandi við umfjöll- un um umferðarmál. Fjölmiðlar ættu t.d. sök á að taka stundum linlega á hlutunum, og stundum kæmi þetta þannig út að það væru aðstæður sem sköpuðu óhöppin en ekki ökumennimir sjálfir. Sig- urður bað fólk að tala tæpitugu- laust um þessi mál á fundum, og kannski er það ástæðan fyrir því hvað t.d. bæjarstjórinn tók djúpt í árinni, en hann talaði einmitt þama á eítir. Allir samsekir Snorri Bjöm Sigurðsson bæj- arstjóri sagði alla aðila samábyrga í umferðarmálunum, þar á meðal stjómendurbæjarins. Gatnakerfið væri gallað, merkingarekki nægj- anlegar, umferðarmerki úr sér gengin o.sv.frv. Þá hefðu ákvarð- anir í umferðamálaum verið mis- vísandi. Fyrir nokkrum áram var hámarshraói í bænum hækkaður úr 30 km hraða í 50 km. Síðan hefði á hverju ári verið komið fyr- ir hraðahindrunum. Þær ráöstaf- anir hafi í sumum tilfellum orðið til þess að beina umferóinni af safngötum og aðalbrautum inn í íbúóarhverfi, og nefhdi þar sem dæmi að algengt væri að fólk æki frekar um Grundarstíg en Hegra- braut til að forðast hraðahindran- imarþar. „Ókumenn eru sekir, gangandi vegfarendur eru sekir, við erum öll sek. I haust eftir að bóknáms- húsið var tekið í notkun, hefur vakió sérstaka athygli að fólk er hætt að ganga yfir göngubrýmar yfir Sauðána, en gengur þess í staö á ská yfir brúna er tengir ak- brautina. Þetta hefur valdið mik- illi slysahættu", sagði bæjarstjóri. Og ekki var sú mynd fögur er hann dró upp af Faxatogri og ná- grenni. Snorri sagðist hafa séð ökumenn aka út af bílastæðinu við torgið beinustu leið yfir gang- stéttina og út á Skagfirðingabraut- ina og meira að segja hafi hann orðið vitni að því að ökumaður hafi ekki látið sig muna um að aka yfir gangstéttina hjá stjóm- sýsluhúsinu, milli fánastanganna og hússins, og þaóan út á Skóla- stíginn. „Og þetta eru ekki ung- lingar sem þetta gera, heldur góð- borgarar bæjarins", sagði Snorri Björn. Löqgæslan ófullnægjandi Og löggæslan fékk sinn skammt hjá bæjarstjóra. Hann sagði lögregluna ekkert ráða við hraðaakstur í bænum og ekki skipta sér af hávaðamengun er ökumenn yllu með því að gefa ökutækjum sínum „vel inn". „Það er orðið ár og dagur síðan ég hef séð gangandi lögregluþjón í bæn- um. Okkur er sagt að fjárskortur hamli eftirliti lögreglunnar. Við verðum einhvern veginn að tryggja aö aukið fé fáist til lög- gæslu í bænum. Að okkar mati er eítirlitið óviðunandi. Bæjarstjóm- in hefur nær árlega ályktað þess efnis aö meiri fé verði varið til löggæslunnar, en það hefur ekki verið hlustað á það af fjárveiting- arvaldinu", sagði bæjarstjóri. Gagnlegar umræður Bjöm Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn segist vera ánægður með fijndinn. ,Jvlætingin á fundinn var mun betri en ég bjóst við og umræðumar voru gagnlegar að mínu mati ogýmislegt sem kom þama fram. Eg á von á því að áður en langt um líði verði haldinn sérstakur fundur um umferðarmálin í bænum. Það er sýnist mér full þörf á því", sagði Bjöm cn fundarmenn spuróust mikið fyrir um umferðarmálin í bænum á fundinum. Aðspuróur um þá gagnrýni sem fram kom á löggæsluna sagði Björn: „Ég mundi svo sannarlega þiggja nokkrar millj- ónir í viðbót til löggæslunnar, meó því gætum vió verið meira á ferðinni og sinnt þar meö auknu eftirliti. Fjárveitingar til embætt- isins hafa verið mjög af skornum skammti á síðustu árum og við getum engan veginn sinnt eftir- litinu meira en við gerum í dag", sagði Bjöm Mikalesson yfirlög- regluþjónn. Snoni Björn Sigurðsson bæjarstjórí í ræðustól. Aðrir frurrunælendur á fundinum, auk bæjarstjóra og Björns Mikaelssonar yfirlögregluþjóns sem ekki sést á myndinni, voru séra Hjálmar Jónsson, Björn Blöndal læknir, Guðbrandur Bogason fulltrúi Ökukennarafélags íslands, Sumarliði Guð- bjartsson fulltrúi tryggjngarfélaganna og Sigurður Helgason upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Askrifendur góðir! Þeir sem enn eiga ógreidda gíróseðla fyrir ákskriftargjöldum eru beönir aó greiða þá hiö allra fyrsta!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.